Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 09:33 Við erum um 20.000 manna her og við ætlum að hafa hátt fyrir þessar kosningar! Við viljum að rödd okkar heyrist og að tekið sé eftir þeirri baráttu sem daglegt líf okkar krefst í ófötluðum heimi, hvort sem þar um ræðir veikindi okkar, fötlun eða fjárhagslegt sjálfstæði. Við erum líka stundum nefnd öryrkjar, þessu orði sem hefur einhverra hluta vegna fengið á sig svo neikvæðan blæ. Við skulum halda okkur við fólk með fötlun eða fatlað fólk. Það er eins og fólk skilji baráttu okkar þá betur. En aftur að því sem við viljum. Við viljum fá tækifæri og lífsgæði til jafns við aðra, eðlilegan framfærslulífeyri og fjölbreytta atvinnumöguleika. Við viljum algilt húsnæði, húsnæði sem hentar fólki með margbreytilega fötlun á verði sem lífeyririnn okkar ræður við. Við viljum vera þátttakendur í samfélaginu og leggja okkar af mörkum til mannbætandi samfélags og kærleika. Við viljum ráða okkur sjálf og vera sjálfstæð, jafnvel þótt við þurfum til þess aðstoð. Við viljum jafnrétti og samkennd ekki vorkunn. Við viljum einfaldara kerfi og sveigjanlegra. Við viljum afnema skerðingar á örorkulífeyri og að komið sé í veg fyrir víxlverkanir á milli kerfa. Við viljum einfalda flókna, ógagnsæja og ósanngjarna víxlverkun almannatrygginga og greiðslukerfis lífeyrissjóða. Það verður að tryggja að lífeyrissjóðstekjur tryggi auknar ráðstöfunartekjur. Við viljum gott aðgengi og gjaldfrjálsa heilbrigisþjónustu, þ.á.m. geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum öryggi og að það sé tryggt að kerfin grípi okkur ef á þarf að halda, við erum viðkvæmur hópur. Undanfarið höfum við heyrt töframöntruna um heildstætt örorkukerfi og samþætt sérfræðimat sem taka á gildi 1. september 2025 og á víst að breyta öllu. En á meðan það er ekki komið í gagnið og þegar enn hefur ekki reynt á það, þá erum við dálítið skeptísk. Við viljum samtal við verðandi þingmenn og ráðherra um okkur sbr. ekkert um okkur án okkar. Við erum alls konar. Sum okkar eru með sýnilega fötlun og koma rúllandi á kjörstað, aðrir með göngugrind, sumir styðja sig við staf en stór hópur er með sjúkdóma, heilkenni eðs fötlun sem ekki sjást utan á okkur, hvort sem það er hjartveiki, geðrænar áskoranir eða gigt svo einhver dæmi séu nefnd. Ég hvet allt fatlað fólk til að kynna sér vel stefnur stjórnmálaflokkanna. Flestar þeirra er hægt að nálgast á heimasíðum framboðanna. Það er mjög misjafnt hvaða lausnir þau hafa í málefnum fólks með fötlun. Skoðum stefnurnar og tökum upplýsta ákvörðun. Hvert atkvæði er mikilvægt. Það verður eitthvað þegar þessi 20.000 manna her skundar á kjörstað og velur með atkvæðinu sínu! Höfundiur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum um 20.000 manna her og við ætlum að hafa hátt fyrir þessar kosningar! Við viljum að rödd okkar heyrist og að tekið sé eftir þeirri baráttu sem daglegt líf okkar krefst í ófötluðum heimi, hvort sem þar um ræðir veikindi okkar, fötlun eða fjárhagslegt sjálfstæði. Við erum líka stundum nefnd öryrkjar, þessu orði sem hefur einhverra hluta vegna fengið á sig svo neikvæðan blæ. Við skulum halda okkur við fólk með fötlun eða fatlað fólk. Það er eins og fólk skilji baráttu okkar þá betur. En aftur að því sem við viljum. Við viljum fá tækifæri og lífsgæði til jafns við aðra, eðlilegan framfærslulífeyri og fjölbreytta atvinnumöguleika. Við viljum algilt húsnæði, húsnæði sem hentar fólki með margbreytilega fötlun á verði sem lífeyririnn okkar ræður við. Við viljum vera þátttakendur í samfélaginu og leggja okkar af mörkum til mannbætandi samfélags og kærleika. Við viljum ráða okkur sjálf og vera sjálfstæð, jafnvel þótt við þurfum til þess aðstoð. Við viljum jafnrétti og samkennd ekki vorkunn. Við viljum einfaldara kerfi og sveigjanlegra. Við viljum afnema skerðingar á örorkulífeyri og að komið sé í veg fyrir víxlverkanir á milli kerfa. Við viljum einfalda flókna, ógagnsæja og ósanngjarna víxlverkun almannatrygginga og greiðslukerfis lífeyrissjóða. Það verður að tryggja að lífeyrissjóðstekjur tryggi auknar ráðstöfunartekjur. Við viljum gott aðgengi og gjaldfrjálsa heilbrigisþjónustu, þ.á.m. geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum öryggi og að það sé tryggt að kerfin grípi okkur ef á þarf að halda, við erum viðkvæmur hópur. Undanfarið höfum við heyrt töframöntruna um heildstætt örorkukerfi og samþætt sérfræðimat sem taka á gildi 1. september 2025 og á víst að breyta öllu. En á meðan það er ekki komið í gagnið og þegar enn hefur ekki reynt á það, þá erum við dálítið skeptísk. Við viljum samtal við verðandi þingmenn og ráðherra um okkur sbr. ekkert um okkur án okkar. Við erum alls konar. Sum okkar eru með sýnilega fötlun og koma rúllandi á kjörstað, aðrir með göngugrind, sumir styðja sig við staf en stór hópur er með sjúkdóma, heilkenni eðs fötlun sem ekki sjást utan á okkur, hvort sem það er hjartveiki, geðrænar áskoranir eða gigt svo einhver dæmi séu nefnd. Ég hvet allt fatlað fólk til að kynna sér vel stefnur stjórnmálaflokkanna. Flestar þeirra er hægt að nálgast á heimasíðum framboðanna. Það er mjög misjafnt hvaða lausnir þau hafa í málefnum fólks með fötlun. Skoðum stefnurnar og tökum upplýsta ákvörðun. Hvert atkvæði er mikilvægt. Það verður eitthvað þegar þessi 20.000 manna her skundar á kjörstað og velur með atkvæðinu sínu! Höfundiur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun