Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 12. nóvember 2024 08:01 Í komandi alþingiskosningum verður kosið um það hvernig við viljum byggja upp íslenskt samfélag. Á undanförnum árum hefur verið hart sótt að réttindum launafólks og oftar en ekki með það að leiðarljósi að veikja stöðu fólksins en okkur talið trú um að það sé gott enda séu verkalýðsfélög of sterk. Því er jafnvel haldið fram að það þurfi að auka völd ríkissáttasemjara til að hemja fólkið, bæta vinnubrögð samtaka fólks og auka vald samtaka fyrirtækja. Það er hins vegar þannig að samfélagið þarfnast öflugrar verkalýðshreyfingar einmitt til þess að verja hagsmuni fólksins, berjast fyrir réttlátri skiptingu þeirra verðmæta sem okkar samfélag hefur upp á bjóða. Í samfélaginu eru svo sannarlega sterk hagsmunasamtök fyrirtækja og við viljum líka sterk samtök launafólks. Ef okkur tekst að leiða sterkt norrænt velferðarsamfélag þar sem heildarhagsmunir fólksins ráða för þá er ég sannfærður um að meiri sátt mun ríkja um þá skiptingu sem um semst á hverjum tíma. Mun ekki allt loga í verkföllum? Nei síður en svo! Það er ljóst að þrátt fyrir sterka stöðu verkalýðsfélaga á Íslandi þá hefur sagan sýnt okkur að ekki er gripið til verkfalla til þess eins að boða til verkfalls. Fjöldi verkfalla hér á landi er almennt ekki mikill enda stífari kröfur hér á landi en í mörgum löndum í kringum okkur. Núverandi samningalíkan hér á landi felur þó í sér, vegna mikillar formfestu, að verkalýðsfélög þurfa að fylgja mjög stífum reglum við boðun aðgerða sem eru til þess fallnar að búa til meiri spennu á markaði en oft er þörf fyrir. Samfélag sem styður við íbúa Við viljum tryggja öryggi fyrir barnafólk þar sem fólki stendur til boða að komast út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlof. Samfélagið á að styðja betur við bakið á barnafjölskyldum sem eru að takast á við aukin útgjöld þegar börn eru að stækka og dafna. Það gerum við til dæmis með barnabótum. Lögum til regluverkið í kringum fæðingarorlof til að tryggja nýjum foreldrum örugga framfærslu. Kjarabarátta líðandi stundar Félagsleg undirboð á Íslandi er okkur sem samfélagi ekki til framdráttar. Verkalýðsfélög innan Alþýðusambands Íslands hafa síðan 2008 staðið fyrir virku og öflugu vinnustaðaeftirliti. Eftirlitið miðar að því að ná tengslum við fólk sem er í viðkvæmustu stöðunni og veita þeim stuðning, upplýsa um réttindi og skyldur og aðstoða ef þörf er á. Viðurlög eru ekki til staðar sem geta raunverulega haft áhrif á þá aðila sem stunda launaþjófnað vísvitandi. Þessu þarf að breyta enda standa langflest fyrirtæki við sitt og hafa ekkert að fela en standa í samkeppni við aðila sem brjóta kjarasamninga. Við eigum að standa vörð um hvort annað, vera styðjandi samfélag fyrir fólkið í landinu. Veljum almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og reisum norrænt velferðarsamfélag byggt á gildum jafnaðarmennskunnar. Öll stór hagsmunamál hafa komið með baráttu verkalýðsfélaga á Íslandi í gegnum tíðina þar sem hagsmunir almannahagsmunir hafa ráðið för. Kjósum sterka velferðarstjórn jafnaðarfólks og vinnum saman að bættu samfélagi. Kjósum jákvæða og stórhuga stjórnmál á Íslandi! Höfundur er rafvirki og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í komandi alþingiskosningum verður kosið um það hvernig við viljum byggja upp íslenskt samfélag. Á undanförnum árum hefur verið hart sótt að réttindum launafólks og oftar en ekki með það að leiðarljósi að veikja stöðu fólksins en okkur talið trú um að það sé gott enda séu verkalýðsfélög of sterk. Því er jafnvel haldið fram að það þurfi að auka völd ríkissáttasemjara til að hemja fólkið, bæta vinnubrögð samtaka fólks og auka vald samtaka fyrirtækja. Það er hins vegar þannig að samfélagið þarfnast öflugrar verkalýðshreyfingar einmitt til þess að verja hagsmuni fólksins, berjast fyrir réttlátri skiptingu þeirra verðmæta sem okkar samfélag hefur upp á bjóða. Í samfélaginu eru svo sannarlega sterk hagsmunasamtök fyrirtækja og við viljum líka sterk samtök launafólks. Ef okkur tekst að leiða sterkt norrænt velferðarsamfélag þar sem heildarhagsmunir fólksins ráða för þá er ég sannfærður um að meiri sátt mun ríkja um þá skiptingu sem um semst á hverjum tíma. Mun ekki allt loga í verkföllum? Nei síður en svo! Það er ljóst að þrátt fyrir sterka stöðu verkalýðsfélaga á Íslandi þá hefur sagan sýnt okkur að ekki er gripið til verkfalla til þess eins að boða til verkfalls. Fjöldi verkfalla hér á landi er almennt ekki mikill enda stífari kröfur hér á landi en í mörgum löndum í kringum okkur. Núverandi samningalíkan hér á landi felur þó í sér, vegna mikillar formfestu, að verkalýðsfélög þurfa að fylgja mjög stífum reglum við boðun aðgerða sem eru til þess fallnar að búa til meiri spennu á markaði en oft er þörf fyrir. Samfélag sem styður við íbúa Við viljum tryggja öryggi fyrir barnafólk þar sem fólki stendur til boða að komast út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlof. Samfélagið á að styðja betur við bakið á barnafjölskyldum sem eru að takast á við aukin útgjöld þegar börn eru að stækka og dafna. Það gerum við til dæmis með barnabótum. Lögum til regluverkið í kringum fæðingarorlof til að tryggja nýjum foreldrum örugga framfærslu. Kjarabarátta líðandi stundar Félagsleg undirboð á Íslandi er okkur sem samfélagi ekki til framdráttar. Verkalýðsfélög innan Alþýðusambands Íslands hafa síðan 2008 staðið fyrir virku og öflugu vinnustaðaeftirliti. Eftirlitið miðar að því að ná tengslum við fólk sem er í viðkvæmustu stöðunni og veita þeim stuðning, upplýsa um réttindi og skyldur og aðstoða ef þörf er á. Viðurlög eru ekki til staðar sem geta raunverulega haft áhrif á þá aðila sem stunda launaþjófnað vísvitandi. Þessu þarf að breyta enda standa langflest fyrirtæki við sitt og hafa ekkert að fela en standa í samkeppni við aðila sem brjóta kjarasamninga. Við eigum að standa vörð um hvort annað, vera styðjandi samfélag fyrir fólkið í landinu. Veljum almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og reisum norrænt velferðarsamfélag byggt á gildum jafnaðarmennskunnar. Öll stór hagsmunamál hafa komið með baráttu verkalýðsfélaga á Íslandi í gegnum tíðina þar sem hagsmunir almannahagsmunir hafa ráðið för. Kjósum sterka velferðarstjórn jafnaðarfólks og vinnum saman að bættu samfélagi. Kjósum jákvæða og stórhuga stjórnmál á Íslandi! Höfundur er rafvirki og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun