Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 12. nóvember 2024 15:17 Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að kveða niður vexti og verðbólgu og endurheimta traust til hagstjórnarinnar á Íslandi. Lykillinn að því er að við náum styrkri stjórn á fjármálum ríkisins og komum húsnæðismarkaðnum í fastari skorður. Um þetta snýst plan Samfylkingarinnar. Í fyrsta lagi ætlum við að breyta lögum um opinber fjármál og taka upp stöðugleikareglu um jafnvægi tekna og rekstrarútgjalda með tilliti til hagsveiflunnar. Þannig tryggjum við aukna festu og drögum úr freistnivanda stjórnmálanna við meðferð opinbers fjár. Í öðru lagi ætlum við að taka til í ríkisrekstrinum, draga úr sóun í opinberum framkvæmdum, minnka skriffinnsku og efla stafræna innviði. Að sama skapi þarf að styrkja tekjustofna ríkisins með sanngjörnum auðlindagjöldum og auknu jafnræði í skattheimtu. Við erum ósammála þeim stjórnmálaflokkum sem vilja að ríkasta 1 prósentið á Íslandi greiði miklu lægra skatthlutfall en millistéttin. Í þriðja lagi verðum við að vinna hratt á því stórkostlega ójafnvægi sem hefur skapast milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði. Samfylkingin boðar bráðaaðgerðir til að ýta undir að íbúðir nýtist til búsetu frekar en skammtímaleigu til ferðamanna og liðka fyrir uppbyggingu færanlegra einingarhúsa og breytingu vannýtts atvinnuhúsnæðis í vandaðar íbúðir. Með þessu er hægt að auka íbúðaframboð talsvert meira á næstu tveimur árum en áætlanir stjórnvalda gera ráð fyrir. Þannig temprum við fasteigna- og leiguverð. Til lengri tíma þarf fleira að koma til svo húsnæðismarkaðurinn færist í betra horf. Þar boðar Samfylkingin nýja nálgun í skipulagsmálum, aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga við uppbyggingu innviða í nýjum íbúðahverfum, aukinn stuðning við leigjendur og óhagnaðardrifin íbúðafélög og skilvirkara fyrirkomulag lána til fyrstu kaupenda. Skattbyrði vinnandi fólks hefur þyngst verulega síðustu tíu árin. Verðbólga hefur verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið og nú eru stýrivextir með því hæsta á byggðu bóli. Flokkurinn sem hefur staðið fyrir þessari þróun rekur nú kosningabaráttu sem snýst um lítið annað en að afbaka og fara með ósannindi um plan Samfylkingar. Ég er ekki viss um að það sé til árangurs fallið. Samfylking ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk þrátt fyrir lygaflaum um annað. Og nei, heldur ekki smiði, hárgreiðslufólk og pípara eins og hefur verið ranglega haldið fram. Fólkið í landinu getur treyst Samfylkingu og Kristrúnu Frostadóttur til að passa upp á þetta. Framkvæmdaplan Samfylkingar mun skila okkur traustari hagstjórn, lægri vöxtum og heilbrigðari húsnæðismarkaði. Þannig lögum við heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að kveða niður vexti og verðbólgu og endurheimta traust til hagstjórnarinnar á Íslandi. Lykillinn að því er að við náum styrkri stjórn á fjármálum ríkisins og komum húsnæðismarkaðnum í fastari skorður. Um þetta snýst plan Samfylkingarinnar. Í fyrsta lagi ætlum við að breyta lögum um opinber fjármál og taka upp stöðugleikareglu um jafnvægi tekna og rekstrarútgjalda með tilliti til hagsveiflunnar. Þannig tryggjum við aukna festu og drögum úr freistnivanda stjórnmálanna við meðferð opinbers fjár. Í öðru lagi ætlum við að taka til í ríkisrekstrinum, draga úr sóun í opinberum framkvæmdum, minnka skriffinnsku og efla stafræna innviði. Að sama skapi þarf að styrkja tekjustofna ríkisins með sanngjörnum auðlindagjöldum og auknu jafnræði í skattheimtu. Við erum ósammála þeim stjórnmálaflokkum sem vilja að ríkasta 1 prósentið á Íslandi greiði miklu lægra skatthlutfall en millistéttin. Í þriðja lagi verðum við að vinna hratt á því stórkostlega ójafnvægi sem hefur skapast milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði. Samfylkingin boðar bráðaaðgerðir til að ýta undir að íbúðir nýtist til búsetu frekar en skammtímaleigu til ferðamanna og liðka fyrir uppbyggingu færanlegra einingarhúsa og breytingu vannýtts atvinnuhúsnæðis í vandaðar íbúðir. Með þessu er hægt að auka íbúðaframboð talsvert meira á næstu tveimur árum en áætlanir stjórnvalda gera ráð fyrir. Þannig temprum við fasteigna- og leiguverð. Til lengri tíma þarf fleira að koma til svo húsnæðismarkaðurinn færist í betra horf. Þar boðar Samfylkingin nýja nálgun í skipulagsmálum, aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga við uppbyggingu innviða í nýjum íbúðahverfum, aukinn stuðning við leigjendur og óhagnaðardrifin íbúðafélög og skilvirkara fyrirkomulag lána til fyrstu kaupenda. Skattbyrði vinnandi fólks hefur þyngst verulega síðustu tíu árin. Verðbólga hefur verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið og nú eru stýrivextir með því hæsta á byggðu bóli. Flokkurinn sem hefur staðið fyrir þessari þróun rekur nú kosningabaráttu sem snýst um lítið annað en að afbaka og fara með ósannindi um plan Samfylkingar. Ég er ekki viss um að það sé til árangurs fallið. Samfylking ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk þrátt fyrir lygaflaum um annað. Og nei, heldur ekki smiði, hárgreiðslufólk og pípara eins og hefur verið ranglega haldið fram. Fólkið í landinu getur treyst Samfylkingu og Kristrúnu Frostadóttur til að passa upp á þetta. Framkvæmdaplan Samfylkingar mun skila okkur traustari hagstjórn, lægri vöxtum og heilbrigðari húsnæðismarkaði. Þannig lögum við heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun