Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2024 08:45 Orlof á fullum launum, systkinaforgangur og leikskólapláss frá eins árs, jafnvægi milli vinnu og einkalífs og sjáanleg lækkun höfuðstóls í hverjum mánuði. Nei þetta er ekki útópía. Þetta er líf margra Íslendinga í Danmörku og öðrum nágrannalöndum. Hvenær á svo að flytja heim? Þeir sem eru búsettir erlendis þekkja eflaust spurninguna “jæja, hvenær á svo að flytja heim”? Þó baklandið kalli eru aðstæður barnafjölskyldna á Íslandi ekki nógu góðar í samanburði við þær sem við fjölskyldan njótum í Danmörku. Það var alltaf planið að flytja heim, en þegar betur er að gáð fylgir þessari ákvörðun fórnarkostnaður. Ísland fremst í heimi þegar kemur að jafnréttismálum? Við fjölskyldan nutum þess að ganga að leikskólaplássi að loknu fæðingarorlofi, eitthvað sem foreldrar á Íslandi ganga sannarlega ekki að vísu. Endalausir biðlistar hjá dagforeldrum og leikskólum valda óvissu og streitu fyrir fjölskyldur. Foreldrar standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að ákveða hvort þeirra á að vera lengur frá vinnu. Oftar en ekki er tekjulægri aðilinn lengur heima. Með kynbundnum launamun er það yfirleitt konan sem þannig setur sinn vinnuferil á pásu með tilheyrandi tekjutapi og vítahringurinn heldur áfram. Getum við í alvöru sagt að Ísland sé fremst í heimi þegar kemur að jafnréttismálum? Mönnunarvandi og verkföll Óvissuþættirnir eru margir þegar kemur að leikskólamálum. Mönnunarvandi er daglegt brauð á mörgum leikskólum með tilheyrandi áhrifum á foreldra og vinnuveitendur. Ofan á það hefur nú staðið yfir verkfall í nokkrar vikur sem ekki sér fyrir endann á. Foreldrar þurfa að taka frí eða launalaust leyfi frá vinnu með tilheyrandi tekjutapi og auka álagi. Háar afborganir vegna hækkandi fasteignaverðs og vaxta valda því að margar fjölskyldur eiga erfitt með að ná endum saman. Margir íbúðareigendur þurfa að horfa á mánaðarlegar afborganir gufa upp í vexti og verðbætur og lítið sem ekkert fer inn á höfuðstólinn. X-Hvað? Nú þegar alþingiskosningar eru á næsta leiti verður spennandi að sjá hvaða breytingar stjórnmálaflokkar boða í málefnum barnafjölskyldna. Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Það er mikill fjöldi Íslendinga um allan heim sem veigrar sér við að koma heim vegna óboðlegs ástands og sér ekki hvernig dæmið á að ganga upp. Megið endilega láta mig vita X-hvað ég á að kjósa. Höfundur er tveggja barna móðir, búsett í Kaupmannahöfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Börn og uppeldi Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Orlof á fullum launum, systkinaforgangur og leikskólapláss frá eins árs, jafnvægi milli vinnu og einkalífs og sjáanleg lækkun höfuðstóls í hverjum mánuði. Nei þetta er ekki útópía. Þetta er líf margra Íslendinga í Danmörku og öðrum nágrannalöndum. Hvenær á svo að flytja heim? Þeir sem eru búsettir erlendis þekkja eflaust spurninguna “jæja, hvenær á svo að flytja heim”? Þó baklandið kalli eru aðstæður barnafjölskyldna á Íslandi ekki nógu góðar í samanburði við þær sem við fjölskyldan njótum í Danmörku. Það var alltaf planið að flytja heim, en þegar betur er að gáð fylgir þessari ákvörðun fórnarkostnaður. Ísland fremst í heimi þegar kemur að jafnréttismálum? Við fjölskyldan nutum þess að ganga að leikskólaplássi að loknu fæðingarorlofi, eitthvað sem foreldrar á Íslandi ganga sannarlega ekki að vísu. Endalausir biðlistar hjá dagforeldrum og leikskólum valda óvissu og streitu fyrir fjölskyldur. Foreldrar standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að ákveða hvort þeirra á að vera lengur frá vinnu. Oftar en ekki er tekjulægri aðilinn lengur heima. Með kynbundnum launamun er það yfirleitt konan sem þannig setur sinn vinnuferil á pásu með tilheyrandi tekjutapi og vítahringurinn heldur áfram. Getum við í alvöru sagt að Ísland sé fremst í heimi þegar kemur að jafnréttismálum? Mönnunarvandi og verkföll Óvissuþættirnir eru margir þegar kemur að leikskólamálum. Mönnunarvandi er daglegt brauð á mörgum leikskólum með tilheyrandi áhrifum á foreldra og vinnuveitendur. Ofan á það hefur nú staðið yfir verkfall í nokkrar vikur sem ekki sér fyrir endann á. Foreldrar þurfa að taka frí eða launalaust leyfi frá vinnu með tilheyrandi tekjutapi og auka álagi. Háar afborganir vegna hækkandi fasteignaverðs og vaxta valda því að margar fjölskyldur eiga erfitt með að ná endum saman. Margir íbúðareigendur þurfa að horfa á mánaðarlegar afborganir gufa upp í vexti og verðbætur og lítið sem ekkert fer inn á höfuðstólinn. X-Hvað? Nú þegar alþingiskosningar eru á næsta leiti verður spennandi að sjá hvaða breytingar stjórnmálaflokkar boða í málefnum barnafjölskyldna. Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Það er mikill fjöldi Íslendinga um allan heim sem veigrar sér við að koma heim vegna óboðlegs ástands og sér ekki hvernig dæmið á að ganga upp. Megið endilega láta mig vita X-hvað ég á að kjósa. Höfundur er tveggja barna móðir, búsett í Kaupmannahöfn.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun