Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar 15. nóvember 2024 06:31 Hvaða tungumál verður talað á Íslandi eftir 50 ár? Verða börnin okkar þá orðin minnihluti í eigin landi? Hvernig verða lífsgæði Íslendinga í aldarlok? Að öllu óbreyttu er ljóst að Íslendingar verða í minnihluta á Íslandi, en erfitt er að átta sig á hvort það gerist eftir 10 eða 50 ár. Sú stefna sem hefur valdið sprengingu í fjölda innflytjenda á þessari öld hefur aldrei notið stuðnings meirihlutans. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að hér hafi verið farið illa með traust almennings. Fámennur en hávær hópur öfgamanna hefur með frekju og dónaskap komið í veg fyrir eðlilega umræðu um framtíð þjóðfélagsins. Miðflokkurinn hefur einn flokka staðið gegn slíkri skoðanakúgun frá fyrsta degi og í stað þess lagt til skynsamlegar umbætur í útlendingamálum. Ekki dugar að nema þar staðar, heldur þarf að endurskoða útlendingastefnu með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, því það eru hagsmunirnir sem ráðamenn eiga að tryggja, þeirra skyldur eru við þjóðina en ekki alþjóðastofnanir eða þjóðir allra landa. Ísland er heimkynni Íslendinga, ekki bara pláss fyrir fólk. Óskandi er að allir jarðarbúar eigi heimkynni, þar sem þeir eiga rætur og fjölskyldu. Heimkynni okkar hafa mótað okkur í 1150 ár og verið okkur harður herra. Þegar skyldan kallar jafnast fáar þjóðir á við Íslendinga í dugnaði, þrótti og alvöru. Vilji menn láta gott af sér leiða er hverri krónu margfalt betur varið í að hjálpa öðrum þjóðum við að ná sama árangri og íslenska þjóðin hefur náð en í að flytja þjakaðar þjóðir hingað. Í stað fjölda eigum við að einblína á gæði. Við skulum ekki vera hræddir við að velja og hafna hverjum við hleypum til landsins og gera kröfu um að þeir taki þátt í samfélaginu til að fá aðgang að hinu félagslega kerfi. Allt annað er gengisfelling á hugmyndinni um „velferðarsamfélag.“ Forsenda þess að afkomendur okkar eigi sér heimkynni eins og við er að allir synir og dætur landsins hefji upp kyndil frjálsrar hugsunar. Haldi menn áfram að láta undan skoðanakúgurum samþykkja þeir að á Íslandi verði áfram sýndarlýðræði, þar sem opinberri umræðu er stjórnað af fámennum öfgahópum af slíkri hörku að þær leiða sjálfkrafa að „réttri“ niðurstöðu fyrir öfgamennina. Hinn kosturinn er að hundsa ofríki þeirra og tilraunir um að fyrirskipa hvað við eigum að hugsa, segja og gera. Þannig hófst ítalska endurreisnin á 15. öld, er ungir menn vöknuðu af vitsmunalegum svefni hinna myrku miðalda. Í augum þeirra var frjáls hugsun forsenda umbóta, þeir kusu að ganga uppréttir og sóttu innblástur í gleymd og grafin rit Grikkja og Rómverja. Framtíðin er í höndum þeirra sem þora að feta í fótspor endurreisnarmanna. Áfram Ísland, X-M! Höfundur er formaður Hjálms, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Sjá meira
Hvaða tungumál verður talað á Íslandi eftir 50 ár? Verða börnin okkar þá orðin minnihluti í eigin landi? Hvernig verða lífsgæði Íslendinga í aldarlok? Að öllu óbreyttu er ljóst að Íslendingar verða í minnihluta á Íslandi, en erfitt er að átta sig á hvort það gerist eftir 10 eða 50 ár. Sú stefna sem hefur valdið sprengingu í fjölda innflytjenda á þessari öld hefur aldrei notið stuðnings meirihlutans. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að hér hafi verið farið illa með traust almennings. Fámennur en hávær hópur öfgamanna hefur með frekju og dónaskap komið í veg fyrir eðlilega umræðu um framtíð þjóðfélagsins. Miðflokkurinn hefur einn flokka staðið gegn slíkri skoðanakúgun frá fyrsta degi og í stað þess lagt til skynsamlegar umbætur í útlendingamálum. Ekki dugar að nema þar staðar, heldur þarf að endurskoða útlendingastefnu með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, því það eru hagsmunirnir sem ráðamenn eiga að tryggja, þeirra skyldur eru við þjóðina en ekki alþjóðastofnanir eða þjóðir allra landa. Ísland er heimkynni Íslendinga, ekki bara pláss fyrir fólk. Óskandi er að allir jarðarbúar eigi heimkynni, þar sem þeir eiga rætur og fjölskyldu. Heimkynni okkar hafa mótað okkur í 1150 ár og verið okkur harður herra. Þegar skyldan kallar jafnast fáar þjóðir á við Íslendinga í dugnaði, þrótti og alvöru. Vilji menn láta gott af sér leiða er hverri krónu margfalt betur varið í að hjálpa öðrum þjóðum við að ná sama árangri og íslenska þjóðin hefur náð en í að flytja þjakaðar þjóðir hingað. Í stað fjölda eigum við að einblína á gæði. Við skulum ekki vera hræddir við að velja og hafna hverjum við hleypum til landsins og gera kröfu um að þeir taki þátt í samfélaginu til að fá aðgang að hinu félagslega kerfi. Allt annað er gengisfelling á hugmyndinni um „velferðarsamfélag.“ Forsenda þess að afkomendur okkar eigi sér heimkynni eins og við er að allir synir og dætur landsins hefji upp kyndil frjálsrar hugsunar. Haldi menn áfram að láta undan skoðanakúgurum samþykkja þeir að á Íslandi verði áfram sýndarlýðræði, þar sem opinberri umræðu er stjórnað af fámennum öfgahópum af slíkri hörku að þær leiða sjálfkrafa að „réttri“ niðurstöðu fyrir öfgamennina. Hinn kosturinn er að hundsa ofríki þeirra og tilraunir um að fyrirskipa hvað við eigum að hugsa, segja og gera. Þannig hófst ítalska endurreisnin á 15. öld, er ungir menn vöknuðu af vitsmunalegum svefni hinna myrku miðalda. Í augum þeirra var frjáls hugsun forsenda umbóta, þeir kusu að ganga uppréttir og sóttu innblástur í gleymd og grafin rit Grikkja og Rómverja. Framtíðin er í höndum þeirra sem þora að feta í fótspor endurreisnarmanna. Áfram Ísland, X-M! Höfundur er formaður Hjálms, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun