Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar 12. nóvember 2024 17:16 Útgjöld hins opinbera hafa vaxið mikið undanfarin ár. Á þetta við um nánast öll málefnasvið. Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029 (1831.pdf) Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029. Þrátt fyrir þetta hefur umræða síðustu ára einkennst af því að þjónusta hins opinbera fari versnandi og standist ekki samanburð við nágrannalöndin. Er því ljóst að aukning útgjalda hefur ekki endilega í för með sér bætta þjónustu, heldur þarf að tryggja að opinbert fjármagn sé nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Sívaxandi aukning útgjalda getur ekki verið markmið í sjálfu sér. Fjármagn hins opinbera er takmarkað og mikilvægt er að stjórnvöld veiti fjármuni til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið. En hvernig er hægt að tryggja að fjármunir séu nýttir á sem hagkvæmastan hátt? Kerfisbundin greining á útgjöldum hins opinbera gerir stjórnvöldum kleift að taka betri ákvarðanir um nýtingu fjármagns. Aðferðafræði OECD við útgjaldagreiningar Útgjaldagreiningar – e. spending reviews – eru kerfisbundnar greiningar á útgjöldum til málefnasviða og málaflokka með það að markmiði að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni í útgjöldum hins opinbera[1]. Ísland hefur boðað innleiðingu á slíkum greiningum en verklagið hefur ekki náð flugi hérlendis, líkt og nýlega var bent á í umsögn sem Samtök atvinnulífsins birtu um fjárlagafrumvarp 2025[2]. Tilgangur þeirra er að greina leiðir til að ná árangri með sem minnstum tilkostnaði: að gera stjórnvöldum kleift að hagræða í ríkisrekstri, skapa svigrúm fyrir bætta þjónustu og aukin útgjöld til grunninnviða, og að forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Tilgangur þessara útgjaldagreininga er ekki að skera niður grunnþjónustu eða ráðast í niðurskurð sem kemur sér illa fyrir samfélagið. Þvert á móti er tilgangurinn sá að skoða hvar fjármagn nýtist ekki sem skyldi fyrir samfélagið og skapa þannig svigrúm fyrir aukin útgjöld til málefnasviða og málaflokka sem mynda grunnstoðir samfélagsins. Nú þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum á næstu mánuðum er sérlega mikilvægt að hugað sé að bættri nýtingu fjármuna og auknum aga í fjármálum hins opinbera. Raunin er sú að það er ekki mikið svigrúm fyrir frekari skattahækkanir hjá þeirri ríkisstjórn sem mun taka við völdum, og auðveldara er að hafa stjórn á útgjaldahliðinni en á tekjuhlið ríkisfjármála. Eitt af lykilverkefnum nýrrar ríkisstjórnar verður því að lækka útgjöld á skynsaman hátt í gegnum markvissar útgjaldagreiningar, stemma stigu við sjálfvirkni útgjalda og skapa svigrúm fyrir útgjöld sem nýtast samfélaginu. Skýr rammi um útgjaldagreiningar auðveldar erfiða ákvarðanatöku Ef hagræðingaraðgerðir í fjármálum hins opinbera eru studdar með skýrum greiningum og góðum gögnum er mun auðveldara að ráðast í slíkar aðgerðir. Ef litið er yfir útgjöld síðustu ár er nokkuð ljóst að það eru víða möguleikar til bættrar nýtingar opinbers fjármagns. Í þessu samhengi er mikilvægt fyrir stjórnvöld að ráðast í markvissar útgjaldagreiningar og á sama tíma stemma stigu við sívaxandi útgjöldum svo að hægt sé að veita fjármuni í þau verkefni sem nýtast best fyrir samfélagið. Í þessu ferli er hægt að hafa nokkrar lykilspurningar í huga: Er þjónustan sem verið er að veita í samræmi við þarfir samfélagsins og er verið að veita hana á sem hagkvæmastan hátt? Ef kveðið er á um þjónustuna, t.a.m. í lögum, hefur markmiðum laganna verið náð eða er hægt að veita fjármunina í aðra þarfari þjónustu? Eru leiðir til að bæta og nútímavæða þjónustuna, m.a. með stafrænni þjónustu? Er hægt að lækka kostnað við starfsemina sem fellur undir málaflokkinn án þess að skerða þjónustu eða að það komi niður á árangri og styrkleika starfseminnar til framtíðar? Er hægt að útskýra inntak og samband árangurs og mælikvarða, eða er þörf á skýrari mælikvörðum og markmiðum fyrir þá þjónustu sem veitt er? Ef við sem samfélag værum að byrja á núllpunkti, myndum við veita fjármuni á sama hátt og gert er í dag, eða er raunin sú að fjölmörg arfleifðarvandamál eru á fjárlögum hvers árs? Eru það þarfir samfélagsins sem stýra skiptingu fjármagns eða ákvarðanir sem teknar voru þegar þarfir samfélagsins voru aðrar? Sér hver og einn ráðherra til þess að fjármagn sé veitt til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið? Með bættri nýtingu fjármuna er hægt að stefna að farsælla samfélagi, þar sem þarfir skattgreiðanda eru hafðar að leiðarljósi. Höfundur er hagfræðingur hjá OECD. [1] Spending reviews | OECD [2] ZwPtLoF3NbkBW-oE_UmsögnSAumfjárlagafrumvarp2025.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Útgjöld hins opinbera hafa vaxið mikið undanfarin ár. Á þetta við um nánast öll málefnasvið. Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029 (1831.pdf) Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029. Þrátt fyrir þetta hefur umræða síðustu ára einkennst af því að þjónusta hins opinbera fari versnandi og standist ekki samanburð við nágrannalöndin. Er því ljóst að aukning útgjalda hefur ekki endilega í för með sér bætta þjónustu, heldur þarf að tryggja að opinbert fjármagn sé nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Sívaxandi aukning útgjalda getur ekki verið markmið í sjálfu sér. Fjármagn hins opinbera er takmarkað og mikilvægt er að stjórnvöld veiti fjármuni til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið. En hvernig er hægt að tryggja að fjármunir séu nýttir á sem hagkvæmastan hátt? Kerfisbundin greining á útgjöldum hins opinbera gerir stjórnvöldum kleift að taka betri ákvarðanir um nýtingu fjármagns. Aðferðafræði OECD við útgjaldagreiningar Útgjaldagreiningar – e. spending reviews – eru kerfisbundnar greiningar á útgjöldum til málefnasviða og málaflokka með það að markmiði að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni í útgjöldum hins opinbera[1]. Ísland hefur boðað innleiðingu á slíkum greiningum en verklagið hefur ekki náð flugi hérlendis, líkt og nýlega var bent á í umsögn sem Samtök atvinnulífsins birtu um fjárlagafrumvarp 2025[2]. Tilgangur þeirra er að greina leiðir til að ná árangri með sem minnstum tilkostnaði: að gera stjórnvöldum kleift að hagræða í ríkisrekstri, skapa svigrúm fyrir bætta þjónustu og aukin útgjöld til grunninnviða, og að forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Tilgangur þessara útgjaldagreininga er ekki að skera niður grunnþjónustu eða ráðast í niðurskurð sem kemur sér illa fyrir samfélagið. Þvert á móti er tilgangurinn sá að skoða hvar fjármagn nýtist ekki sem skyldi fyrir samfélagið og skapa þannig svigrúm fyrir aukin útgjöld til málefnasviða og málaflokka sem mynda grunnstoðir samfélagsins. Nú þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum á næstu mánuðum er sérlega mikilvægt að hugað sé að bættri nýtingu fjármuna og auknum aga í fjármálum hins opinbera. Raunin er sú að það er ekki mikið svigrúm fyrir frekari skattahækkanir hjá þeirri ríkisstjórn sem mun taka við völdum, og auðveldara er að hafa stjórn á útgjaldahliðinni en á tekjuhlið ríkisfjármála. Eitt af lykilverkefnum nýrrar ríkisstjórnar verður því að lækka útgjöld á skynsaman hátt í gegnum markvissar útgjaldagreiningar, stemma stigu við sjálfvirkni útgjalda og skapa svigrúm fyrir útgjöld sem nýtast samfélaginu. Skýr rammi um útgjaldagreiningar auðveldar erfiða ákvarðanatöku Ef hagræðingaraðgerðir í fjármálum hins opinbera eru studdar með skýrum greiningum og góðum gögnum er mun auðveldara að ráðast í slíkar aðgerðir. Ef litið er yfir útgjöld síðustu ár er nokkuð ljóst að það eru víða möguleikar til bættrar nýtingar opinbers fjármagns. Í þessu samhengi er mikilvægt fyrir stjórnvöld að ráðast í markvissar útgjaldagreiningar og á sama tíma stemma stigu við sívaxandi útgjöldum svo að hægt sé að veita fjármuni í þau verkefni sem nýtast best fyrir samfélagið. Í þessu ferli er hægt að hafa nokkrar lykilspurningar í huga: Er þjónustan sem verið er að veita í samræmi við þarfir samfélagsins og er verið að veita hana á sem hagkvæmastan hátt? Ef kveðið er á um þjónustuna, t.a.m. í lögum, hefur markmiðum laganna verið náð eða er hægt að veita fjármunina í aðra þarfari þjónustu? Eru leiðir til að bæta og nútímavæða þjónustuna, m.a. með stafrænni þjónustu? Er hægt að lækka kostnað við starfsemina sem fellur undir málaflokkinn án þess að skerða þjónustu eða að það komi niður á árangri og styrkleika starfseminnar til framtíðar? Er hægt að útskýra inntak og samband árangurs og mælikvarða, eða er þörf á skýrari mælikvörðum og markmiðum fyrir þá þjónustu sem veitt er? Ef við sem samfélag værum að byrja á núllpunkti, myndum við veita fjármuni á sama hátt og gert er í dag, eða er raunin sú að fjölmörg arfleifðarvandamál eru á fjárlögum hvers árs? Eru það þarfir samfélagsins sem stýra skiptingu fjármagns eða ákvarðanir sem teknar voru þegar þarfir samfélagsins voru aðrar? Sér hver og einn ráðherra til þess að fjármagn sé veitt til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið? Með bættri nýtingu fjármuna er hægt að stefna að farsælla samfélagi, þar sem þarfir skattgreiðanda eru hafðar að leiðarljósi. Höfundur er hagfræðingur hjá OECD. [1] Spending reviews | OECD [2] ZwPtLoF3NbkBW-oE_UmsögnSAumfjárlagafrumvarp2025.pdf
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun