Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar 19. nóvember 2024 08:45 Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir því að taka stórar ákvarðanir á næstunni sem geta mótað efnahagslega framtíð landsins um ókomna tíð. Hugmyndir um að ráðast í stóraukna húsnæðisuppbyggingu, virkjanaframkvæmdir og jafnvel lækkun skatta, ásamt því að útdeila eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka samtímis til almennings, vekja skiljanlenlega áhuga kjósenda nú rétt fyrir Alþingiskosningar. Hvað þýða þessar hugmyndir í samhengi við stöðu ríkisfjármála og íslenskan vinnumarkað? Ríkissjóður Íslands hefur verið að jafna sig smátt og smátt eftir áskoranir undanfarinna ára, þar á meðal heimsfaraldur og aukinn hallarekstur því samhliða. Þó að halli ríkissjóðs hafi minnkað á síðasta ári, er skuldastaða hans ennþá mikil áskorun að vinna á. Aukin húsnæðisuppbygging og virkjanaframkvæmdir eru þó mikilvæg skref fyrir langtíma hagvöxt. Aukið framboð á húsnæði gæti dregið úr þrýstingi á fasteignamarkaði og fjárfestingar í orkuinnviðum gætu skapað ný tækifæri fyrir ýmsar atvinnugreinar. Hins vegar er ljóst að slík áform krefjast mikils vinnuafls, sem íslenskur vinnumarkaður á erfitt með að mæta. Á meðan atvinnuleysi er í lágmarki eins og staðan er nú á vinnumarkaði er óhjákvæmilegt að flytja inn erlenda starfsmenn. Ef skattalækkanir eru framkvæmdar, samhliða stórfelldum fjárfestingum í húsnæði og virkjunum, skapar það aukna fjárhagslega byrði fyrir ríkissjóð. Minnkandi tekjur ríkissjóðs og aukin útgjöld leiða til þess að ríkið þyrfti annað hvort að skera óhóflega niður í sínum rekstri eða auka lántökur, sem hækka þá aftur skuldir ríkisins og vaxtakostnað. Að útdeila hlutabréfum í Íslandsbanka með þjóðinni hefur verið kynnt sem hugmynd sem eykur jöfnuð og þátttöku almennings í eignarhaldi. Þó að þetta hljómi vel í eyrum kjósenda, þá myndi slíkt skerða framtíðararðgreiðslur til ríkissjóðs og mögulega veikja stöðu bankans á markaði. Þessa eign ætti frekar að nýta til að fjármagna framkvæmdir eða styrkja innviði í samfélaginu. Hvað ber að gera? Mikilvægt er að forgangsraða verkefnum ríkisins með skýrri stefnu og varkárni. Að fara í framkvæmdir án þess að skapa of mikla þenslu og tryggja sjálfbærni ríkisfjármála er lykilatriði. Fjárfestingar í húsnæði og orkuinnviðum eru nauðsynlegar, en þær ættu að fara fram í samræmi við skýra áætlun um fjármögnun og mannafla. Þjóðhagslegur stöðugleiki og ábyrg hagstjórn verða að vera leiðarljósið. Það er verkefni okkar allra að leggja grunn að sjálfbæru hagkerfi sem þjónar bæði nútíð og framtíð. Það liggur í augum uppi að ekki er mögulegt að fara samtímis í að virkja meira, byggja meira, lækka skatta og útdeila eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka til almennings nema að það fari illa fyrir íslensku þjóðarbúi. Að halda öðru fram er rökvilla! Höfundur er byggingarverkfræðingur og stuðningsmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir því að taka stórar ákvarðanir á næstunni sem geta mótað efnahagslega framtíð landsins um ókomna tíð. Hugmyndir um að ráðast í stóraukna húsnæðisuppbyggingu, virkjanaframkvæmdir og jafnvel lækkun skatta, ásamt því að útdeila eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka samtímis til almennings, vekja skiljanlenlega áhuga kjósenda nú rétt fyrir Alþingiskosningar. Hvað þýða þessar hugmyndir í samhengi við stöðu ríkisfjármála og íslenskan vinnumarkað? Ríkissjóður Íslands hefur verið að jafna sig smátt og smátt eftir áskoranir undanfarinna ára, þar á meðal heimsfaraldur og aukinn hallarekstur því samhliða. Þó að halli ríkissjóðs hafi minnkað á síðasta ári, er skuldastaða hans ennþá mikil áskorun að vinna á. Aukin húsnæðisuppbygging og virkjanaframkvæmdir eru þó mikilvæg skref fyrir langtíma hagvöxt. Aukið framboð á húsnæði gæti dregið úr þrýstingi á fasteignamarkaði og fjárfestingar í orkuinnviðum gætu skapað ný tækifæri fyrir ýmsar atvinnugreinar. Hins vegar er ljóst að slík áform krefjast mikils vinnuafls, sem íslenskur vinnumarkaður á erfitt með að mæta. Á meðan atvinnuleysi er í lágmarki eins og staðan er nú á vinnumarkaði er óhjákvæmilegt að flytja inn erlenda starfsmenn. Ef skattalækkanir eru framkvæmdar, samhliða stórfelldum fjárfestingum í húsnæði og virkjunum, skapar það aukna fjárhagslega byrði fyrir ríkissjóð. Minnkandi tekjur ríkissjóðs og aukin útgjöld leiða til þess að ríkið þyrfti annað hvort að skera óhóflega niður í sínum rekstri eða auka lántökur, sem hækka þá aftur skuldir ríkisins og vaxtakostnað. Að útdeila hlutabréfum í Íslandsbanka með þjóðinni hefur verið kynnt sem hugmynd sem eykur jöfnuð og þátttöku almennings í eignarhaldi. Þó að þetta hljómi vel í eyrum kjósenda, þá myndi slíkt skerða framtíðararðgreiðslur til ríkissjóðs og mögulega veikja stöðu bankans á markaði. Þessa eign ætti frekar að nýta til að fjármagna framkvæmdir eða styrkja innviði í samfélaginu. Hvað ber að gera? Mikilvægt er að forgangsraða verkefnum ríkisins með skýrri stefnu og varkárni. Að fara í framkvæmdir án þess að skapa of mikla þenslu og tryggja sjálfbærni ríkisfjármála er lykilatriði. Fjárfestingar í húsnæði og orkuinnviðum eru nauðsynlegar, en þær ættu að fara fram í samræmi við skýra áætlun um fjármögnun og mannafla. Þjóðhagslegur stöðugleiki og ábyrg hagstjórn verða að vera leiðarljósið. Það er verkefni okkar allra að leggja grunn að sjálfbæru hagkerfi sem þjónar bæði nútíð og framtíð. Það liggur í augum uppi að ekki er mögulegt að fara samtímis í að virkja meira, byggja meira, lækka skatta og útdeila eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka til almennings nema að það fari illa fyrir íslensku þjóðarbúi. Að halda öðru fram er rökvilla! Höfundur er byggingarverkfræðingur og stuðningsmaður Framsóknar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun