Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 12:06 Hákon Óli Sigurðsson tók þessar myndir eftir fyrri skriðuna í Eyrarhlíð sem féll um klukkan 15 í gær. Hákon Óli Sigurðsson Búið er að opna aftur vegi sem lokað var á norðanverðum Vestfjörðum í gær vegna aurskriða sem féllu, þrátt fyrir miklar skemmdir, og eins hefur Bíldudalsvegur verið opnaður að nýju. Óvissustig er enn í gildi og viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu. Búast má við úrkomu í kvöld og vegalokunum vegna þess. Ekki hefur rignt á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær en von er aftur á úrkomu í kvöld. Lögregla fundaði með ofanflóðaeftirliti Veðurstofunnar, Vegagerðinni og Almannavörnum klukkan ellefu og verður fundað reglulega til að fara yfir stöðuna. „Við þurfum að huga að ráðstöfunum eins og lokunum aftur og það má alveg búast við að það þurfi að loka Eyrarhlíðinni aftur í kvöld, nótt og meta aðstæður aftur í fyrramálið. En það verður sent nánar út á heimasíðu og Facebook-síðu lögreglunnar,“ segir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, og hvetur fólk til að fylgjast vel með tilkynningum frá lögreglu. Íbúar ofan við Hjallaveg á Ísafirði voru í gærkvöldi hvattir til að dvelja ekki í herbergjum sem snúa að Eyrarfjalli. Lögreglan var gagnrýnd í umræðum á Facebook fyrir að rýma ekki húsin. „Ofanflóðaeftirlit hefur ekki áhyggjur af því að þessi hús verði fyrir aurskriðum. Það eru skurðir og varnarmannvirki fyrir ofan en þetta er öryggisráðstöfun ef það skyldi koma aurflóð niður á skurði og garða, að það frussist ekki grjót á hús, sem eru efst í hlíðinni.“ Hægt er að neyta vatns úr krönum að nýju á Flateyri en tankbíll hefur verið að dæla inn á kerfið. Kraftur er þó lítill og íbúar beðnir að fara sparlega með vatnið. Fram kemur í tilkynningu á vef Ísafjarðarbæjar að aðstæður til að komast að vatnsbólinu séu slæmar en stefnt sé að því að komast þangað með mannskap eftir hádegi. Vatnsból á öllu svæðinu hafa verið drullug vegna leysinganna. „Við sáum að þetta skánaði frekar hratt í gær og í gærkvöldi var þetta orðið nokkuð gott. Mitt fólk var við eftirlit og að hreinsa síur og passa að vatnsveitan væri í lagi seint fram á kvöld og byrjaði snemma í morgun til að undirbúa daginn. Við vorum orðin nokkuð ánægð með stöðun á vatninu, það er fín staða. Það virkar allt eðlilega,“ segir Jón Páll Hreinson bæjarstjóri í Bolungarvík. Fara á að rigna aftur á morgun og segir Jón Páll að vatnsveitan verði áfram vöktuð. „Það ekki skemmtilegt að geta ekki treyst vatninu sem kemur úr krananum. Það er svolítið íslenskt að treysta vatninu sínu og það er leiðinlegt þegar það gerist ekki. Það eru einhverjar skrítnar tilfinningar sem fylgja því.“ Bolungarvík Ísafjarðarbær Færð á vegum Lögreglumál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Ekki hefur rignt á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær en von er aftur á úrkomu í kvöld. Lögregla fundaði með ofanflóðaeftirliti Veðurstofunnar, Vegagerðinni og Almannavörnum klukkan ellefu og verður fundað reglulega til að fara yfir stöðuna. „Við þurfum að huga að ráðstöfunum eins og lokunum aftur og það má alveg búast við að það þurfi að loka Eyrarhlíðinni aftur í kvöld, nótt og meta aðstæður aftur í fyrramálið. En það verður sent nánar út á heimasíðu og Facebook-síðu lögreglunnar,“ segir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, og hvetur fólk til að fylgjast vel með tilkynningum frá lögreglu. Íbúar ofan við Hjallaveg á Ísafirði voru í gærkvöldi hvattir til að dvelja ekki í herbergjum sem snúa að Eyrarfjalli. Lögreglan var gagnrýnd í umræðum á Facebook fyrir að rýma ekki húsin. „Ofanflóðaeftirlit hefur ekki áhyggjur af því að þessi hús verði fyrir aurskriðum. Það eru skurðir og varnarmannvirki fyrir ofan en þetta er öryggisráðstöfun ef það skyldi koma aurflóð niður á skurði og garða, að það frussist ekki grjót á hús, sem eru efst í hlíðinni.“ Hægt er að neyta vatns úr krönum að nýju á Flateyri en tankbíll hefur verið að dæla inn á kerfið. Kraftur er þó lítill og íbúar beðnir að fara sparlega með vatnið. Fram kemur í tilkynningu á vef Ísafjarðarbæjar að aðstæður til að komast að vatnsbólinu séu slæmar en stefnt sé að því að komast þangað með mannskap eftir hádegi. Vatnsból á öllu svæðinu hafa verið drullug vegna leysinganna. „Við sáum að þetta skánaði frekar hratt í gær og í gærkvöldi var þetta orðið nokkuð gott. Mitt fólk var við eftirlit og að hreinsa síur og passa að vatnsveitan væri í lagi seint fram á kvöld og byrjaði snemma í morgun til að undirbúa daginn. Við vorum orðin nokkuð ánægð með stöðun á vatninu, það er fín staða. Það virkar allt eðlilega,“ segir Jón Páll Hreinson bæjarstjóri í Bolungarvík. Fara á að rigna aftur á morgun og segir Jón Páll að vatnsveitan verði áfram vöktuð. „Það ekki skemmtilegt að geta ekki treyst vatninu sem kemur úr krananum. Það er svolítið íslenskt að treysta vatninu sínu og það er leiðinlegt þegar það gerist ekki. Það eru einhverjar skrítnar tilfinningar sem fylgja því.“
Bolungarvík Ísafjarðarbær Færð á vegum Lögreglumál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira