Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar 13. nóvember 2024 14:46 Stundum finnst mér eins og við eigum á hættu að gleyma því hvað frelsið er verðmætt. Við erum nefnilega mjög rík af frelsi hér á landi. Við höfum frelsi til að velja okkur nám nokkurn veginn óháð efnahag. Við höfum frelsi til að stofna fjölskyldu með nærri hverjum sem okkur sýnist. Við höfum frelsi til að fara út í náttúruna og njóta hennar. Við höfum frelsi til að segja það sem okkur sýnist, til að hugsa það sem okkur sýnist og vera eins og við viljum. Þetta eru þau sjálfsögðu mannréttindi sem við búum við í dag. Þetta frelsi er ekki sjálfsagt og hættan er sú að við gleymum því hversu dýru verði það hefur verið keypt. Það er nefnilega ekkert svo langt síðan það var ekkert tjáningarfrelsi, engin friðhelgi einkalífs, ekkert frelsi til að velja sér nám og aðeins eitt fjölskylduform samþykkt. Það er heldur ekki svo langt síðan við vorum nýlenda undir Danakonungi og við höfðum ekki einu sinni frelsi til að stofna okkar eigin fyrirtæki. Það sem mér finnst að þurfi að minna á er að frelsi og lýðræði eru samofin hugtök. Ef við hefðum ekki komið á lýðræði hefðum við aldrei geta tryggt þetta frelsi. Og ef við hefðum ekki frelsið sem við höfum í dag gætum við ekki viðhaldið lýðræðinu. Þegar það gleymist hversu verðmætt frelsið er (og það hefur gleymst áður) þá á það til að gerast að við förum að taka mjög skrýtnar ákvarðanir um hvernig við stjórnum heiminum okkar. Þetta gerðist einu sinni á síðustu öld þar sem stór hluti Evrópu ákvað að velja sér fólk sem var beinlínis gegn frelsi og gegn lýðræði til að taka við valdataumunum, og úr varð blóðugasta styrjöld sögunnar. Það sem réði því að þetta fólk komst til valda voru ekki síst tilfinningar eins og reiði, ótti og vanmáttartilfinning. Þetta er eitthvað sem við sáum alls staðar þar sem fólk kaus fasista til valda. Og ég verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur af þessu að nú sé svipuð staða uppi. Ekki bara í Bandaríkjunum eins og sumir gætu haldið - Þar er augljóslega búið að kjósa mann sem er á móti frelsi og á móti lýðræði og lýsir því beinlínis yfir þeim einræðistilburðum sem hann hefur. Ég hef líka áhyggjur af þessu á Íslandi. Það hafa orðið hraðar sviptingar í stjórnmálunum hjá okkur undanfarna mánuði og mér finnst eins og þær hugmyndir að minnka frelsi, skerða réttindi og færa völd frá borgurum séu farnar að ná meiri hljómgrunn. Það er komin ákveðin stjörnumerking á það frelsi sem við höfum og fólk er almennt tilbúið að samþykkja að gengið sé miklu lengra inn á réttindi samborgaranna en lög leyfa. Ég hef áhyggjur af tíðarandanum og ég vona að við séum ekki komin á sömu braut og grannríki okkar vestanhafs. Ég vona að eftir næstu kosningar stöndum við uppi með flokka í ríkisstjórn sem ætla ekki að kasta þessum grunngildum frelsis og lýðræðis á glæ. Eina leiðin til þess held ég að sé að kjósa flokka sem leggja áherslu á þessi gildi. Lýðræði, frelsi, mannréttindi. Ef ykkur líður eins og mér líður þá legg ég til að við leggjum við hlustir þegar flokkarnir kynna stefnumál sín nú í aðdraganda kosninga. Þeim flokkum sem eru tilbúnir að fórna þessum grunngildum ætti ekki að treysta fyrir stjórn landsins. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stundum finnst mér eins og við eigum á hættu að gleyma því hvað frelsið er verðmætt. Við erum nefnilega mjög rík af frelsi hér á landi. Við höfum frelsi til að velja okkur nám nokkurn veginn óháð efnahag. Við höfum frelsi til að stofna fjölskyldu með nærri hverjum sem okkur sýnist. Við höfum frelsi til að fara út í náttúruna og njóta hennar. Við höfum frelsi til að segja það sem okkur sýnist, til að hugsa það sem okkur sýnist og vera eins og við viljum. Þetta eru þau sjálfsögðu mannréttindi sem við búum við í dag. Þetta frelsi er ekki sjálfsagt og hættan er sú að við gleymum því hversu dýru verði það hefur verið keypt. Það er nefnilega ekkert svo langt síðan það var ekkert tjáningarfrelsi, engin friðhelgi einkalífs, ekkert frelsi til að velja sér nám og aðeins eitt fjölskylduform samþykkt. Það er heldur ekki svo langt síðan við vorum nýlenda undir Danakonungi og við höfðum ekki einu sinni frelsi til að stofna okkar eigin fyrirtæki. Það sem mér finnst að þurfi að minna á er að frelsi og lýðræði eru samofin hugtök. Ef við hefðum ekki komið á lýðræði hefðum við aldrei geta tryggt þetta frelsi. Og ef við hefðum ekki frelsið sem við höfum í dag gætum við ekki viðhaldið lýðræðinu. Þegar það gleymist hversu verðmætt frelsið er (og það hefur gleymst áður) þá á það til að gerast að við förum að taka mjög skrýtnar ákvarðanir um hvernig við stjórnum heiminum okkar. Þetta gerðist einu sinni á síðustu öld þar sem stór hluti Evrópu ákvað að velja sér fólk sem var beinlínis gegn frelsi og gegn lýðræði til að taka við valdataumunum, og úr varð blóðugasta styrjöld sögunnar. Það sem réði því að þetta fólk komst til valda voru ekki síst tilfinningar eins og reiði, ótti og vanmáttartilfinning. Þetta er eitthvað sem við sáum alls staðar þar sem fólk kaus fasista til valda. Og ég verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur af þessu að nú sé svipuð staða uppi. Ekki bara í Bandaríkjunum eins og sumir gætu haldið - Þar er augljóslega búið að kjósa mann sem er á móti frelsi og á móti lýðræði og lýsir því beinlínis yfir þeim einræðistilburðum sem hann hefur. Ég hef líka áhyggjur af þessu á Íslandi. Það hafa orðið hraðar sviptingar í stjórnmálunum hjá okkur undanfarna mánuði og mér finnst eins og þær hugmyndir að minnka frelsi, skerða réttindi og færa völd frá borgurum séu farnar að ná meiri hljómgrunn. Það er komin ákveðin stjörnumerking á það frelsi sem við höfum og fólk er almennt tilbúið að samþykkja að gengið sé miklu lengra inn á réttindi samborgaranna en lög leyfa. Ég hef áhyggjur af tíðarandanum og ég vona að við séum ekki komin á sömu braut og grannríki okkar vestanhafs. Ég vona að eftir næstu kosningar stöndum við uppi með flokka í ríkisstjórn sem ætla ekki að kasta þessum grunngildum frelsis og lýðræðis á glæ. Eina leiðin til þess held ég að sé að kjósa flokka sem leggja áherslu á þessi gildi. Lýðræði, frelsi, mannréttindi. Ef ykkur líður eins og mér líður þá legg ég til að við leggjum við hlustir þegar flokkarnir kynna stefnumál sín nú í aðdraganda kosninga. Þeim flokkum sem eru tilbúnir að fórna þessum grunngildum ætti ekki að treysta fyrir stjórn landsins. Höfundur er lögfræðingur.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun