Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 10:01 Í umræðu um slaka námsgetu íslenskra barna hefur mikið borið á þeirri hugmynd að taka upp samræmd próf aftur og þau sveipuð rósrauðum fortíðarsjarma. Samræmd próf eru börn síns tíma og geta stuðlað að miklum ójöfnuði. Við búum í fjölbreyttu og fjölþættu samfélagi og ætti fjölþætt námsmat að liggja til grundvallar fyrir nemendur, hvort sem þeir eru í grunn- eða framhaldsmenntun. Ef menntastofnanir eiga í erfiðleikum með að lesa úr úr þeim þáttum þá þarf að vinna með þær áskoranir og horfa fram á við, ekki aftur á bak. Menntun þarf að ná til fjölbreytts hóps og því eru krossapurningar eða stöðluð próf ekki svar fyrir fjölbreyttan nemendahóp. Ísland er undirskriftaraðili að Salamanca yfirlýsingunni en í henni er skýrt tekið fram að allir ættu rétt á sömu menntun, óháð fötlun eða röskunum eins og einhverfu. Í kjölfar yfirlýsingarinnar voru settar reglur um einstaklingsmiðað nám, sem hefur í því miður aldrei verið unnið mikið með á markvissan máta. Það væri nær að vinna betur með þá hugmynd og tryggja menntun fyrir alla, óháð stétt og stöðu, fötlun eða röskunum. Einstaklingum sem eru með íslensku sem annað mál verður einnig að mæta eftir þörfum. Menntunin má ekki bara vera römmuð inn fyrir einhvern meðal Jón, sem allir verða að móta sig eftir, óháð getu. Lesskilningur er gott dæmi um námsefni sem þarf fjölþætta nálgun. Nemendur á einhverfurófi eru með allt annan lesskilning en börn sem eru ekki á rófinu. Stöðluð próf eru vissulega hentug og einföld tæki til að komast að þægilegri niðurstöðu fyrir stóran hluta námshóps en það þurfa að vera til próf sem henta öllum. Ekki er lengur í boði að gefa umsögn og klapp á bakið hjá nemendum sem læra á annan máta en aðrir, ekki er lengur í boði að vera með einsleit próf sem henta fáum, ekki er lengur í boði að ákveða fyrirfram hverjir geta lært og hverjir ekki. Útfrá markmiði jafnréttismenntunar þá eiga allir rétt á að fá tækifæri til þess að þroskast og taka jafnan þátt í menntasamfélaginu. Námsmat þarf því að vera fjölbreytt og uppsett fyrir fjölbreyttan hóp, spurningar verða að ná til breiðari hóps nemenda. Markmiðin þurfa að vera skýr og sveigjanleg. Nemendur eru dásamlega fjölbreyttur hópur og þurfa mismunandi nálganir þegar kemur að því að læra. Lausnin er ekki að setja alla í samskonar samræmda kassa, að jaðarsetja og hreinlega jarðsetja þá sem eru frábrugðnir af einhverju leyti. Þess í stað ættum við að standa við stóru orðin, virða skuldbindingar okkar til framtíðar menntunar á Íslandi og tryggja öllum rétt til náms. Höfundur er kennari og móðir drengs á einhverfurófi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Í umræðu um slaka námsgetu íslenskra barna hefur mikið borið á þeirri hugmynd að taka upp samræmd próf aftur og þau sveipuð rósrauðum fortíðarsjarma. Samræmd próf eru börn síns tíma og geta stuðlað að miklum ójöfnuði. Við búum í fjölbreyttu og fjölþættu samfélagi og ætti fjölþætt námsmat að liggja til grundvallar fyrir nemendur, hvort sem þeir eru í grunn- eða framhaldsmenntun. Ef menntastofnanir eiga í erfiðleikum með að lesa úr úr þeim þáttum þá þarf að vinna með þær áskoranir og horfa fram á við, ekki aftur á bak. Menntun þarf að ná til fjölbreytts hóps og því eru krossapurningar eða stöðluð próf ekki svar fyrir fjölbreyttan nemendahóp. Ísland er undirskriftaraðili að Salamanca yfirlýsingunni en í henni er skýrt tekið fram að allir ættu rétt á sömu menntun, óháð fötlun eða röskunum eins og einhverfu. Í kjölfar yfirlýsingarinnar voru settar reglur um einstaklingsmiðað nám, sem hefur í því miður aldrei verið unnið mikið með á markvissan máta. Það væri nær að vinna betur með þá hugmynd og tryggja menntun fyrir alla, óháð stétt og stöðu, fötlun eða röskunum. Einstaklingum sem eru með íslensku sem annað mál verður einnig að mæta eftir þörfum. Menntunin má ekki bara vera römmuð inn fyrir einhvern meðal Jón, sem allir verða að móta sig eftir, óháð getu. Lesskilningur er gott dæmi um námsefni sem þarf fjölþætta nálgun. Nemendur á einhverfurófi eru með allt annan lesskilning en börn sem eru ekki á rófinu. Stöðluð próf eru vissulega hentug og einföld tæki til að komast að þægilegri niðurstöðu fyrir stóran hluta námshóps en það þurfa að vera til próf sem henta öllum. Ekki er lengur í boði að gefa umsögn og klapp á bakið hjá nemendum sem læra á annan máta en aðrir, ekki er lengur í boði að vera með einsleit próf sem henta fáum, ekki er lengur í boði að ákveða fyrirfram hverjir geta lært og hverjir ekki. Útfrá markmiði jafnréttismenntunar þá eiga allir rétt á að fá tækifæri til þess að þroskast og taka jafnan þátt í menntasamfélaginu. Námsmat þarf því að vera fjölbreytt og uppsett fyrir fjölbreyttan hóp, spurningar verða að ná til breiðari hóps nemenda. Markmiðin þurfa að vera skýr og sveigjanleg. Nemendur eru dásamlega fjölbreyttur hópur og þurfa mismunandi nálganir þegar kemur að því að læra. Lausnin er ekki að setja alla í samskonar samræmda kassa, að jaðarsetja og hreinlega jarðsetja þá sem eru frábrugðnir af einhverju leyti. Þess í stað ættum við að standa við stóru orðin, virða skuldbindingar okkar til framtíðar menntunar á Íslandi og tryggja öllum rétt til náms. Höfundur er kennari og móðir drengs á einhverfurófi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar