Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2024 15:06 Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, (t.v.) mælist vinsælasti stjórnmálamaður landsins um þessar mundir. Sumir sósíaldemókratar vilja að hann leysi Olaf Scholz kanslara (t.h.) af hólmi sem leiðtogi flokksins fyrir kosningar í febrúar. Vísir/EPA Flokkssystkini Olafs Scholz Þýskalandskanslara þrýsta nú hann að víkja fyrir varnarmálaráðherra sínum sem leiðtogi sósíaldemókrata fyrir þingkosningar í febrúar. Enginn kaslari Þýskalands hefur mælst eins óvinsæll í skoðanakönnunum og Scholz. Útlit er fyrir að Þjóðverjar gangi til sambandsþingskosninga 23. febrúar eftir að ríkisstjórn Sósíaldemókrataflokks Scholz, Græningja og Frjálsra demókrata sprakk í síðustu viku. Scholz sækist eftir endurkjöri sem leiðtogi sósíaldemókrata og að leiða þá í kosningunum þrátt fyrir að flokkurinn rísi ekki hátt í skoðanakönnunum þessa dagana. Reuters-fréttastofan segir að hann njóti stuðnings áhrifamanna í flokknum til þess. Nokkrir leiðtogar flokksins í einstökum sambandslöndum Þýskalands hafa síðustu daga hvatt Scholz til þess að fara að fordæmi Joes Biden Bandaríkjaforseta og stíga til hliðar sem frambjóðandi flokks síns. Í staðinn vilja þeir að Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, taki við kyndlinum. Pistorius nýtur mestrar hylli þýskra stjórnmálamanna í könnunum þessi misserin. Scholz var í næstsíðasta sæti á lista yfir tuttugu vinsælustu stjórnmálamenn landsins samkvæmt nýlegri könnun. Þá sagðist meirihluti stuðningsfólks sósíaldemókrata vilja fá Pistorius til forystu í annarri könnun. Endanleg ákvörðun um forystu sósíaldemókrata verður að líkindum tekin á flokksþingi Sósíaldemókrataflokksins í janúar. Ríkisstjórn Scholz splundraðist eftir að hann rak Christian Lindner, fjármálaráðherra úr Frjálsum demókrötum, vegna ágreinings um efnahagsstefnu stjórnarinnar. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Ganga til kosninga í febrúar Þjóðverjar munu ganga til kosninga til sambandsþings þann 23. febrúar næstkomandi, eftir að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara, fer fram í desember. Sú tillaga verður að öllum líkindum samþykkt. 12. nóvember 2024 10:27 Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Útlit er fyrir að Þjóðverjar gangi til sambandsþingskosninga 23. febrúar eftir að ríkisstjórn Sósíaldemókrataflokks Scholz, Græningja og Frjálsra demókrata sprakk í síðustu viku. Scholz sækist eftir endurkjöri sem leiðtogi sósíaldemókrata og að leiða þá í kosningunum þrátt fyrir að flokkurinn rísi ekki hátt í skoðanakönnunum þessa dagana. Reuters-fréttastofan segir að hann njóti stuðnings áhrifamanna í flokknum til þess. Nokkrir leiðtogar flokksins í einstökum sambandslöndum Þýskalands hafa síðustu daga hvatt Scholz til þess að fara að fordæmi Joes Biden Bandaríkjaforseta og stíga til hliðar sem frambjóðandi flokks síns. Í staðinn vilja þeir að Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, taki við kyndlinum. Pistorius nýtur mestrar hylli þýskra stjórnmálamanna í könnunum þessi misserin. Scholz var í næstsíðasta sæti á lista yfir tuttugu vinsælustu stjórnmálamenn landsins samkvæmt nýlegri könnun. Þá sagðist meirihluti stuðningsfólks sósíaldemókrata vilja fá Pistorius til forystu í annarri könnun. Endanleg ákvörðun um forystu sósíaldemókrata verður að líkindum tekin á flokksþingi Sósíaldemókrataflokksins í janúar. Ríkisstjórn Scholz splundraðist eftir að hann rak Christian Lindner, fjármálaráðherra úr Frjálsum demókrötum, vegna ágreinings um efnahagsstefnu stjórnarinnar.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Ganga til kosninga í febrúar Þjóðverjar munu ganga til kosninga til sambandsþings þann 23. febrúar næstkomandi, eftir að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara, fer fram í desember. Sú tillaga verður að öllum líkindum samþykkt. 12. nóvember 2024 10:27 Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Ganga til kosninga í febrúar Þjóðverjar munu ganga til kosninga til sambandsþings þann 23. febrúar næstkomandi, eftir að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara, fer fram í desember. Sú tillaga verður að öllum líkindum samþykkt. 12. nóvember 2024 10:27
Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58