Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2024 09:02 Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um sóun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum. Minna hefur verið um raunhæfar lausnir til að takast á við vanda heilbrigðiskerfisins. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2021 líkti Bjarni Benediktsson, fráfarandi forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, íslenska heilbrigðiskerfinu við frystihús. Sagði hann að ef komið væri inn í frystihús þar sem menn væru að burðast með kassa og stafla þeim á bretti, lægi beinast við að leggja til lyftara. „Ég held einfaldlega að það vanti fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið.“ Ræðunni var mætt með dynjandi lófaklappi. Margir heilbrigðisstarfsmenn klóruðu sér hins vegar í kollinum. Átti að stafla upp rúmum til að koma fyrir fleiri sjúklingum? Nýting legurýma er víðast hvar yfir 100%. Á hverjum tíma á Landspítala eru um 85 sjúklingar sem reiðubúnir eru til útskriftar af sérhæfðum deildum yfir á hjúkrunarheimili, en fá ekki pláss vegna þess að þau eru ekki til. Árlegur kostnaður legurýmis á sjúkrahúsi nemur um 70 milljónum króna en hjúkrunarrými kostar um 17 milljónir króna. Ef næg pláss væru á hjúkrunarheimilum landsins fyrir þá einstaklinga sem eru reiðubúnir til útskriftar af Landspítala myndu sparast um 4,5 milljarðar króna á ári. Fyrir þá upphæð væri til dæmis hægt að byggja nýtt hjúkrunarheimili á tveggja ára fresti. Vanfjárfesting í þessum nauðsynlegu úrræðum flokkast sem sóun í heilbrigðiskerfinu. Hvar eru lyftararnir? Lyftararnir hans Bjarna í þessu samhengi eru hjúkrunarrými. Árið 2017 setti ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sér markmið um að byggja 717 hjúkrunarrými fyrir lok árs 2024. Aðeins 221 hjúkrunarrými hafa verið byggð frá þeim tíma. Það vantar því um 500 rými upp á til þess að uppfylla það markmið sem ríkisstjórnin setti sér í upphafi kjörtímabils. Afleiðingin er sú að bráðamóttaka Landspítalans er yfirfull vegna þess að fólk fær ekki pláss á legudeildum. Þetta getuleysi fráfarandi ríkisstjórnar til þess að fjárfesta í innviðum heilbrigðiskerfisins viðheldur viðvarandi neyðarástandi á bráðamóttöku Landspítalans sem kemur niður á þjónustu til þeirra sem þangað leita. Fleiri lyftarar Fyrr á þessu ári fór fram málþing á Læknadögum undir yfirskriftinni „Sóun í heilbrigðiskerfinu“. Fundarstjóri var formaður Læknafélags Íslands og erindi héldu yfirlæknir Félags sjúkrahúslækna, forstjóri Landspítalans, prófessor og yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga, formaður Félags íslenskra heimilislækna, lyf- og gigtarlæknir og sérnámslæknir á lyflækningasviði. Þátttakendur í pallborði voru spurðir: „Ef þú gætir breytt einu í heilbrigðiskerfinu til að minnka sóun, hverju myndir þú breyta?“ Fyrstur til svara var yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga sem sagði: „Að allir Íslendingar hefðu heimilislækni.“ Staðreyndin er nefnilega sú að þegar fólk er með fastan heimilislækni dregur það úr líkum á því að það leggist inn á sjúkrahús og dregur líka úr komum á bráðamóttöku. Ástæðan er augljós: Ef eftirfylgni er til staðar, sérstaklega hjá þeim sem mest þurfa á henni að halda, er hægt að grípa inn fyrr þegar veikindi steðja að og koma í veg fyrir að veikindin versni. Hér á landi eru aðeins um 50% landsmanna með fastan heimilislækni. Í Noregi er hlutfallið yfir 95%. Samfylkingin leggur áherslu á að stigin verði markviss skref í þessa átt og að byrjað verði á langveikum og fólki yfir sextugu. Það er kominn tími á nýtt upphaf Nú er kominn tími á nýtt upphaf við stjórn landsins. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að forgangsraða og fjármagna öfluga heimaþjónustu, hefja þjóðarátak í uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land og hefur sett sér 10 ára markmið um að allir landsmenn fái fastan heimilislækni. Jafnframt ætlum við í Samfylkingunni að minnka skriffinsku, fjárfesta í tæknilausnum í heilbrigðisþjónustu og efla stoðþjónustu á heilbrigðisstofnunum svo að heilbrigðisstarfsfólk geti sinnt því sem þau eru menntuð til þess að gera: að verja tíma með sjúklingum. Þetta eru forgangsverkefni Samfylkingar á næstu árum, við erum tilbúin og við óskum eftir umboði til að hrinda þeim í framkvæmd. Höfundur er læknir og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavík suður á lista Samfylkingarinnar til Alþingis árið 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um sóun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum. Minna hefur verið um raunhæfar lausnir til að takast á við vanda heilbrigðiskerfisins. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2021 líkti Bjarni Benediktsson, fráfarandi forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, íslenska heilbrigðiskerfinu við frystihús. Sagði hann að ef komið væri inn í frystihús þar sem menn væru að burðast með kassa og stafla þeim á bretti, lægi beinast við að leggja til lyftara. „Ég held einfaldlega að það vanti fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið.“ Ræðunni var mætt með dynjandi lófaklappi. Margir heilbrigðisstarfsmenn klóruðu sér hins vegar í kollinum. Átti að stafla upp rúmum til að koma fyrir fleiri sjúklingum? Nýting legurýma er víðast hvar yfir 100%. Á hverjum tíma á Landspítala eru um 85 sjúklingar sem reiðubúnir eru til útskriftar af sérhæfðum deildum yfir á hjúkrunarheimili, en fá ekki pláss vegna þess að þau eru ekki til. Árlegur kostnaður legurýmis á sjúkrahúsi nemur um 70 milljónum króna en hjúkrunarrými kostar um 17 milljónir króna. Ef næg pláss væru á hjúkrunarheimilum landsins fyrir þá einstaklinga sem eru reiðubúnir til útskriftar af Landspítala myndu sparast um 4,5 milljarðar króna á ári. Fyrir þá upphæð væri til dæmis hægt að byggja nýtt hjúkrunarheimili á tveggja ára fresti. Vanfjárfesting í þessum nauðsynlegu úrræðum flokkast sem sóun í heilbrigðiskerfinu. Hvar eru lyftararnir? Lyftararnir hans Bjarna í þessu samhengi eru hjúkrunarrými. Árið 2017 setti ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sér markmið um að byggja 717 hjúkrunarrými fyrir lok árs 2024. Aðeins 221 hjúkrunarrými hafa verið byggð frá þeim tíma. Það vantar því um 500 rými upp á til þess að uppfylla það markmið sem ríkisstjórnin setti sér í upphafi kjörtímabils. Afleiðingin er sú að bráðamóttaka Landspítalans er yfirfull vegna þess að fólk fær ekki pláss á legudeildum. Þetta getuleysi fráfarandi ríkisstjórnar til þess að fjárfesta í innviðum heilbrigðiskerfisins viðheldur viðvarandi neyðarástandi á bráðamóttöku Landspítalans sem kemur niður á þjónustu til þeirra sem þangað leita. Fleiri lyftarar Fyrr á þessu ári fór fram málþing á Læknadögum undir yfirskriftinni „Sóun í heilbrigðiskerfinu“. Fundarstjóri var formaður Læknafélags Íslands og erindi héldu yfirlæknir Félags sjúkrahúslækna, forstjóri Landspítalans, prófessor og yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga, formaður Félags íslenskra heimilislækna, lyf- og gigtarlæknir og sérnámslæknir á lyflækningasviði. Þátttakendur í pallborði voru spurðir: „Ef þú gætir breytt einu í heilbrigðiskerfinu til að minnka sóun, hverju myndir þú breyta?“ Fyrstur til svara var yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga sem sagði: „Að allir Íslendingar hefðu heimilislækni.“ Staðreyndin er nefnilega sú að þegar fólk er með fastan heimilislækni dregur það úr líkum á því að það leggist inn á sjúkrahús og dregur líka úr komum á bráðamóttöku. Ástæðan er augljós: Ef eftirfylgni er til staðar, sérstaklega hjá þeim sem mest þurfa á henni að halda, er hægt að grípa inn fyrr þegar veikindi steðja að og koma í veg fyrir að veikindin versni. Hér á landi eru aðeins um 50% landsmanna með fastan heimilislækni. Í Noregi er hlutfallið yfir 95%. Samfylkingin leggur áherslu á að stigin verði markviss skref í þessa átt og að byrjað verði á langveikum og fólki yfir sextugu. Það er kominn tími á nýtt upphaf Nú er kominn tími á nýtt upphaf við stjórn landsins. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að forgangsraða og fjármagna öfluga heimaþjónustu, hefja þjóðarátak í uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land og hefur sett sér 10 ára markmið um að allir landsmenn fái fastan heimilislækni. Jafnframt ætlum við í Samfylkingunni að minnka skriffinsku, fjárfesta í tæknilausnum í heilbrigðisþjónustu og efla stoðþjónustu á heilbrigðisstofnunum svo að heilbrigðisstarfsfólk geti sinnt því sem þau eru menntuð til þess að gera: að verja tíma með sjúklingum. Þetta eru forgangsverkefni Samfylkingar á næstu árum, við erum tilbúin og við óskum eftir umboði til að hrinda þeim í framkvæmd. Höfundur er læknir og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavík suður á lista Samfylkingarinnar til Alþingis árið 2024.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun