Aðrir eru við vinnu í skólanum og kenna stundakennarar áfram sín fög í þær tvær vikur sem eftir eru af kennslu. Þetta þýðir að engin jólapróf verða haldin í desember ef fram heldur sem horfir.
Nú eru því verkföll í tíu skólum víðsvegar um land, á leik- grunn og menntaskólastigi. Þeim fjölgar svo um þrjá 25. nóvember næstkomandi en þá leggja kennarar við Árbæjarskóla, Garðaskóla og Heiðarskóla niður störf einnig.
Grunn- og menntaskólarnir verða í verkföllum fram til 20. desember en leikskólarnir eru hinsvegar í ótímabundnum verkföllum.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við Morgunblaðið að vinnufundir hafi farið fram um helgina og að viðræðum í deilunni miði ágætlega.
Næsti fromlegi fundur með kennurum og fulltrúum samninganfefnda ríkisins og sveitarfélaganna er svo boðaður á morgun. Slíkur formlegur fundur hefur ekki verið haldinn í Karphúsinu síðan í byrjun nóvember.