Elliði segir HM ekki í hættu Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2024 14:30 Elliði Snær Viðarsson fær faðmlag frá Bjarka Má Elíssyni, á EM í janúar. vísir/Vilhelm Elliði Snær Viðarsson, fremsti línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, segir ekki hættu á því að hann missi af HM í janúar þó að hann glími nú við meiðsli. Elliði missti af nýlegum sigrum Íslands gegn Bosníu og Georgíu í undankeppni EM, vegna meiðslanna. „Ég er með teygt aftara krossband og beinmar. En það ætti samt allt saman að gróa og lagast á næstu vikum,“ segir Elliði í samtali við RÚV í dag. Íslenska landsliðið hefur keppni á HM þann 16. janúar þegar liðið mætir Grænhöfðaeyjum í Zagreb í Króatíu. Liðið er einnig í riðli með Kúbu og Slóveníu, og fer svo vonandi í milliriðil með þremur liðum úr H-riðli (Egyptaland, Króatía, Argentína, Barein). Nú þegar tveir mánuðir eru í fyrsta leik á HM kveðst Elliði, sem reyndar á 26 ára afmæli einmitt í dag, ekki óttast að meiðslin sem hann glímir nú við setji strik í reikninginn. „Það er í raun óvitað hvað ég þarf að hvíla lengi. En það er frekar talið í vikum en mánuðum og samkvæmt læknum bæði heima og hérna úti er stórmótið ekki í hættu,“ segir Elliði við RÚV. Hann leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar með Gummersbach í Þýskalandi og það verður að koma í ljós hvenær næsti leikur hans þar verður. Elliði verður þó að minnsta kosti ekki með þegar Gummersbach tekur á móti Íslandsmeisturum FH í Evrópudeildinni næsta þriðjudagskvöld. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Elliði missti af nýlegum sigrum Íslands gegn Bosníu og Georgíu í undankeppni EM, vegna meiðslanna. „Ég er með teygt aftara krossband og beinmar. En það ætti samt allt saman að gróa og lagast á næstu vikum,“ segir Elliði í samtali við RÚV í dag. Íslenska landsliðið hefur keppni á HM þann 16. janúar þegar liðið mætir Grænhöfðaeyjum í Zagreb í Króatíu. Liðið er einnig í riðli með Kúbu og Slóveníu, og fer svo vonandi í milliriðil með þremur liðum úr H-riðli (Egyptaland, Króatía, Argentína, Barein). Nú þegar tveir mánuðir eru í fyrsta leik á HM kveðst Elliði, sem reyndar á 26 ára afmæli einmitt í dag, ekki óttast að meiðslin sem hann glímir nú við setji strik í reikninginn. „Það er í raun óvitað hvað ég þarf að hvíla lengi. En það er frekar talið í vikum en mánuðum og samkvæmt læknum bæði heima og hérna úti er stórmótið ekki í hættu,“ segir Elliði við RÚV. Hann leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar með Gummersbach í Þýskalandi og það verður að koma í ljós hvenær næsti leikur hans þar verður. Elliði verður þó að minnsta kosti ekki með þegar Gummersbach tekur á móti Íslandsmeisturum FH í Evrópudeildinni næsta þriðjudagskvöld.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira