Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Lovísa Arnardóttir skrifar 13. nóvember 2024 09:05 Félögin sem Quang á eða átti eru átta talsins og eru ýmist fasteignafélög, félög utan um rekstur veitingastaða og annað. Vísir Quang Le eða Davíð Viðarsson hefur nú breytt nafni sínu enn á ný, nú frá því að heita Davíð Viðarsson yfir í það að heita aftur Quang Le eða Quang Ngoc Le fullu nafni. Það sést í þjóðskrá og í fyrirtækjaskrá þegar fyrirtæki í hans eigu eru leituð uppi. Ítarlega var fjallað um fyrri nafnbreytingu Quang Le á Vísi fyrr á árinu og tengsl hans við alnafna sinn Davíð Viðarsson. Þar er íslenskur karlmaður sem hefur verið skráður faðir tveggja barna Quang Le í hálfan annan áratug gegn vilja sínum. Hann sagðist brenndur af samskiptum sínum við Quang Le. Meginreglan að aðeins megi breyta einu sinni Í lögum um mannanöfn er fjallað um nafnbreytingar og ýmis skilyrði sem fylgja þeim. Þar segir að meginreglan sé að nafnbreytingar skuli einungis heimilaðar einu sinni „nema sérstaklega standi á“. Nánar er fjallað um nafnbreytingar hér í 6. kafla laganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu taldi þjóðskrá tilefni til að heimila nafnabreytingu í annað skipti með vísan til sérstakra aðstæðna. Quang Le var, eins og ítarlega hefur verið fjallað um, stórtækur veitinga- og athafnamaður áður en lögregla réðst í umfangsmiklar aðgerðir í fyrirtækjum hans og handtók hann. Hann er grunaður um hin ýmsu brot, þar á meðal mansal. Fjölmörg félög í þrot Quang Le, eiginkona hans og bróðir, sættu sjö vikna einangrun í gæsluvarðhaldi frá handtöku þann 5. mars síðastliðinn. Alls 15 vikur í gæsluvarðhaldi. Lögmaður hans er Sveinn Andri Sveinsson. Hann sagði í viðtali við fréttastofu í haust að hann hafi verið grátt leikinn af langri einangrun. Sjá einnig: Enn eitt félag Quangs gjaldþrota Quang Le rak nokkur félög sem flest hafa farið í þrot. Þar á meðal má nefna Vy þrif, Wok On og Vietnam restaurant. Félögin sem Quang á eða átti eru átta talsins og eru ýmist fasteignafélög, félög utan um rekstur veitingastaða og annað. Þetta eru Vy-þrif, Vietnam Restaurant, Vietnam Market, NQ Fasteignir, EA17 ehf., Vietnamese Cuisine, Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf. en síðustu tvö félögin á hann í gegnum NQ Fasteignir. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Gjaldþrot Mannanöfn Tengdar fréttir Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. 27. september 2024 12:39 Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19 Vy-þrif tekið til gjaldþrotaskipta Hreingerningarfyrirtækið Vy-þrif, sem er í eigu Quang Le, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 3. september 2024 17:54 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Ítarlega var fjallað um fyrri nafnbreytingu Quang Le á Vísi fyrr á árinu og tengsl hans við alnafna sinn Davíð Viðarsson. Þar er íslenskur karlmaður sem hefur verið skráður faðir tveggja barna Quang Le í hálfan annan áratug gegn vilja sínum. Hann sagðist brenndur af samskiptum sínum við Quang Le. Meginreglan að aðeins megi breyta einu sinni Í lögum um mannanöfn er fjallað um nafnbreytingar og ýmis skilyrði sem fylgja þeim. Þar segir að meginreglan sé að nafnbreytingar skuli einungis heimilaðar einu sinni „nema sérstaklega standi á“. Nánar er fjallað um nafnbreytingar hér í 6. kafla laganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu taldi þjóðskrá tilefni til að heimila nafnabreytingu í annað skipti með vísan til sérstakra aðstæðna. Quang Le var, eins og ítarlega hefur verið fjallað um, stórtækur veitinga- og athafnamaður áður en lögregla réðst í umfangsmiklar aðgerðir í fyrirtækjum hans og handtók hann. Hann er grunaður um hin ýmsu brot, þar á meðal mansal. Fjölmörg félög í þrot Quang Le, eiginkona hans og bróðir, sættu sjö vikna einangrun í gæsluvarðhaldi frá handtöku þann 5. mars síðastliðinn. Alls 15 vikur í gæsluvarðhaldi. Lögmaður hans er Sveinn Andri Sveinsson. Hann sagði í viðtali við fréttastofu í haust að hann hafi verið grátt leikinn af langri einangrun. Sjá einnig: Enn eitt félag Quangs gjaldþrota Quang Le rak nokkur félög sem flest hafa farið í þrot. Þar á meðal má nefna Vy þrif, Wok On og Vietnam restaurant. Félögin sem Quang á eða átti eru átta talsins og eru ýmist fasteignafélög, félög utan um rekstur veitingastaða og annað. Þetta eru Vy-þrif, Vietnam Restaurant, Vietnam Market, NQ Fasteignir, EA17 ehf., Vietnamese Cuisine, Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf. en síðustu tvö félögin á hann í gegnum NQ Fasteignir.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Gjaldþrot Mannanöfn Tengdar fréttir Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. 27. september 2024 12:39 Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19 Vy-þrif tekið til gjaldþrotaskipta Hreingerningarfyrirtækið Vy-þrif, sem er í eigu Quang Le, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 3. september 2024 17:54 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. 27. september 2024 12:39
Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19
Vy-þrif tekið til gjaldþrotaskipta Hreingerningarfyrirtækið Vy-þrif, sem er í eigu Quang Le, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 3. september 2024 17:54