Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar 12. nóvember 2024 10:31 Ein afdrifaríkasta breytingin sem ríkisstjórnin gerði á stjórnarráðunum á síðasta kjörtímabili var stofnun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Með því að setja sjónarmið verndar og nýtingar undir sama hatt glataðist ákveðið jafnvægi sem náðist fram með því að tvö ráðuneyti héldu ólíkum sjónarmiðum á lofti varðandi stærstu framkvæmdir. Það var einnig mikil vanvirðing við græna kjósendur að sjá Vinstri græn taka þann þingstyrk sem flokkurinn smalaði til sín og nota hann til að hleypa Sjálfstæðisflokknum inn í umhverfisráðuneytið. Stærsti vandinn við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti á kjörtímabilinu var aftur á móti hvernig það var frá upphafi notað til að afvegaleiða umræðuna um þær stóru áskoranir sem því var ætlað að leysa. Mýtan um orkuskortinn Skoðum þetta betur. Eitt fyrsta verkefni nýs ráðherra var að skipa starfshóp til að hrista fram úr erminni úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum. Þar voru dregnar upp nokkrar sviðsmyndir en strax við kynningu skýrslunnar var tónninn sleginn, því formaður starfshópsins talaði eins og ítrasta sviðsmyndin væri það sem stefna þyrfti að. Þar var kallað eftir ríflega tvöföldun á raforkuframleiðslu í því landi sem framleiðir langmest miðað við höfðatölu, aukning sem hefði jafngilt um fimm Kárahnjúkavirkjunum á 18 ára tímabili. Síðan þá hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra talað eins og þessi ítrasta krafa orkubransans væri grunnpunkturinn fyrir alla framtíðarsýn. Til að breiða yfir metnaðarleysi í loftslagsmálum hefur ráðherrann síðan ítrekað talað um meintan orkuskort sem ástæðu fyrir aðgerðaleysi á loftslagssviðinu. Þar er horft framhjá því að flest það sem hægt væri að gera til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 rúmast vel innan núverandi raforkukerfis. Það vantar skýra forgangsröðun orkunnar í þágu loftslagsaðgerða. Og það sem ríkisstjórnina hefur umfram allt skort: Það vantar skýra stefnu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Áður en ríkisstjórnin getur farið að tala eins og meintur orkuskortur standi í vegi fyrir árangri í loftslagsmálum, þá þarf hún í það minnsta að leggja spilin á borðið með það hverju eigi að ná fram. Orkan rati í orkuskipti – ekki til mengandi iðnaðar Árangur í loftslagsmálum hefur látið á sér standa í tíð fráfarandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir að vera eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna. Það hefur hins vegar tafið hann enn frekar að forysta ríkisstjórnarinnar spilar eftir úreltu handriti, syngur einhverja baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar, frekar en að horfa á öll þau gríðarlegu tækifæri sem Ísland býr yfir til að byggja upp grænt samfélag til framtíðar. Í stefnu Pírata er lagt til að gera raunhæfa áætlun um orkuþörf til framtíðar, sem felur í sér að einblína ekki bara á orkuspár sem eru skrifaðar af sjónarhóli framleiðenda. Á sama tíma og fráfarandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir undanþágum frá reglum um losunarheimildir og orkunýtni, þá sjáum við Píratar tækifæri í því að draga úr vægi mengandi stóriðju í raforkukerfinu. Fyrst og fremst þarf hins vegar að tryggja að ef niðurstaðan verði sú að þörf sé á meiri orku, þá rati sú orka til orkuskipta og til uppbyggingar grænnar nýsköpunar – en í núverandi kerfi eru engir slíkir varnaglar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Orkumál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ein afdrifaríkasta breytingin sem ríkisstjórnin gerði á stjórnarráðunum á síðasta kjörtímabili var stofnun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Með því að setja sjónarmið verndar og nýtingar undir sama hatt glataðist ákveðið jafnvægi sem náðist fram með því að tvö ráðuneyti héldu ólíkum sjónarmiðum á lofti varðandi stærstu framkvæmdir. Það var einnig mikil vanvirðing við græna kjósendur að sjá Vinstri græn taka þann þingstyrk sem flokkurinn smalaði til sín og nota hann til að hleypa Sjálfstæðisflokknum inn í umhverfisráðuneytið. Stærsti vandinn við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti á kjörtímabilinu var aftur á móti hvernig það var frá upphafi notað til að afvegaleiða umræðuna um þær stóru áskoranir sem því var ætlað að leysa. Mýtan um orkuskortinn Skoðum þetta betur. Eitt fyrsta verkefni nýs ráðherra var að skipa starfshóp til að hrista fram úr erminni úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum. Þar voru dregnar upp nokkrar sviðsmyndir en strax við kynningu skýrslunnar var tónninn sleginn, því formaður starfshópsins talaði eins og ítrasta sviðsmyndin væri það sem stefna þyrfti að. Þar var kallað eftir ríflega tvöföldun á raforkuframleiðslu í því landi sem framleiðir langmest miðað við höfðatölu, aukning sem hefði jafngilt um fimm Kárahnjúkavirkjunum á 18 ára tímabili. Síðan þá hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra talað eins og þessi ítrasta krafa orkubransans væri grunnpunkturinn fyrir alla framtíðarsýn. Til að breiða yfir metnaðarleysi í loftslagsmálum hefur ráðherrann síðan ítrekað talað um meintan orkuskort sem ástæðu fyrir aðgerðaleysi á loftslagssviðinu. Þar er horft framhjá því að flest það sem hægt væri að gera til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 rúmast vel innan núverandi raforkukerfis. Það vantar skýra forgangsröðun orkunnar í þágu loftslagsaðgerða. Og það sem ríkisstjórnina hefur umfram allt skort: Það vantar skýra stefnu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Áður en ríkisstjórnin getur farið að tala eins og meintur orkuskortur standi í vegi fyrir árangri í loftslagsmálum, þá þarf hún í það minnsta að leggja spilin á borðið með það hverju eigi að ná fram. Orkan rati í orkuskipti – ekki til mengandi iðnaðar Árangur í loftslagsmálum hefur látið á sér standa í tíð fráfarandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir að vera eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna. Það hefur hins vegar tafið hann enn frekar að forysta ríkisstjórnarinnar spilar eftir úreltu handriti, syngur einhverja baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar, frekar en að horfa á öll þau gríðarlegu tækifæri sem Ísland býr yfir til að byggja upp grænt samfélag til framtíðar. Í stefnu Pírata er lagt til að gera raunhæfa áætlun um orkuþörf til framtíðar, sem felur í sér að einblína ekki bara á orkuspár sem eru skrifaðar af sjónarhóli framleiðenda. Á sama tíma og fráfarandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir undanþágum frá reglum um losunarheimildir og orkunýtni, þá sjáum við Píratar tækifæri í því að draga úr vægi mengandi stóriðju í raforkukerfinu. Fyrst og fremst þarf hins vegar að tryggja að ef niðurstaðan verði sú að þörf sé á meiri orku, þá rati sú orka til orkuskipta og til uppbyggingar grænnar nýsköpunar – en í núverandi kerfi eru engir slíkir varnaglar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar