Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar 12. nóvember 2024 07:45 Er mennta- og barnamálaráðherra hafður í felum og er það af ástæðu? Ég væri ekki hissa ef svo væri því verklausari ráðherra, sér í lagi í málflokknum sem snýr að olnbogabörnum, held ég að við höfum ekki haft en einmitt Ásmund Einar Daðason í áratugi. Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni að hann ætti að segja af sér eftir brunann á Stuðlum þar sem ungur maður lést í blóma lífsins, en það hefur hann ekki gert enn. Ég ætla að minna á það enn einu sinni að hann ber ábyrgð á þessum málaflokki. Ef mannslíf hjá ungum manni er ekki nóg til þess að segja af sér, hvað þarf þá til drengurinn deyr á stofnun sem heyrir undir hans ráðuneyti og málaflokk sem hann hefur vanrækt svo árum skiptir? Á hinum Norðurlöndunum myndi ráðherra segja af sér samdægurs, kannski vegna þess að þeir vita hver ráðherraábyrgðin er þegar svona alvarleg mál koma upp. Ég ætla í þessu samhengi að benda á grein sem starfsfélagi minn til 17 ára og á tímabili yfirmaður minn, Böðvar Björnsson, skrifaði í gær á skoðun á Vísi.is með heitinu Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Sú grein gefur okkur góða innsýn í hver veruleikinn hefur verið í þessum málaflokki og það hefur tvímælalaust ekkert lagast í ráðherratíð Ásmundar Einars Daðasonar sem mennta- og barnamálaráðherra hvað þessi mál varðar, miklu frekar versnað. Glærusýningar Hann hefur átt það sameiginlegt með Sigurði Inga formanni Framsóknarflokksins að vera duglegur að halda glærusýningar, skipa í ráð og nefndir og vinna að skipulagi sem ætlar engan enda að taka eins og í húsnæðismálum og samgöngumálum hjá Sigurði en það hefur ekkert orðið úr verki Ásmundar annað en að tala við fólkið í risinu á Fílabeinsturninum og dæla peningum þangað. Núna á að reyna að bjarga sér fyrir horn með því að opna með hraði meðferðarheimili í Skálatúni í Mosfellsbæ sem sinnir engan veginn þörfinni sem samfélagið okkar þarf á að halda í dag til að meðferða börn í alvarlegum vanda. Ætli hann haldi ekki álíka flugeldasýningu þá og þegar hann skrifaði undir viljayfirlýsingu við Garðabæ um að reisa sérhæft meðferðarheimili fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára 21. desember 2018 þegar hann opnar Skúlatúnsheimilið. En það stendur autt sérhæft meðferðarheimili í Skagafirði sem var sérstaklega hugsað fyrir unga afbrotamenn, af hverju fer það ekki í notkun? Hvað varð um þau áform að reisa sérhæft meðferðarheimili í Garðabæ? Eru teikningar enn í skúffu í fjármálaráðuneytinu? Á meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu, á sama tíma versnar lesskilningur drengja og staða olnbogabarna á Íslandi, og sér í lagi þeirra sem eru að glíma við fíkn og félagsleg vandamál, og úrræðum fækkar. Enn og aftur skora ég á fólk að lesa greinina hans Böðvars Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu. Frítt spil Þessi ráðherra hefur fengið algjörlega frítt spil hjá íslenskum fjölmiðlum og hann er aldrei spurður alvöru spurninga eins og hvað þarf til svo ráðherra sæti ábyrgð og segi af sér? Dugar ekki að einstaklingur í blóma lífsins láti lífið á stofnun sem er á hans ábyrgð og að hann hafi vanrækt skyldur sínar að sinna málaflokknum ungmenni í vanda svo árum skiptir? Við þurfum ekki nema að horfa til síðustu ára til að sjá hver staðan er, svo ekki sé talað um málefni ungra afbrotamanna, þar spólum við í sömu hjólförum og fyrir 30 árum síðan? Mér væri það sönn ánægja að mæta honum í fjölmiðlum og ræða þessi mál á mannamáli við hann, þá kannski fást svör við því af hverju hann hefur dregið lappirnar í þessu og af hverju hann segir ekki af sér. Ég er til hvenær sem er. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Er mennta- og barnamálaráðherra hafður í felum og er það af ástæðu? Ég væri ekki hissa ef svo væri því verklausari ráðherra, sér í lagi í málflokknum sem snýr að olnbogabörnum, held ég að við höfum ekki haft en einmitt Ásmund Einar Daðason í áratugi. Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni að hann ætti að segja af sér eftir brunann á Stuðlum þar sem ungur maður lést í blóma lífsins, en það hefur hann ekki gert enn. Ég ætla að minna á það enn einu sinni að hann ber ábyrgð á þessum málaflokki. Ef mannslíf hjá ungum manni er ekki nóg til þess að segja af sér, hvað þarf þá til drengurinn deyr á stofnun sem heyrir undir hans ráðuneyti og málaflokk sem hann hefur vanrækt svo árum skiptir? Á hinum Norðurlöndunum myndi ráðherra segja af sér samdægurs, kannski vegna þess að þeir vita hver ráðherraábyrgðin er þegar svona alvarleg mál koma upp. Ég ætla í þessu samhengi að benda á grein sem starfsfélagi minn til 17 ára og á tímabili yfirmaður minn, Böðvar Björnsson, skrifaði í gær á skoðun á Vísi.is með heitinu Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Sú grein gefur okkur góða innsýn í hver veruleikinn hefur verið í þessum málaflokki og það hefur tvímælalaust ekkert lagast í ráðherratíð Ásmundar Einars Daðasonar sem mennta- og barnamálaráðherra hvað þessi mál varðar, miklu frekar versnað. Glærusýningar Hann hefur átt það sameiginlegt með Sigurði Inga formanni Framsóknarflokksins að vera duglegur að halda glærusýningar, skipa í ráð og nefndir og vinna að skipulagi sem ætlar engan enda að taka eins og í húsnæðismálum og samgöngumálum hjá Sigurði en það hefur ekkert orðið úr verki Ásmundar annað en að tala við fólkið í risinu á Fílabeinsturninum og dæla peningum þangað. Núna á að reyna að bjarga sér fyrir horn með því að opna með hraði meðferðarheimili í Skálatúni í Mosfellsbæ sem sinnir engan veginn þörfinni sem samfélagið okkar þarf á að halda í dag til að meðferða börn í alvarlegum vanda. Ætli hann haldi ekki álíka flugeldasýningu þá og þegar hann skrifaði undir viljayfirlýsingu við Garðabæ um að reisa sérhæft meðferðarheimili fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára 21. desember 2018 þegar hann opnar Skúlatúnsheimilið. En það stendur autt sérhæft meðferðarheimili í Skagafirði sem var sérstaklega hugsað fyrir unga afbrotamenn, af hverju fer það ekki í notkun? Hvað varð um þau áform að reisa sérhæft meðferðarheimili í Garðabæ? Eru teikningar enn í skúffu í fjármálaráðuneytinu? Á meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu, á sama tíma versnar lesskilningur drengja og staða olnbogabarna á Íslandi, og sér í lagi þeirra sem eru að glíma við fíkn og félagsleg vandamál, og úrræðum fækkar. Enn og aftur skora ég á fólk að lesa greinina hans Böðvars Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu. Frítt spil Þessi ráðherra hefur fengið algjörlega frítt spil hjá íslenskum fjölmiðlum og hann er aldrei spurður alvöru spurninga eins og hvað þarf til svo ráðherra sæti ábyrgð og segi af sér? Dugar ekki að einstaklingur í blóma lífsins láti lífið á stofnun sem er á hans ábyrgð og að hann hafi vanrækt skyldur sínar að sinna málaflokknum ungmenni í vanda svo árum skiptir? Við þurfum ekki nema að horfa til síðustu ára til að sjá hver staðan er, svo ekki sé talað um málefni ungra afbrotamanna, þar spólum við í sömu hjólförum og fyrir 30 árum síðan? Mér væri það sönn ánægja að mæta honum í fjölmiðlum og ræða þessi mál á mannamáli við hann, þá kannski fást svör við því af hverju hann hefur dregið lappirnar í þessu og af hverju hann segir ekki af sér. Ég er til hvenær sem er. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun