Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar 15. nóvember 2024 16:01 Ég skrapp í hádeginu til konsúlsins í Lúxemborg til þess að sinna borgaralegri skyldu minni og kjósa til Alþingis. Það kom ekki til greina að sleppa því þrátt fyrir að við því væru engin niðurlög líkt og hér í Lúxemborg hvar samkvæmt lagabókstafnum er hægt að beita ríkisborgara stjórnvaldssektum ef viðkomandi mætir ekki á kjörstað. Ég kaus sömuleiðis þrátt fyrir að hafa ekki búið á Íslandi í 25 ár (utan 30 mánaða á árunum 2009-2011). Ennfremur kaus ég þrátt fyrir að kosningaloforð íslensku flokkanna inspíreri mig ekki beinlínis sérstaklega til þess að flytja „heim“ á næstunni. Sennilega kaus ég aðallega vegna þrjóskunnar einnar saman og þeirrar staðreyndar að þegar ég mætti á kjörstað í fyrsta skipti á ævinni var mér snúið við og tilkynnt að ég væri ekki íslenskur ríkisborgari þrátt fyrir að halda á íslensku vegabréfi (úthlutuðu fyrir mistök sýslumanns áður en tölvan lærði að segja nei) og hafandi fæðst í Reykjavík af íslenskum foreldrum. Vandamálið var víst að afi gamli hafði flust til íslands frá danmörku á fjórða áratugnum áður en íslendingar sviku kónginn illu heilli og stofnuðu lýðveldi. Þjóðremban var slík að allir afkomendur „fullveldis-dana“ í beinan karl-legg voru álitnir danskir þangað til annað yrði ákveðið. Sármóðgaður hafði ég samband við danska sendiráðið og bað þá um danska vegabréfið mitt en danskurinn bara hló og vildi ekkert kannast við mig. Ég var því óafvitandi ríkisfangslaus með öllu þangað til ég neyddist til að sækja um íslenskan ríkisborgararétt nýorðinn 18 ára. Ég held ennþá mikið uppá nálaprentaða kvittunina frá dómsmálaráðuneytinu sem á stendur „1 stk. ísl. ríkisborgararéttur - kr. 1300“. Það gerir ríflega 5 þúsundkall á núvirði og því beit ég það í mig að svo lengi sem ég má mun ég kjósa í öllum íslenskum kosningum svo ég fái nú eitthvað fyrir peninginn, for fanden! Því miður hefur mér lengi þótt vanta talsvert uppá hugmyndaauðgi íslensku flokkanna þegar kemur að því að skapa örlítið skárra samfélag. Það er kannski óraunhæft takmark að keppa við Lúxemborg um lífsgæði - þó svo ég spyrji mig stundum af hverju þið getið/viljið ekki reyna læra af reynslu annarra? Það eru vissulega nokkrir hlutir sem gera lífið í Lúx svolítið öðruvísi en víðast hvar annarsstaðar svosem verðtrygging launa, stöðugir vextir og gjaldmiðill og þær sértæku aðgerðir sem hægri-stjórnin (undir forystu Frjálslyndra) innleiddu í kjölfar heimsfaraldursins, úkraínustríðsins, orkukrísu og verðbólgu. Má þar nefna þak á orkuverði til heimila og fyrirtækja (mismunurinn greiddur af ríkinu); álögur á bensín, dísel og hitunarolíu voru lækkaðar um 12 krónur á líterinn; virðisaukaskattur var lækkaður niður í 16% (hæsta þrep); húsaleigusamningar voru frystir og allar hækkanir bannaðar í 2 ár auk þess sem ströng lög gilda um húsaleigufélög í líkingu við ALMA og GAMMA og sértækur skattaafsláttur fyrir tekjulægstu hópana að andivirði 70 milljarða króna svo eitthvað sé nefnt. Ekki kvarta alltént kennararnir með sínar meðaltekjur uppá 1.3 milljónir á mánuði, ókeypis almenningssamgöngur (frí borgarlína, lestar og strætó með ókeypis wi-fi um borð) og frábært heilbrigðiskerfi og tryggingakerfi sem dekkar sömuleiðis tannlækningar og sálfræðiþjónustu. Einhver gæti kannski haldið að Lúxemborg væri einhver sósíalista-útópía en veruleikinn er sá að hér hafa hægri-kapítalistar verið við völd frá upphafi - en þeim hefur þó aldrei dottið í hug að selja ríkisbankana sína þrjá sem hafa verið stoð samfélagsins frá árinu 1852 og þeir tala lítið um "fé án hirðis". Þvert á móti telja Lúxembúrgískir stjórnmálamenn að ríkiskassinn sé ekki og verði aldrei „án hirðis“ heldur að það sé þeirra hlutverk, ábyrgð og heilög skylda að nýta féð í almannaþágu en ekki til sérhagsmuna og spillingar líkt og sumstaðar. Hvað sem því líður var ég orðinn sársvangur eftir að hafa hitt konsúlinn og kosið og ákvað því að fá mér (svo til) frían hádegisverð í boði stjórnvalda (eins og gengur). Þannig vill nefnilega til að almennu launafólki (og ríkisstarfsmönnum) stendur til boða að kaupa „matarmiða“ fyrir 2 evrur og 80 cent (400 krónur sem dregnar eru af launum fyrir skatt) en á móti greiðir vinnuveitandinn (gegn skattaafslætti) eða ríkið eftir atvikum 12 evrur og 20 cent (1800 krónur) sem gerir matarmiðann því 15 evrur (2200 krónur) að nafnvirði. Matarmiðinn er settur á sérstakt Vísa kort sem nota má ekki einungis í mötuneytum heldur yfir 3000 veitingahúsum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, bensínstöðvum og matvöruverslunum í Stórhertogadæminu. Sé maður sérlega svangur má maður nota allt að 5 matarmiða á dag eða 75 evrur (11 þúsund krónur) og þaraf greiðir launþeginn einungis 14 evrur eða 2000 kall. Þetta lækkar augljóslega raunverðið á matarkörfunni umtalsvert eða um allt að 3,235 evrur (472 þús krónur) á ári. Hugmyndin var sú að þetta hjálpi veitingageiranum að lifa af faraldurinn og verðbólguna og verndi kaupmátt okkar hinna á sama tíma. Það virðist vera að virka. Geri aðrir hægrikapítalistar betur en þið verðið auðvitað að fá að hafa þetta eins og þið viljið. Kannski þið sættist einhverntíman á „gjaldfrjálsar skólamáltíðir“...svo fremi sem eingöngu verði boðið uppá súrsað hvalkjét frá syni Jóns og hakk frá Kaupfélagi Skagafjarðar? Gangi ykkur vel við kjörborðið og varist að láta draga ykkur á asnaeyrunum enn eina ferðina. Höfundur er kjósandi í suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ég skrapp í hádeginu til konsúlsins í Lúxemborg til þess að sinna borgaralegri skyldu minni og kjósa til Alþingis. Það kom ekki til greina að sleppa því þrátt fyrir að við því væru engin niðurlög líkt og hér í Lúxemborg hvar samkvæmt lagabókstafnum er hægt að beita ríkisborgara stjórnvaldssektum ef viðkomandi mætir ekki á kjörstað. Ég kaus sömuleiðis þrátt fyrir að hafa ekki búið á Íslandi í 25 ár (utan 30 mánaða á árunum 2009-2011). Ennfremur kaus ég þrátt fyrir að kosningaloforð íslensku flokkanna inspíreri mig ekki beinlínis sérstaklega til þess að flytja „heim“ á næstunni. Sennilega kaus ég aðallega vegna þrjóskunnar einnar saman og þeirrar staðreyndar að þegar ég mætti á kjörstað í fyrsta skipti á ævinni var mér snúið við og tilkynnt að ég væri ekki íslenskur ríkisborgari þrátt fyrir að halda á íslensku vegabréfi (úthlutuðu fyrir mistök sýslumanns áður en tölvan lærði að segja nei) og hafandi fæðst í Reykjavík af íslenskum foreldrum. Vandamálið var víst að afi gamli hafði flust til íslands frá danmörku á fjórða áratugnum áður en íslendingar sviku kónginn illu heilli og stofnuðu lýðveldi. Þjóðremban var slík að allir afkomendur „fullveldis-dana“ í beinan karl-legg voru álitnir danskir þangað til annað yrði ákveðið. Sármóðgaður hafði ég samband við danska sendiráðið og bað þá um danska vegabréfið mitt en danskurinn bara hló og vildi ekkert kannast við mig. Ég var því óafvitandi ríkisfangslaus með öllu þangað til ég neyddist til að sækja um íslenskan ríkisborgararétt nýorðinn 18 ára. Ég held ennþá mikið uppá nálaprentaða kvittunina frá dómsmálaráðuneytinu sem á stendur „1 stk. ísl. ríkisborgararéttur - kr. 1300“. Það gerir ríflega 5 þúsundkall á núvirði og því beit ég það í mig að svo lengi sem ég má mun ég kjósa í öllum íslenskum kosningum svo ég fái nú eitthvað fyrir peninginn, for fanden! Því miður hefur mér lengi þótt vanta talsvert uppá hugmyndaauðgi íslensku flokkanna þegar kemur að því að skapa örlítið skárra samfélag. Það er kannski óraunhæft takmark að keppa við Lúxemborg um lífsgæði - þó svo ég spyrji mig stundum af hverju þið getið/viljið ekki reyna læra af reynslu annarra? Það eru vissulega nokkrir hlutir sem gera lífið í Lúx svolítið öðruvísi en víðast hvar annarsstaðar svosem verðtrygging launa, stöðugir vextir og gjaldmiðill og þær sértæku aðgerðir sem hægri-stjórnin (undir forystu Frjálslyndra) innleiddu í kjölfar heimsfaraldursins, úkraínustríðsins, orkukrísu og verðbólgu. Má þar nefna þak á orkuverði til heimila og fyrirtækja (mismunurinn greiddur af ríkinu); álögur á bensín, dísel og hitunarolíu voru lækkaðar um 12 krónur á líterinn; virðisaukaskattur var lækkaður niður í 16% (hæsta þrep); húsaleigusamningar voru frystir og allar hækkanir bannaðar í 2 ár auk þess sem ströng lög gilda um húsaleigufélög í líkingu við ALMA og GAMMA og sértækur skattaafsláttur fyrir tekjulægstu hópana að andivirði 70 milljarða króna svo eitthvað sé nefnt. Ekki kvarta alltént kennararnir með sínar meðaltekjur uppá 1.3 milljónir á mánuði, ókeypis almenningssamgöngur (frí borgarlína, lestar og strætó með ókeypis wi-fi um borð) og frábært heilbrigðiskerfi og tryggingakerfi sem dekkar sömuleiðis tannlækningar og sálfræðiþjónustu. Einhver gæti kannski haldið að Lúxemborg væri einhver sósíalista-útópía en veruleikinn er sá að hér hafa hægri-kapítalistar verið við völd frá upphafi - en þeim hefur þó aldrei dottið í hug að selja ríkisbankana sína þrjá sem hafa verið stoð samfélagsins frá árinu 1852 og þeir tala lítið um "fé án hirðis". Þvert á móti telja Lúxembúrgískir stjórnmálamenn að ríkiskassinn sé ekki og verði aldrei „án hirðis“ heldur að það sé þeirra hlutverk, ábyrgð og heilög skylda að nýta féð í almannaþágu en ekki til sérhagsmuna og spillingar líkt og sumstaðar. Hvað sem því líður var ég orðinn sársvangur eftir að hafa hitt konsúlinn og kosið og ákvað því að fá mér (svo til) frían hádegisverð í boði stjórnvalda (eins og gengur). Þannig vill nefnilega til að almennu launafólki (og ríkisstarfsmönnum) stendur til boða að kaupa „matarmiða“ fyrir 2 evrur og 80 cent (400 krónur sem dregnar eru af launum fyrir skatt) en á móti greiðir vinnuveitandinn (gegn skattaafslætti) eða ríkið eftir atvikum 12 evrur og 20 cent (1800 krónur) sem gerir matarmiðann því 15 evrur (2200 krónur) að nafnvirði. Matarmiðinn er settur á sérstakt Vísa kort sem nota má ekki einungis í mötuneytum heldur yfir 3000 veitingahúsum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, bensínstöðvum og matvöruverslunum í Stórhertogadæminu. Sé maður sérlega svangur má maður nota allt að 5 matarmiða á dag eða 75 evrur (11 þúsund krónur) og þaraf greiðir launþeginn einungis 14 evrur eða 2000 kall. Þetta lækkar augljóslega raunverðið á matarkörfunni umtalsvert eða um allt að 3,235 evrur (472 þús krónur) á ári. Hugmyndin var sú að þetta hjálpi veitingageiranum að lifa af faraldurinn og verðbólguna og verndi kaupmátt okkar hinna á sama tíma. Það virðist vera að virka. Geri aðrir hægrikapítalistar betur en þið verðið auðvitað að fá að hafa þetta eins og þið viljið. Kannski þið sættist einhverntíman á „gjaldfrjálsar skólamáltíðir“...svo fremi sem eingöngu verði boðið uppá súrsað hvalkjét frá syni Jóns og hakk frá Kaupfélagi Skagafjarðar? Gangi ykkur vel við kjörborðið og varist að láta draga ykkur á asnaeyrunum enn eina ferðina. Höfundur er kjósandi í suðurkjördæmi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun