Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar 15. nóvember 2024 06:31 Hvaða tungumál verður talað á Íslandi eftir 50 ár? Verða börnin okkar þá orðin minnihluti í eigin landi? Hvernig verða lífsgæði Íslendinga í aldarlok? Að öllu óbreyttu er ljóst að Íslendingar verða í minnihluta á Íslandi, en erfitt er að átta sig á hvort það gerist eftir 10 eða 50 ár. Sú stefna sem hefur valdið sprengingu í fjölda innflytjenda á þessari öld hefur aldrei notið stuðnings meirihlutans. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að hér hafi verið farið illa með traust almennings. Fámennur en hávær hópur öfgamanna hefur með frekju og dónaskap komið í veg fyrir eðlilega umræðu um framtíð þjóðfélagsins. Miðflokkurinn hefur einn flokka staðið gegn slíkri skoðanakúgun frá fyrsta degi og í stað þess lagt til skynsamlegar umbætur í útlendingamálum. Ekki dugar að nema þar staðar, heldur þarf að endurskoða útlendingastefnu með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, því það eru hagsmunirnir sem ráðamenn eiga að tryggja, þeirra skyldur eru við þjóðina en ekki alþjóðastofnanir eða þjóðir allra landa. Ísland er heimkynni Íslendinga, ekki bara pláss fyrir fólk. Óskandi er að allir jarðarbúar eigi heimkynni, þar sem þeir eiga rætur og fjölskyldu. Heimkynni okkar hafa mótað okkur í 1150 ár og verið okkur harður herra. Þegar skyldan kallar jafnast fáar þjóðir á við Íslendinga í dugnaði, þrótti og alvöru. Vilji menn láta gott af sér leiða er hverri krónu margfalt betur varið í að hjálpa öðrum þjóðum við að ná sama árangri og íslenska þjóðin hefur náð en í að flytja þjakaðar þjóðir hingað. Í stað fjölda eigum við að einblína á gæði. Við skulum ekki vera hræddir við að velja og hafna hverjum við hleypum til landsins og gera kröfu um að þeir taki þátt í samfélaginu til að fá aðgang að hinu félagslega kerfi. Allt annað er gengisfelling á hugmyndinni um „velferðarsamfélag.“ Forsenda þess að afkomendur okkar eigi sér heimkynni eins og við er að allir synir og dætur landsins hefji upp kyndil frjálsrar hugsunar. Haldi menn áfram að láta undan skoðanakúgurum samþykkja þeir að á Íslandi verði áfram sýndarlýðræði, þar sem opinberri umræðu er stjórnað af fámennum öfgahópum af slíkri hörku að þær leiða sjálfkrafa að „réttri“ niðurstöðu fyrir öfgamennina. Hinn kosturinn er að hundsa ofríki þeirra og tilraunir um að fyrirskipa hvað við eigum að hugsa, segja og gera. Þannig hófst ítalska endurreisnin á 15. öld, er ungir menn vöknuðu af vitsmunalegum svefni hinna myrku miðalda. Í augum þeirra var frjáls hugsun forsenda umbóta, þeir kusu að ganga uppréttir og sóttu innblástur í gleymd og grafin rit Grikkja og Rómverja. Framtíðin er í höndum þeirra sem þora að feta í fótspor endurreisnarmanna. Áfram Ísland, X-M! Höfundur er formaður Hjálms, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Sjá meira
Hvaða tungumál verður talað á Íslandi eftir 50 ár? Verða börnin okkar þá orðin minnihluti í eigin landi? Hvernig verða lífsgæði Íslendinga í aldarlok? Að öllu óbreyttu er ljóst að Íslendingar verða í minnihluta á Íslandi, en erfitt er að átta sig á hvort það gerist eftir 10 eða 50 ár. Sú stefna sem hefur valdið sprengingu í fjölda innflytjenda á þessari öld hefur aldrei notið stuðnings meirihlutans. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að hér hafi verið farið illa með traust almennings. Fámennur en hávær hópur öfgamanna hefur með frekju og dónaskap komið í veg fyrir eðlilega umræðu um framtíð þjóðfélagsins. Miðflokkurinn hefur einn flokka staðið gegn slíkri skoðanakúgun frá fyrsta degi og í stað þess lagt til skynsamlegar umbætur í útlendingamálum. Ekki dugar að nema þar staðar, heldur þarf að endurskoða útlendingastefnu með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, því það eru hagsmunirnir sem ráðamenn eiga að tryggja, þeirra skyldur eru við þjóðina en ekki alþjóðastofnanir eða þjóðir allra landa. Ísland er heimkynni Íslendinga, ekki bara pláss fyrir fólk. Óskandi er að allir jarðarbúar eigi heimkynni, þar sem þeir eiga rætur og fjölskyldu. Heimkynni okkar hafa mótað okkur í 1150 ár og verið okkur harður herra. Þegar skyldan kallar jafnast fáar þjóðir á við Íslendinga í dugnaði, þrótti og alvöru. Vilji menn láta gott af sér leiða er hverri krónu margfalt betur varið í að hjálpa öðrum þjóðum við að ná sama árangri og íslenska þjóðin hefur náð en í að flytja þjakaðar þjóðir hingað. Í stað fjölda eigum við að einblína á gæði. Við skulum ekki vera hræddir við að velja og hafna hverjum við hleypum til landsins og gera kröfu um að þeir taki þátt í samfélaginu til að fá aðgang að hinu félagslega kerfi. Allt annað er gengisfelling á hugmyndinni um „velferðarsamfélag.“ Forsenda þess að afkomendur okkar eigi sér heimkynni eins og við er að allir synir og dætur landsins hefji upp kyndil frjálsrar hugsunar. Haldi menn áfram að láta undan skoðanakúgurum samþykkja þeir að á Íslandi verði áfram sýndarlýðræði, þar sem opinberri umræðu er stjórnað af fámennum öfgahópum af slíkri hörku að þær leiða sjálfkrafa að „réttri“ niðurstöðu fyrir öfgamennina. Hinn kosturinn er að hundsa ofríki þeirra og tilraunir um að fyrirskipa hvað við eigum að hugsa, segja og gera. Þannig hófst ítalska endurreisnin á 15. öld, er ungir menn vöknuðu af vitsmunalegum svefni hinna myrku miðalda. Í augum þeirra var frjáls hugsun forsenda umbóta, þeir kusu að ganga uppréttir og sóttu innblástur í gleymd og grafin rit Grikkja og Rómverja. Framtíðin er í höndum þeirra sem þora að feta í fótspor endurreisnarmanna. Áfram Ísland, X-M! Höfundur er formaður Hjálms, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun