Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar 19. nóvember 2024 07:46 Það má ekki brjóta lög við lagasetningu á Alþingi. Þetta er nokkuð sem flestir skilja. Síðastliðin vor gerðum við í Viðreisn miklar athugasemdir við framgöngu fráfarandi stjórnarmeirihluta sem með dyggum stuðningi Miðflokksins keyrði í gegn fráleita breytingu á búvörulögum án þess að skeyta um lögbundin vinnubrögð Alþingis. Viðreisn gagnrýndi annars vegar efnisatriði breytinganna þar sem meirihluti Alþingis kippti einfaldlega skilyrðum fyrir heilbrigða samkeppni og neytendavernd kippt úr sambandi í þágu nokkurra stórfyrirtækja. Hins vegar gagnrýndum við vinnubrögð meirihlutans enda voru þau algjörlega forkastanleg þar sem umdeildar og viðamiklar breytingar á búvörulögum voru keyrðar í gegnum þingið án nauðsynlegrar umræðu og vinnu. Unnu gegn hagsmunum heimila Í stuttu máli snerist breytingin um að samkeppnislögum var einfaldlega kippt úr sambandi með tilheyrandi tjóni fyrir heimili landsins. Kjötafurðastöðvar gátu þannig í kjölfarið sameinast án nokkurra takmarkana og þeim heimilað að hafa með sér alls konar samráð sem í öðrum atvinnugreinum er bæði ólögmætt og refsivert. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að lagabreytingin var keyrð í gegn hefur eitt stærsta fyrirtækið á kjötafurðamarkaði keypt önnur slík, án þess að Samkeppniseftirlitið hafi rönd við reist. Nú hefur Héraðsdómur slegið því föstu að þessi breyting flokkanna fjögurra hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Héraðsdómur hefur þannig tekið skýra afstöðu með stjórnarskránni, með heimilum og með heilbrigðri samkeppni gegn framgöngu fráfarandi stjórnarmeirihluta Alþingis. Það er kominn tími á nýja ríkisstjórn sem vinnur með almannahagsmunum, ekki gegn þeim. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Búvörusamningar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það má ekki brjóta lög við lagasetningu á Alþingi. Þetta er nokkuð sem flestir skilja. Síðastliðin vor gerðum við í Viðreisn miklar athugasemdir við framgöngu fráfarandi stjórnarmeirihluta sem með dyggum stuðningi Miðflokksins keyrði í gegn fráleita breytingu á búvörulögum án þess að skeyta um lögbundin vinnubrögð Alþingis. Viðreisn gagnrýndi annars vegar efnisatriði breytinganna þar sem meirihluti Alþingis kippti einfaldlega skilyrðum fyrir heilbrigða samkeppni og neytendavernd kippt úr sambandi í þágu nokkurra stórfyrirtækja. Hins vegar gagnrýndum við vinnubrögð meirihlutans enda voru þau algjörlega forkastanleg þar sem umdeildar og viðamiklar breytingar á búvörulögum voru keyrðar í gegnum þingið án nauðsynlegrar umræðu og vinnu. Unnu gegn hagsmunum heimila Í stuttu máli snerist breytingin um að samkeppnislögum var einfaldlega kippt úr sambandi með tilheyrandi tjóni fyrir heimili landsins. Kjötafurðastöðvar gátu þannig í kjölfarið sameinast án nokkurra takmarkana og þeim heimilað að hafa með sér alls konar samráð sem í öðrum atvinnugreinum er bæði ólögmætt og refsivert. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að lagabreytingin var keyrð í gegn hefur eitt stærsta fyrirtækið á kjötafurðamarkaði keypt önnur slík, án þess að Samkeppniseftirlitið hafi rönd við reist. Nú hefur Héraðsdómur slegið því föstu að þessi breyting flokkanna fjögurra hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Héraðsdómur hefur þannig tekið skýra afstöðu með stjórnarskránni, með heimilum og með heilbrigðri samkeppni gegn framgöngu fráfarandi stjórnarmeirihluta Alþingis. Það er kominn tími á nýja ríkisstjórn sem vinnur með almannahagsmunum, ekki gegn þeim. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar