Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar 15. nóvember 2024 08:17 Samfylkingin ætlar að negla niður vextina. Til að laga heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Og fyrir fyrirtækin sem eru föst í íslenskum vöxtum. Samfylking með plan Nú er kominn tími á breytingar. Samfylkingin er eini flokkurinn með plan um að negla niður vextina og verðbólguna. Planið er þríþætt: Við ætlum að fjölga íbúðum strax með bráðaaðgerðum. Við ætlum að tryggja að ríkissjóður valdi ekki verðbólgu með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Og við ætlum að taka til í ríkisrekstri – samhliða tekjuöflun með skynsamlegum skattkerfisbreytingum. Þannig lögum við peningaholuna eftir fráfarandi ríkisstjórn. Fjölgum íbúðum strax Með bráðaaðgerðum getum við fjölgað íbúðum á annað þúsund næstu tvö árin, umfram áætlanir, sem heldur aftur af hærra húsnæðisverði – og þar með verðbólgu og vöxtum. Annars vegar með því að losa um íbúðarhúsnæði sem er þegar til en ekki nýtt til íbúðar og hins vegar með því að liðka fyrir fjölgun íbúða sem er hægt að koma hratt á markaðinn. Til þess ætlum við m.a. að ná stjórn á Airbnb, byggja einingahús og breyta atvinnuhúsnæði í vandaðar íbúðir.Þetta er nauðsynleg byrjun til að taka á bráðavandanum. En við leggjum einnig til kerfisbreytingar til lengri tíma til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki er stærsta efnahagsmálið Nú hafa stýrivextir verið 9% í meira en 1 ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiði í 4 ár. Og samkvæmt áætlunum fráfarandi ríkisstjórnar stefnir í að hallarekstur verði á ríkissjóði í 9 ár. Þess vegna ætlar Samfylkingin að breyta lögum um opinber fjármál og taka upp stöðugleikareglu – þannig að „verðbólgufroðunni“ sé ekki eytt strax heldur að nýjum rekstrarútgjöldum sé mætt með hagræðingu og/eða tekjuöflun. Tiltekt og tekjuöflun Loks ætlum við að taka til í ríkisrekstrinum og þar byrjum við á efsta laginu. Með fækkun ráðherra og ráðuneyta. Fara verður betur með fé í opinberum framkvæmdum, setja reglur um innri endurskoðun hjá stærri ríkisstofnunum og draga skipulega úr skriffinnsku, þ. á m. í heilbrigðiskerfinu, með því að efla stafræna innviði. Sumt af þessu kallar á fjárfestingu. Eins og allir stjórnendur í fyrirtækjum vita þá þarf að fjárfesta til að skapa verðmæti. Þess vegna vill Samfylkingin gera skynsamlegar skattkerfisbreytingar – til að afla tekna með sanngjörnum hætti og fjárfesta í undirstöðum Íslands. Það ætlum við að gera með almennum auðlindagjöldum og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem nýtast aðeins fólki með verulega háar fjármagnstekjur. Planlausir hægriflokkar Hvað getur maður sagt um þá stjórnmálamenn sem segjast geta lækkað skatta og skorið hratt og mikið niður, um leið og þeir lofa betri þjónustu, aukinni fjárfestingu og lægri skuldum – og á sama tíma hraðlækkandi vöxtum og verðbólgu? Svarið er einfalt: Þeir eru ekki að segja þér satt. Samt er þetta það eina sem hægriflokkarnir bjóða upp á í þessum kosningum. Það er auðvitað hlægilegast í tilfelli þeirra flokka sem hafa stjórnað landinu á síðustu árum. Eins og Sjálfstæðisflokks sem hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á vinnandi fólk frá árinu 2013. Þar hefur ekkert breyst þó að nú sé reynt að lofa gulli og grænum skógum. Valkostirnir í kosningunum 30. nóvember eru skýrir: Annars vegar hrein hægristjórn með Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Viðreisn – og gömlu hagstjórnarpólitík Sjálfstæðisflokksins. Eða ríkisstjórn með sterkri Samfylkingu sem neglir niður vextina og hefst handa við að laga Ísland. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fjármál heimilisins Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin ætlar að negla niður vextina. Til að laga heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Og fyrir fyrirtækin sem eru föst í íslenskum vöxtum. Samfylking með plan Nú er kominn tími á breytingar. Samfylkingin er eini flokkurinn með plan um að negla niður vextina og verðbólguna. Planið er þríþætt: Við ætlum að fjölga íbúðum strax með bráðaaðgerðum. Við ætlum að tryggja að ríkissjóður valdi ekki verðbólgu með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Og við ætlum að taka til í ríkisrekstri – samhliða tekjuöflun með skynsamlegum skattkerfisbreytingum. Þannig lögum við peningaholuna eftir fráfarandi ríkisstjórn. Fjölgum íbúðum strax Með bráðaaðgerðum getum við fjölgað íbúðum á annað þúsund næstu tvö árin, umfram áætlanir, sem heldur aftur af hærra húsnæðisverði – og þar með verðbólgu og vöxtum. Annars vegar með því að losa um íbúðarhúsnæði sem er þegar til en ekki nýtt til íbúðar og hins vegar með því að liðka fyrir fjölgun íbúða sem er hægt að koma hratt á markaðinn. Til þess ætlum við m.a. að ná stjórn á Airbnb, byggja einingahús og breyta atvinnuhúsnæði í vandaðar íbúðir.Þetta er nauðsynleg byrjun til að taka á bráðavandanum. En við leggjum einnig til kerfisbreytingar til lengri tíma til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki er stærsta efnahagsmálið Nú hafa stýrivextir verið 9% í meira en 1 ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiði í 4 ár. Og samkvæmt áætlunum fráfarandi ríkisstjórnar stefnir í að hallarekstur verði á ríkissjóði í 9 ár. Þess vegna ætlar Samfylkingin að breyta lögum um opinber fjármál og taka upp stöðugleikareglu – þannig að „verðbólgufroðunni“ sé ekki eytt strax heldur að nýjum rekstrarútgjöldum sé mætt með hagræðingu og/eða tekjuöflun. Tiltekt og tekjuöflun Loks ætlum við að taka til í ríkisrekstrinum og þar byrjum við á efsta laginu. Með fækkun ráðherra og ráðuneyta. Fara verður betur með fé í opinberum framkvæmdum, setja reglur um innri endurskoðun hjá stærri ríkisstofnunum og draga skipulega úr skriffinnsku, þ. á m. í heilbrigðiskerfinu, með því að efla stafræna innviði. Sumt af þessu kallar á fjárfestingu. Eins og allir stjórnendur í fyrirtækjum vita þá þarf að fjárfesta til að skapa verðmæti. Þess vegna vill Samfylkingin gera skynsamlegar skattkerfisbreytingar – til að afla tekna með sanngjörnum hætti og fjárfesta í undirstöðum Íslands. Það ætlum við að gera með almennum auðlindagjöldum og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem nýtast aðeins fólki með verulega háar fjármagnstekjur. Planlausir hægriflokkar Hvað getur maður sagt um þá stjórnmálamenn sem segjast geta lækkað skatta og skorið hratt og mikið niður, um leið og þeir lofa betri þjónustu, aukinni fjárfestingu og lægri skuldum – og á sama tíma hraðlækkandi vöxtum og verðbólgu? Svarið er einfalt: Þeir eru ekki að segja þér satt. Samt er þetta það eina sem hægriflokkarnir bjóða upp á í þessum kosningum. Það er auðvitað hlægilegast í tilfelli þeirra flokka sem hafa stjórnað landinu á síðustu árum. Eins og Sjálfstæðisflokks sem hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á vinnandi fólk frá árinu 2013. Þar hefur ekkert breyst þó að nú sé reynt að lofa gulli og grænum skógum. Valkostirnir í kosningunum 30. nóvember eru skýrir: Annars vegar hrein hægristjórn með Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Viðreisn – og gömlu hagstjórnarpólitík Sjálfstæðisflokksins. Eða ríkisstjórn með sterkri Samfylkingu sem neglir niður vextina og hefst handa við að laga Ísland. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun