Sandra Sigurðardóttir

Fréttamynd

Orð­ræða sem sam­einar – ekki sundrar

Undanfarna daga hefur umræðan sérstaklega snúist um menntamál. Það er eðlilegt, menntun snertir okkur öll og allir mega hafa skoðun á henni. En þegar umræðan verður einhliða svartsýn missum við sjónar á heildarmyndinni. Við gleymum því að í menntakerfinu eru ekki aðeins áskoranir, heldur einnig vel menntað fólk sem mætir nemendum af fagmennsku, nemendur sem blómstra og skólasamfélög sem vinna kraftaverk við krefjandi aðstæður.

Skoðun
Fréttamynd

Að lifa með reisn

Ég tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks nú í vikunni. Meginumræðuefnið var hvernig sveitarfélögum hefði tekist að þjónusta fatlað fólk, nú 13 árum eftir að sveitarfélögin tóku við málaflokknum af hendi ríkisins.

Skoðun
Fréttamynd

Lækkun gjalda fyrir barna­fjöl­skyldur í Hvera­gerði

Í upphafi þessa kjörtímabils setti meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar sér það markmið að gera Hveragerðisbæ að enn fjölskylduvænna samfélagi. Einn liður í því er að lækka álögur á barnafjölskyldur í bænum eins og tækifæri er til.

Skoðun
Fréttamynd

Hamarshöllin – á­fram gakk

Síðustu mánuði hefur farið gríðarlega mikill tími í undirbúningsvinnu fyrir uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ófáir fundir, símtöl, grúsk í gögnum, rökræða, útreikningar, samtöl við marga sérfræðinga og svona gæti ég áfram talið fram á morgun.

Skoðun
Fréttamynd

Betri þjónusta í fræðslu- og vel­ferðar­málum í Hvera­gerði

Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings (SVÁ) var stofnuð 2013 og var Hveragerðisbær hluti af því byggðasamlagi frá upphafi. Byggðasamlag er stjórnsýslueining þar sem sveitarfélög standa saman að rekstri í ákveðnum málaflokkum. Sagan segir að við Sunnlendingar séum heimsmeistarar í byggðasamlögum, þar sem við erum hluti af mun fleiri byggðasamlögum heldur en sveitarfélög í öðrum landshlutum.

Skoðun
Fréttamynd

Kæru Hver­gerðingar

Gleðilega kosningaviku og gleðilega hátíð. Við frambjóðendur höfum eftir fremsta megni reynt að koma málefnum okkar á framfæri síðastliðnar vikur og margir eru eflaust orðnir þreyttir á kosningaumfjöllun á meðan öðrum finnst ekki nóg af henni.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­bygging inn­viða

Íbúar Hveragerðis eru 3020 talsins og á kjörskrá eru 2284 manns. Við íbúar fáum þess kost þann 14. maí nk. að kjósa okkur fulltrúa sem við treystum best fyrir því að taka stórar ákvarðanir sem snúa að okkur öllum. Þessum fulltrúum þarf að vera hægt að treysta fyrir fjármunum okkar, að þeim sé varið og forgangsraðað rétt.

Skoðun
Fréttamynd

Hvera­gerði best í heimi

Við ólumst upp við að hlaupa á milli húsa í Hveragerði, banka á dyr og spyrja hvort vinirnir vildu koma út í Eina krónu. Engir snjallsímar sem kröfðust athygli okkar allan daginn og internetið svo frumstætt að línuleg dagskrá á Rúv var yfirleitt meira spennandi.

Skoðun