„Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2024 16:32 Sigmar er skráður meðhöfundur bókarinnar Topp-10 listinn ásamt þeim Þossa og Jóni Atla. Sigmari segir að sér þyki það miður, en hann hafi ekki komið að gerð bókarinnar svo neinu nemi. vísir/samsett Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir miður að hafa verið partur af eitraðri menningu sem ríkti á útvarpsstöðinni X-inu og víðar á tímabili. „Þetta er auðvitað ekki nýtt og hefur verið rætt áður. Um þennan tíma á X-inu. Ég hef ekki séð þessa bók í áratugi, hún var gefin út í lok árs 1998, ég hef aldrei átt eintak. Ég kom ekki að því að taka saman listana í þetta. Þeir Jón Atli og Þossi gerðu það. Þeir fengu greitt fyrir hana, ég ekki,“ segir Sigmar. Nú er sláturtíð. Fjölmiðlar fara í saumana á fortíð frambjóðenda og mál Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda fyrir Samfylkingu, er í fersku minni. Nú hefur verið dregin fram í dagsljósið bók sem Fínn miðill gaf út árið 1998 og varðar Sigmar. Framkvæmdastjóri þess fyrirtækis var á þeim tíma Guðlaugur Þór Þórðarson loftslagsráðherra með meiru. Bókin Topp-10 listinn sem var fastur dagskrárliður á útvarpsstöðinni X-inu 97,7 undir aldamót. Höfundar eru þeir Sigmar Guðmundsson, Þorsteinn Hreggviðsson og Jón Atli Jónasson. Sigmar er til að mynda ekki á forsíðu bókarinnar og það var ástæða fyrir því. Normið var svartur grófur húmor „Þeir eru allir í hópi fyrstu dagskrárgerðarmanna sem réðust til stöðvarinnar þegar hún fór í loftið. Þeir hafa þó alltaf haldið hópinn þó lífið hafi beint þeim í ólíkar áttir og eru að vissu leyti eins og skytturnar þrjár. Einn fyrir alla og allir fyrir topp-10 listann,“ segir á bókarkápu. Um er að ræða grínbók en í því andrúmi sem nú ríkir, þar sem allt verður bókstaflegt, gæti bókin innihaldið setningar sem þeir vilja síður standa að baki núna og mætti gjarnan túlka sem þrungna kvenfyrirlitningu. Hér eru fáein dæmi: Hvað þarft þú að taka með um verslunarmannahelgina... 08 Svefnlyf ef þú hittir þá réttu. Af hverju er betra að enda í helvíti en á himnum? 01 Það er ekki góð hárgreiðslustofa á himnum af því að allir hommar fara til helvítis. Ástæður fyrir vinsældum Íslands meðal erlendra ferðamanna... 05 Þú getur verið mongólíti með aflitað hár og hlustað á FM 957 án þess að það sé gert grín að þér. 04 Stelpurnar byrja margar 13 til 14 ára að sofa hjá. Það sem þú gerir kærustunni helst ekki á valentínusardaginn ... 03 Lemur hana fyrir framan foreldra hennar. 01 Lætur Dodda litla ríða henni og færð að horfa á. „Mér finnst eðlilegt að ríkari kröfur séu gerðar til kjörinna fulltrúa með svona mál en einhverra annarra,“ segir Sigmar og hefur ekkert á móti því að ræða þessa bók. Hann segir flesta listana, sem hann hafði ekki mikið af að segja, vera tekna úr þáttum sem tóku við eftir að hann hætti og réðst þá skömmu síðar til fréttastofu Ríkisútvarpsins. Sigmar segir jafnframt bókina ekki vera neitt leyndarmál, hún hafi komið út og orðin hafi verið sögð í útvarpið þannig að þúsundir heyrðu. „Þó flestir listarnir skrifist á þá eru einhverjir þarna á sameiginlegri ábyrgð okkar Þossa. Þetta er því miður af sama meiði og oft var á þeim tíma; baneitruð karlmennska ríkti. Í þessum þáttum á X-inu og víðar. Þetta var norm, svartur og grófur húmor var norm, og litlar sem engar athugasemdir gerðar við það því miður.“ Mjög eitraður tími Sigmar segir unga útvarpsmenn hafa verið að apa eftir erlendum grínistum á borð við Eddy Murphy, sem gaf út uppistandssýninguna Raw, Andrew Dice Clay og útvarpsmanninn Howard Stern. Topp 10 listarnir er bók sem myndi ekki fljúga hátt væri hún gefin út í dag. „Þarna voru á þessum tíma nokkrir þættir með sama svarta húmorinn á þessu tímabili, bæði á X-inu og Aðalstöðinni. Þarna var eitt og annað látið flakka sem var eitrað en fáir gerðu athugasemd við þá - illu heilli, þetta eitraða dæmi þótti miklu eðlilegra þá en nú er.“ Sigmar segist ekki stoltur af öllu því sem hann sagði opinberlega meðan hann var útvarpsmaður á X-inu. „Þetta var mjög eitraður tími. Og mér finnst ekki gaman að vera titlaður meðhöfundur þessarar bókar. Enda er það sem þarna er sagt ekki í neinum takti við það sem þykir eðlilegt í dag og engan veginn í samræmi við það sem mér finnst í dag. Þetta átti að vera einhvers konar grín, ósmekklegt og eins og ég hef áður sagt, þá hef ég aldrei verið stoltur af því að hafa tekið þátt í sumu því sem þarna var í gangi.“ Ekkert að því að gera þetta tímabil upp Eins og áður sagði var Sigmar kominn á fréttastofu RÚV þegar bókin kom út og var þá oft spurður þar hvernig það væri að vera kominn þangað hafandi verið á X-inu þar sem allt var látið gossa. „Og ég hef margoft látið það í ljós í samtölum að mér finnist ekkert æðislegt að hafa verið hluti af þessu.“ Sigmar efast um að þetta muni reynast honum óþægur ljár í þúfu í kosningunum, þó bókina beri á góma núna sé þetta ekkert nýtt, ekki sé um að ræða neina beinagrind í hans skápum. Sigmar segir þá tíma meðan hann var á X-inu hafa verið eitraða og hann er ekki stoltur af ýmsu sem hann sagði í það útvarp.vísir/vilhelm „Og ég get vel skilið þörfina í samfélaginu að vilja gera þetta tímabil upp. Ég hef tekið þátt í því þegar ég hef verið spurður, mér finnst ýmislegt sem sagt var á X-inu ekki til eftirbreytni.“ En finnst þér ekkert sérkennilegt við það að tekið sé upp gildismat sem ríkjandi er í dag og það borið saman við eitthvað sem sjálfsagt þótti fyrir 20 árum? „Nei, ég ætla ekkert að vera að tala eins og ég vilji gera lítið úr þessu. Ég er ekki stoltur að hafa verið partur af eitraðri menningu og það er gott að það sé umræða um þetta. Er það ekki eins með samfélög og einstaklinga, það er að reyna að þroskast? Á þessum tíma var til að mynda talað gáleysislega um eiturlyf, dægurlagatextar voru fullir af þessu og annað … þetta var á margan hátt skrítinn tími. Þá leyfðust hlutir sem ekki þykja í lagi í dag,“ segir Sigmar. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Jafnréttismál Grín og gaman Suðvesturkjördæmi Fjölmiðlar Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
„Þetta er auðvitað ekki nýtt og hefur verið rætt áður. Um þennan tíma á X-inu. Ég hef ekki séð þessa bók í áratugi, hún var gefin út í lok árs 1998, ég hef aldrei átt eintak. Ég kom ekki að því að taka saman listana í þetta. Þeir Jón Atli og Þossi gerðu það. Þeir fengu greitt fyrir hana, ég ekki,“ segir Sigmar. Nú er sláturtíð. Fjölmiðlar fara í saumana á fortíð frambjóðenda og mál Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda fyrir Samfylkingu, er í fersku minni. Nú hefur verið dregin fram í dagsljósið bók sem Fínn miðill gaf út árið 1998 og varðar Sigmar. Framkvæmdastjóri þess fyrirtækis var á þeim tíma Guðlaugur Þór Þórðarson loftslagsráðherra með meiru. Bókin Topp-10 listinn sem var fastur dagskrárliður á útvarpsstöðinni X-inu 97,7 undir aldamót. Höfundar eru þeir Sigmar Guðmundsson, Þorsteinn Hreggviðsson og Jón Atli Jónasson. Sigmar er til að mynda ekki á forsíðu bókarinnar og það var ástæða fyrir því. Normið var svartur grófur húmor „Þeir eru allir í hópi fyrstu dagskrárgerðarmanna sem réðust til stöðvarinnar þegar hún fór í loftið. Þeir hafa þó alltaf haldið hópinn þó lífið hafi beint þeim í ólíkar áttir og eru að vissu leyti eins og skytturnar þrjár. Einn fyrir alla og allir fyrir topp-10 listann,“ segir á bókarkápu. Um er að ræða grínbók en í því andrúmi sem nú ríkir, þar sem allt verður bókstaflegt, gæti bókin innihaldið setningar sem þeir vilja síður standa að baki núna og mætti gjarnan túlka sem þrungna kvenfyrirlitningu. Hér eru fáein dæmi: Hvað þarft þú að taka með um verslunarmannahelgina... 08 Svefnlyf ef þú hittir þá réttu. Af hverju er betra að enda í helvíti en á himnum? 01 Það er ekki góð hárgreiðslustofa á himnum af því að allir hommar fara til helvítis. Ástæður fyrir vinsældum Íslands meðal erlendra ferðamanna... 05 Þú getur verið mongólíti með aflitað hár og hlustað á FM 957 án þess að það sé gert grín að þér. 04 Stelpurnar byrja margar 13 til 14 ára að sofa hjá. Það sem þú gerir kærustunni helst ekki á valentínusardaginn ... 03 Lemur hana fyrir framan foreldra hennar. 01 Lætur Dodda litla ríða henni og færð að horfa á. „Mér finnst eðlilegt að ríkari kröfur séu gerðar til kjörinna fulltrúa með svona mál en einhverra annarra,“ segir Sigmar og hefur ekkert á móti því að ræða þessa bók. Hann segir flesta listana, sem hann hafði ekki mikið af að segja, vera tekna úr þáttum sem tóku við eftir að hann hætti og réðst þá skömmu síðar til fréttastofu Ríkisútvarpsins. Sigmar segir jafnframt bókina ekki vera neitt leyndarmál, hún hafi komið út og orðin hafi verið sögð í útvarpið þannig að þúsundir heyrðu. „Þó flestir listarnir skrifist á þá eru einhverjir þarna á sameiginlegri ábyrgð okkar Þossa. Þetta er því miður af sama meiði og oft var á þeim tíma; baneitruð karlmennska ríkti. Í þessum þáttum á X-inu og víðar. Þetta var norm, svartur og grófur húmor var norm, og litlar sem engar athugasemdir gerðar við það því miður.“ Mjög eitraður tími Sigmar segir unga útvarpsmenn hafa verið að apa eftir erlendum grínistum á borð við Eddy Murphy, sem gaf út uppistandssýninguna Raw, Andrew Dice Clay og útvarpsmanninn Howard Stern. Topp 10 listarnir er bók sem myndi ekki fljúga hátt væri hún gefin út í dag. „Þarna voru á þessum tíma nokkrir þættir með sama svarta húmorinn á þessu tímabili, bæði á X-inu og Aðalstöðinni. Þarna var eitt og annað látið flakka sem var eitrað en fáir gerðu athugasemd við þá - illu heilli, þetta eitraða dæmi þótti miklu eðlilegra þá en nú er.“ Sigmar segist ekki stoltur af öllu því sem hann sagði opinberlega meðan hann var útvarpsmaður á X-inu. „Þetta var mjög eitraður tími. Og mér finnst ekki gaman að vera titlaður meðhöfundur þessarar bókar. Enda er það sem þarna er sagt ekki í neinum takti við það sem þykir eðlilegt í dag og engan veginn í samræmi við það sem mér finnst í dag. Þetta átti að vera einhvers konar grín, ósmekklegt og eins og ég hef áður sagt, þá hef ég aldrei verið stoltur af því að hafa tekið þátt í sumu því sem þarna var í gangi.“ Ekkert að því að gera þetta tímabil upp Eins og áður sagði var Sigmar kominn á fréttastofu RÚV þegar bókin kom út og var þá oft spurður þar hvernig það væri að vera kominn þangað hafandi verið á X-inu þar sem allt var látið gossa. „Og ég hef margoft látið það í ljós í samtölum að mér finnist ekkert æðislegt að hafa verið hluti af þessu.“ Sigmar efast um að þetta muni reynast honum óþægur ljár í þúfu í kosningunum, þó bókina beri á góma núna sé þetta ekkert nýtt, ekki sé um að ræða neina beinagrind í hans skápum. Sigmar segir þá tíma meðan hann var á X-inu hafa verið eitraða og hann er ekki stoltur af ýmsu sem hann sagði í það útvarp.vísir/vilhelm „Og ég get vel skilið þörfina í samfélaginu að vilja gera þetta tímabil upp. Ég hef tekið þátt í því þegar ég hef verið spurður, mér finnst ýmislegt sem sagt var á X-inu ekki til eftirbreytni.“ En finnst þér ekkert sérkennilegt við það að tekið sé upp gildismat sem ríkjandi er í dag og það borið saman við eitthvað sem sjálfsagt þótti fyrir 20 árum? „Nei, ég ætla ekkert að vera að tala eins og ég vilji gera lítið úr þessu. Ég er ekki stoltur að hafa verið partur af eitraðri menningu og það er gott að það sé umræða um þetta. Er það ekki eins með samfélög og einstaklinga, það er að reyna að þroskast? Á þessum tíma var til að mynda talað gáleysislega um eiturlyf, dægurlagatextar voru fullir af þessu og annað … þetta var á margan hátt skrítinn tími. Þá leyfðust hlutir sem ekki þykja í lagi í dag,“ segir Sigmar.
Hvað þarft þú að taka með um verslunarmannahelgina... 08 Svefnlyf ef þú hittir þá réttu. Af hverju er betra að enda í helvíti en á himnum? 01 Það er ekki góð hárgreiðslustofa á himnum af því að allir hommar fara til helvítis. Ástæður fyrir vinsældum Íslands meðal erlendra ferðamanna... 05 Þú getur verið mongólíti með aflitað hár og hlustað á FM 957 án þess að það sé gert grín að þér. 04 Stelpurnar byrja margar 13 til 14 ára að sofa hjá. Það sem þú gerir kærustunni helst ekki á valentínusardaginn ... 03 Lemur hana fyrir framan foreldra hennar. 01 Lætur Dodda litla ríða henni og færð að horfa á.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Jafnréttismál Grín og gaman Suðvesturkjördæmi Fjölmiðlar Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira