Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2024 11:37 Það komast ekki allir á kjörstað til þess að nýta kosningaréttinn. Það getur verið kostnaðarsamt. Vísir/Anton Brink Íslenskur öryrki sem er búsettur í Brasilíu furðar sig á því að þurfa að greiða 6.500 krónur fyrir að kjósa utan kjörfundar í komandi alþingiskosningum. Þórhallur Steingrímsson býr að jafnaði í nokkra mánuði á ári í Ríó í Brasilíu með konu sinni, Rósu. Hann Hafði samband við Vísi eftir að hafa greitt atkvæði hjá ræðismanni Íslands í Brasilíu. Ferlið hafi gengið smurt fyrir sig og hann hafi notið góðrar aðstoðar ræðismannsins. Hann hafi aftur á móti þurft að greiða 6.500 krónur fyrir að senda atkvæði sitt til Íslands með ábyrgðarpósti. Hann furðar sig á þessu og spyr sig hvort jafnt eigi ekki yfir alla að ganga þegar kemur að því að nýta kosningaréttinn. Fjöldi fólks með kosningarétt erlendis Samkvæmt kosningalögum heldur íslenskur ríkisborgari kosningarétti sínum í sextán ár frá því að hann flytur lögheimili af landinu. Eftir það getur hann sótt um hjá Þjóðskrá að vera tekinn á kjörskrá. Alþingi samþykkti á dögunum breytingu á kosningalögum sem gerir Þjóðskrá kleift að taka umsækjendur á kjörskrá í tæka tíð fyrir kosningarnar nú. Áður sagði í lögunum að samþykktar umsóknir tækju gildi 1. desember eftir að sótt var um. Kosningar fara fram 30. nóvember og því ljóst að enginn hefði fengið kosningarétt ef ekki hefði komið til breytinganna. Fleiri í sama báti og Þórhallur Á vef landskjörstjórnar segir að kjósandi sem kýs utan kjörfundar beri ábyrgð á því að koma atkvæði sínu á réttan stað. Hægt sé að setja bréfið í póst, eða afhenda það einhverjum sem kjósandi felur að koma því til skila. Fram að kjördegi sé kjörstjóra skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst. Vísir hefur rætt við kjósendur víðar. Einn þeirra greiddi fimm hundruð krónur fyrir að koma atkvæði frá Danmörku í pósti og annar 9.700 krónur fyrir að koma bréfi frá Kanada. Sá lenti í því að kanadíski pósturinn var í verkfalli og því þurfti hann að senda atkvæðið með flutningafyrirtæki, með tilheyrandi kostnaði. Alþingiskosningar 2024 Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Þórhallur Steingrímsson býr að jafnaði í nokkra mánuði á ári í Ríó í Brasilíu með konu sinni, Rósu. Hann Hafði samband við Vísi eftir að hafa greitt atkvæði hjá ræðismanni Íslands í Brasilíu. Ferlið hafi gengið smurt fyrir sig og hann hafi notið góðrar aðstoðar ræðismannsins. Hann hafi aftur á móti þurft að greiða 6.500 krónur fyrir að senda atkvæði sitt til Íslands með ábyrgðarpósti. Hann furðar sig á þessu og spyr sig hvort jafnt eigi ekki yfir alla að ganga þegar kemur að því að nýta kosningaréttinn. Fjöldi fólks með kosningarétt erlendis Samkvæmt kosningalögum heldur íslenskur ríkisborgari kosningarétti sínum í sextán ár frá því að hann flytur lögheimili af landinu. Eftir það getur hann sótt um hjá Þjóðskrá að vera tekinn á kjörskrá. Alþingi samþykkti á dögunum breytingu á kosningalögum sem gerir Þjóðskrá kleift að taka umsækjendur á kjörskrá í tæka tíð fyrir kosningarnar nú. Áður sagði í lögunum að samþykktar umsóknir tækju gildi 1. desember eftir að sótt var um. Kosningar fara fram 30. nóvember og því ljóst að enginn hefði fengið kosningarétt ef ekki hefði komið til breytinganna. Fleiri í sama báti og Þórhallur Á vef landskjörstjórnar segir að kjósandi sem kýs utan kjörfundar beri ábyrgð á því að koma atkvæði sínu á réttan stað. Hægt sé að setja bréfið í póst, eða afhenda það einhverjum sem kjósandi felur að koma því til skila. Fram að kjördegi sé kjörstjóra skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst. Vísir hefur rætt við kjósendur víðar. Einn þeirra greiddi fimm hundruð krónur fyrir að koma atkvæði frá Danmörku í pósti og annar 9.700 krónur fyrir að koma bréfi frá Kanada. Sá lenti í því að kanadíski pósturinn var í verkfalli og því þurfti hann að senda atkvæðið með flutningafyrirtæki, með tilheyrandi kostnaði.
Alþingiskosningar 2024 Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira