Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2024 15:06 Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, (t.v.) mælist vinsælasti stjórnmálamaður landsins um þessar mundir. Sumir sósíaldemókratar vilja að hann leysi Olaf Scholz kanslara (t.h.) af hólmi sem leiðtogi flokksins fyrir kosningar í febrúar. Vísir/EPA Flokkssystkini Olafs Scholz Þýskalandskanslara þrýsta nú hann að víkja fyrir varnarmálaráðherra sínum sem leiðtogi sósíaldemókrata fyrir þingkosningar í febrúar. Enginn kaslari Þýskalands hefur mælst eins óvinsæll í skoðanakönnunum og Scholz. Útlit er fyrir að Þjóðverjar gangi til sambandsþingskosninga 23. febrúar eftir að ríkisstjórn Sósíaldemókrataflokks Scholz, Græningja og Frjálsra demókrata sprakk í síðustu viku. Scholz sækist eftir endurkjöri sem leiðtogi sósíaldemókrata og að leiða þá í kosningunum þrátt fyrir að flokkurinn rísi ekki hátt í skoðanakönnunum þessa dagana. Reuters-fréttastofan segir að hann njóti stuðnings áhrifamanna í flokknum til þess. Nokkrir leiðtogar flokksins í einstökum sambandslöndum Þýskalands hafa síðustu daga hvatt Scholz til þess að fara að fordæmi Joes Biden Bandaríkjaforseta og stíga til hliðar sem frambjóðandi flokks síns. Í staðinn vilja þeir að Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, taki við kyndlinum. Pistorius nýtur mestrar hylli þýskra stjórnmálamanna í könnunum þessi misserin. Scholz var í næstsíðasta sæti á lista yfir tuttugu vinsælustu stjórnmálamenn landsins samkvæmt nýlegri könnun. Þá sagðist meirihluti stuðningsfólks sósíaldemókrata vilja fá Pistorius til forystu í annarri könnun. Endanleg ákvörðun um forystu sósíaldemókrata verður að líkindum tekin á flokksþingi Sósíaldemókrataflokksins í janúar. Ríkisstjórn Scholz splundraðist eftir að hann rak Christian Lindner, fjármálaráðherra úr Frjálsum demókrötum, vegna ágreinings um efnahagsstefnu stjórnarinnar. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Ganga til kosninga í febrúar Þjóðverjar munu ganga til kosninga til sambandsþings þann 23. febrúar næstkomandi, eftir að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara, fer fram í desember. Sú tillaga verður að öllum líkindum samþykkt. 12. nóvember 2024 10:27 Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira
Útlit er fyrir að Þjóðverjar gangi til sambandsþingskosninga 23. febrúar eftir að ríkisstjórn Sósíaldemókrataflokks Scholz, Græningja og Frjálsra demókrata sprakk í síðustu viku. Scholz sækist eftir endurkjöri sem leiðtogi sósíaldemókrata og að leiða þá í kosningunum þrátt fyrir að flokkurinn rísi ekki hátt í skoðanakönnunum þessa dagana. Reuters-fréttastofan segir að hann njóti stuðnings áhrifamanna í flokknum til þess. Nokkrir leiðtogar flokksins í einstökum sambandslöndum Þýskalands hafa síðustu daga hvatt Scholz til þess að fara að fordæmi Joes Biden Bandaríkjaforseta og stíga til hliðar sem frambjóðandi flokks síns. Í staðinn vilja þeir að Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, taki við kyndlinum. Pistorius nýtur mestrar hylli þýskra stjórnmálamanna í könnunum þessi misserin. Scholz var í næstsíðasta sæti á lista yfir tuttugu vinsælustu stjórnmálamenn landsins samkvæmt nýlegri könnun. Þá sagðist meirihluti stuðningsfólks sósíaldemókrata vilja fá Pistorius til forystu í annarri könnun. Endanleg ákvörðun um forystu sósíaldemókrata verður að líkindum tekin á flokksþingi Sósíaldemókrataflokksins í janúar. Ríkisstjórn Scholz splundraðist eftir að hann rak Christian Lindner, fjármálaráðherra úr Frjálsum demókrötum, vegna ágreinings um efnahagsstefnu stjórnarinnar.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Ganga til kosninga í febrúar Þjóðverjar munu ganga til kosninga til sambandsþings þann 23. febrúar næstkomandi, eftir að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara, fer fram í desember. Sú tillaga verður að öllum líkindum samþykkt. 12. nóvember 2024 10:27 Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira
Ganga til kosninga í febrúar Þjóðverjar munu ganga til kosninga til sambandsþings þann 23. febrúar næstkomandi, eftir að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara, fer fram í desember. Sú tillaga verður að öllum líkindum samþykkt. 12. nóvember 2024 10:27
Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58