Að lifa með reisn Sandra Sigurðardóttir skrifar 19. nóvember 2024 20:17 Ég tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks nú í vikunni. Meginumræðuefnið var hvernig sveitarfélögum hefði tekist að þjónusta fatlað fólk, nú 13 árum eftir að sveitarfélögin tóku við málaflokknum af hendi ríkisins. Það stakk mig í hjartað að heyra talað um fólk með fatlanir sem byrði á sveitarfélögum og stóran og íþyngjandi kostnaðarlið. Við erum að tala um fólk, ekki tölur á blaði. Fólk sem á rétt á að lifa með reisn og fá þá þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum sem við höfum undirritað. Skilyrðislaust. Það verður að segjast eins og er að líkt og þegar grunnskólinn var færður yfir til sveitarfélaga haustið 1996 vantaði verulega upp á skýra framtíðarsýn í málaflokknum. Ríkið hefði þurft að tryggja sveitarfélögunum mun meira fjármagn til þess að þau gætu staðið við lögbundnar skuldbindingar sínar, ekki bara til nokkurra mánaða eða ára heldur til frambúðar. Um leið þarf að huga að því að efla tekjustofna sveitarfélaga til að þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlað fólk án þess að hækka álögur á íbúa, eða vera upp á duttlunga ríkisvaldsins komin hverju sinni . Það mætti til dæmis gera með því að hluti af fjármagnstekjum íbúa rynnu til þess sveitarfélags þar sem viðkomandi hefur búsetu og nýtur þjónustu, en ekki til ríkisins eingöngu eins og nú er. Það er sanngjörn og einföld aðgerð. Flækjustig sem gerir engum gott Allt of margt í kerfunum okkar er óskilvirkt og einkennist af of háu flækjustigi. Flækjustigi sem er vel hægt að breyta, ef viljinn er fyrir hendi. Alls staðar í kerfunum starfar líka fólk sem vill gera vel, en getur það ekki vegna þess að verkefni eru vanfjármögnuð og illa undirbúin í upphafi. Dæmi um slíkt eru lög um persónulega notendastýrða aðstoð (NPA) sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018. Þar er settur kvóti á fjölda samninga, rétt eins og um hlutdeildarlán eða aðra dauða hluti væri að ræða. Sem gerir það að verkum að fjöldi fólks sem uppfyllir öll skilyrði um NPA samninga fær ekki að njóta þess sjálfstæðis sem þeim er ætlað að veita. Það er ekki mikil reisn yfir því. Ég hef setið í bæjarstjórn í Hveragerði undanfarin ár og hef þannig kynnst því mikla óþarfa flækjustigi sem ríkir í málefnum fólks með fatlanir. Ég á það sammerkt með öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins að ég tel það ekki eftir mér að leita hingað og þangað í kerfinu eftir svörum um það hver eigi að veita hvaða þjónustu og hver eigi að greiða fyrir hana, þótt mér finnist það sorgleg sóun á mannauði að verkferlar í þessum mikilvæga málaflokki séu svo óskýrir. En að bjóða fólki með fatlanir og aðstandendum þeirra upp á að bíða vikum, mánuðum og jafnvel árum saman eftir því að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hver á að borga hvað er einfaldlega ekki boðlegt. Við hljótum að geta gert miklu betur. Breytum þessu! Höfundur er bæjarfulltrúi Hveragerðisbæjar og skipar 2. Sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Ég tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks nú í vikunni. Meginumræðuefnið var hvernig sveitarfélögum hefði tekist að þjónusta fatlað fólk, nú 13 árum eftir að sveitarfélögin tóku við málaflokknum af hendi ríkisins. Það stakk mig í hjartað að heyra talað um fólk með fatlanir sem byrði á sveitarfélögum og stóran og íþyngjandi kostnaðarlið. Við erum að tala um fólk, ekki tölur á blaði. Fólk sem á rétt á að lifa með reisn og fá þá þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum sem við höfum undirritað. Skilyrðislaust. Það verður að segjast eins og er að líkt og þegar grunnskólinn var færður yfir til sveitarfélaga haustið 1996 vantaði verulega upp á skýra framtíðarsýn í málaflokknum. Ríkið hefði þurft að tryggja sveitarfélögunum mun meira fjármagn til þess að þau gætu staðið við lögbundnar skuldbindingar sínar, ekki bara til nokkurra mánaða eða ára heldur til frambúðar. Um leið þarf að huga að því að efla tekjustofna sveitarfélaga til að þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlað fólk án þess að hækka álögur á íbúa, eða vera upp á duttlunga ríkisvaldsins komin hverju sinni . Það mætti til dæmis gera með því að hluti af fjármagnstekjum íbúa rynnu til þess sveitarfélags þar sem viðkomandi hefur búsetu og nýtur þjónustu, en ekki til ríkisins eingöngu eins og nú er. Það er sanngjörn og einföld aðgerð. Flækjustig sem gerir engum gott Allt of margt í kerfunum okkar er óskilvirkt og einkennist af of háu flækjustigi. Flækjustigi sem er vel hægt að breyta, ef viljinn er fyrir hendi. Alls staðar í kerfunum starfar líka fólk sem vill gera vel, en getur það ekki vegna þess að verkefni eru vanfjármögnuð og illa undirbúin í upphafi. Dæmi um slíkt eru lög um persónulega notendastýrða aðstoð (NPA) sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018. Þar er settur kvóti á fjölda samninga, rétt eins og um hlutdeildarlán eða aðra dauða hluti væri að ræða. Sem gerir það að verkum að fjöldi fólks sem uppfyllir öll skilyrði um NPA samninga fær ekki að njóta þess sjálfstæðis sem þeim er ætlað að veita. Það er ekki mikil reisn yfir því. Ég hef setið í bæjarstjórn í Hveragerði undanfarin ár og hef þannig kynnst því mikla óþarfa flækjustigi sem ríkir í málefnum fólks með fatlanir. Ég á það sammerkt með öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins að ég tel það ekki eftir mér að leita hingað og þangað í kerfinu eftir svörum um það hver eigi að veita hvaða þjónustu og hver eigi að greiða fyrir hana, þótt mér finnist það sorgleg sóun á mannauði að verkferlar í þessum mikilvæga málaflokki séu svo óskýrir. En að bjóða fólki með fatlanir og aðstandendum þeirra upp á að bíða vikum, mánuðum og jafnvel árum saman eftir því að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hver á að borga hvað er einfaldlega ekki boðlegt. Við hljótum að geta gert miklu betur. Breytum þessu! Höfundur er bæjarfulltrúi Hveragerðisbæjar og skipar 2. Sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun