Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 12. nóvember 2024 09:02 Tungumálið er arfur frá forfeðrum okkar. Tungumál sem er einstakt og ber að vernda með öllum tiltækum ráðum. Tungumál sem við eigum að kenna þeim sem koma hingað til að búa. Tungumálið á að nota í samskiptum á öllum skólastigum, líka við foreldra. Hvað með þingmenn Þingmenn eiga að leggja sig fram um að tala góða íslensku. Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að vernda tungumálið okkar. Svo er ekki með alla flokka. Það er ekki ofsögum sagt að nokkrir þingmenn hafa lagt sig fram um að eyðileggja íslenska tungu. Einnig má finna nokkra í framboði sem hallast að sömu skoðun. Á síðasta löggjafarþingi Íslendinga lögðu fáir þingmenn fram frumvarp til þess að breyta ákveðnum orðum. Það er gert til að koma á móts við hinsegin hreyfingar. Í skjalinu segir: Flm.: Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Dagbjört Hákonardóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Guðbrandur Einarsson, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:a. Í stað orðanna „föður- eða móðurnöfn“ í 1. mgr. kemur: foreldrisnöfn.b. Í stað orðanna „föður eða móður“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris.c. Í stað orðsins „föður“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris.d. Í stað orðanna „afa síns“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: stórforeldris síns. o.s.frv. Hvað gengur þeim til Lýðræðisflokkurinn hafnar svona skemmdarverkum á tungumálinu. Hefðbundin góð og gild orð sem vísa til um hvern ræðir á ekki að breyta. Höfundur óttast að áframhald verði á ef þeir sem mæla fyrir svona skemmdarverkum komist inn á þing. Breytingartillagan er aðför að fjölskyldunni og íslenskunni. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta. Orðið leghafi komst inn í lög um fóstureyðingar. Núverandi heilbrigðisráðherra sá til þess. Engar konur stóðu upp fyrir orðum kvenna á þinginu, einn karlmaður gerði það. Leghafi er notað í stað orðsins kona. Nei segi ég, við eigum ekki að sætta okkur við að svona sé farið með orð sem tengjast konum. Aldrei. Í stefnu Lýðræðisflokksins kemur skýrt fram að fjölskyldan sé horsteinn samfélagsins og lögð áhersla á verndun íslenskrar tungu. Þetta tvennt fer saman um þau orð sem snúa að fjölskyldumeðlimum. Á vakt Lýðræðisflokksins myndi svona frumvarp aldrei ná í gegn og því mótmælt í þingsal. Liður í verndun tungunnar sem menn hafa mismikla virðingu fyrir. Fámennur hópur sem finnur sig ekki undir ákveðnum orðum getur ákveðið hvað þeir kalla sig á heimavelli. Höfundur frábiður sig að þessi skemmdarverk á íslenskum orðum sem ylja flestum hjörtum haldi áfram. Hvað er yndislegra en að tala um ömmu og afa, langömmu og langafa, móður og föður, frænda og frænku, pilt og stúlku? Hjálpið okkur að stoppa þetta, gefum nýju fólki tækifæri með því að kjósa það á þing. Frumvarpið má lesa hér. Gildistaka átti að vera á næsta ári. Einu get ég lofað kjósendum flokksins, komist ég á þing verð ég eins og hungraður úlfur eftir tilraunum til að eyðileggja tungumálið og sérstaklega það sem eyðileggur orð um konur og kvennamál sem virðist vinsælla en að skemma karlaorðin. Helga Dögg Sverrisdóttir, sjúkraliði og grunnskólakennari, er í 2. sæti Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Tungumálið er arfur frá forfeðrum okkar. Tungumál sem er einstakt og ber að vernda með öllum tiltækum ráðum. Tungumál sem við eigum að kenna þeim sem koma hingað til að búa. Tungumálið á að nota í samskiptum á öllum skólastigum, líka við foreldra. Hvað með þingmenn Þingmenn eiga að leggja sig fram um að tala góða íslensku. Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að vernda tungumálið okkar. Svo er ekki með alla flokka. Það er ekki ofsögum sagt að nokkrir þingmenn hafa lagt sig fram um að eyðileggja íslenska tungu. Einnig má finna nokkra í framboði sem hallast að sömu skoðun. Á síðasta löggjafarþingi Íslendinga lögðu fáir þingmenn fram frumvarp til þess að breyta ákveðnum orðum. Það er gert til að koma á móts við hinsegin hreyfingar. Í skjalinu segir: Flm.: Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Dagbjört Hákonardóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Guðbrandur Einarsson, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:a. Í stað orðanna „föður- eða móðurnöfn“ í 1. mgr. kemur: foreldrisnöfn.b. Í stað orðanna „föður eða móður“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris.c. Í stað orðsins „föður“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris.d. Í stað orðanna „afa síns“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: stórforeldris síns. o.s.frv. Hvað gengur þeim til Lýðræðisflokkurinn hafnar svona skemmdarverkum á tungumálinu. Hefðbundin góð og gild orð sem vísa til um hvern ræðir á ekki að breyta. Höfundur óttast að áframhald verði á ef þeir sem mæla fyrir svona skemmdarverkum komist inn á þing. Breytingartillagan er aðför að fjölskyldunni og íslenskunni. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta. Orðið leghafi komst inn í lög um fóstureyðingar. Núverandi heilbrigðisráðherra sá til þess. Engar konur stóðu upp fyrir orðum kvenna á þinginu, einn karlmaður gerði það. Leghafi er notað í stað orðsins kona. Nei segi ég, við eigum ekki að sætta okkur við að svona sé farið með orð sem tengjast konum. Aldrei. Í stefnu Lýðræðisflokksins kemur skýrt fram að fjölskyldan sé horsteinn samfélagsins og lögð áhersla á verndun íslenskrar tungu. Þetta tvennt fer saman um þau orð sem snúa að fjölskyldumeðlimum. Á vakt Lýðræðisflokksins myndi svona frumvarp aldrei ná í gegn og því mótmælt í þingsal. Liður í verndun tungunnar sem menn hafa mismikla virðingu fyrir. Fámennur hópur sem finnur sig ekki undir ákveðnum orðum getur ákveðið hvað þeir kalla sig á heimavelli. Höfundur frábiður sig að þessi skemmdarverk á íslenskum orðum sem ylja flestum hjörtum haldi áfram. Hvað er yndislegra en að tala um ömmu og afa, langömmu og langafa, móður og föður, frænda og frænku, pilt og stúlku? Hjálpið okkur að stoppa þetta, gefum nýju fólki tækifæri með því að kjósa það á þing. Frumvarpið má lesa hér. Gildistaka átti að vera á næsta ári. Einu get ég lofað kjósendum flokksins, komist ég á þing verð ég eins og hungraður úlfur eftir tilraunum til að eyðileggja tungumálið og sérstaklega það sem eyðileggur orð um konur og kvennamál sem virðist vinsælla en að skemma karlaorðin. Helga Dögg Sverrisdóttir, sjúkraliði og grunnskólakennari, er í 2. sæti Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar