Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 06:46 ,,Ég heyri stundum í vinum mínum heima og ég tala bara við þá um hvað er að gerast hjá þeim. Ég vil ekki segja þeim frá lífinu mínu hérna á Íslandi, ég vil ekki að þeim liði illa. Hvernig á ég að segja þeim að ég megi fara í skóla og á fótboltaæfingu? Við höfðum ekki farið í skóla í fjögur ár”. Samkenndin og mannúðin í orðum þessa barns sem kíkti í heimsókn á skrifstofu Barnaheilla fyrr í mánuðinum er ofar skilningi flestra íslenskra barna og stórs hóps fullorðinna. Hann veit að hann er heppinn að hafa komist frá stríði en samviskubitið yfir að hafa sloppið og lifað af nagar hann. Það er gerð krafa á hann úr öllum áttum að vera þakklátur fyrir það, en hann þráir þó heitast að fara heim aftur. Börnin eru stundum reið og sár að hafa verið bolað í burtu, sakna fjölskyldu sinnar og vina. Á Íslandi er líka dimmt og kalt, tungumálið erfitt og samfélagið misstuðningsríkt. Framtíðarhorfur barna og hvernig þeim vegnar í samfélaginu okkar er á okkar ábyrgð. Við þurfum að sýna þeim skilning og stuðning. Með góðri móttöku flóttabarna og fjölskyldna þeirra höfum við tækifæri til að dýpka og auðga fjölbreytt samfélag en við erum að missa það úr höndunum á okkur. Inngilding þeirra í samfélagið þarf fjármagn, þekkingu og forgangsröðun. Á meðan við erum að rífast um hver hafi það verst, líða æskuár þessa barna. Aldrei hafa jafn mörg börn verið á flótta í heiminum vegna til dæmis stríða, jarðhræringa, fátæktar, loftslagsbreytinga og pólitískra ofsókna. Mjög lítill fjöldi þeirra endar á Íslandi og er einungis lítið brot af þeim sem flytja til landsins. Við getum gert mikið betur. Í dag eru 35 ár síðan Barnasáttmálinn var samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Í dag er Barnasáttmálinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims en einungis eitt ríki innan Sameinuðu þjóðanna hefur ekki samþykkt hann og það eru Bandaríkin. Í ár ákváðum við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, að einblína á 22. grein Barnasáttmálans. Greinin segir að börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eigi rétt á vernd og stuðningi til að nýta sér sjálfsögð mannréttindi í nýju landi samkvæmt Barnasáttmálanum. Við berum öll ábyrgð á því að vernda börn, bæta lífskjör þeirra og framtíðarhorfur. Í tengslum við daginn höfum við hjá Barnaheillum útbúið stutt myndband þar sem meðal annars er rætt við drenginn sem ég vitna í hér ofar sem og önnur börn sem öll eiga það sameiginlegt að hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ég hvet ykkur öll til að horfa á myndbandið og hlusta á börn og ungmenni sem hafa þurft að flýja heimili sín, innanlands sem utan, segja frá sínum veruleika á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Tótla I. Sæmundsdóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
,,Ég heyri stundum í vinum mínum heima og ég tala bara við þá um hvað er að gerast hjá þeim. Ég vil ekki segja þeim frá lífinu mínu hérna á Íslandi, ég vil ekki að þeim liði illa. Hvernig á ég að segja þeim að ég megi fara í skóla og á fótboltaæfingu? Við höfðum ekki farið í skóla í fjögur ár”. Samkenndin og mannúðin í orðum þessa barns sem kíkti í heimsókn á skrifstofu Barnaheilla fyrr í mánuðinum er ofar skilningi flestra íslenskra barna og stórs hóps fullorðinna. Hann veit að hann er heppinn að hafa komist frá stríði en samviskubitið yfir að hafa sloppið og lifað af nagar hann. Það er gerð krafa á hann úr öllum áttum að vera þakklátur fyrir það, en hann þráir þó heitast að fara heim aftur. Börnin eru stundum reið og sár að hafa verið bolað í burtu, sakna fjölskyldu sinnar og vina. Á Íslandi er líka dimmt og kalt, tungumálið erfitt og samfélagið misstuðningsríkt. Framtíðarhorfur barna og hvernig þeim vegnar í samfélaginu okkar er á okkar ábyrgð. Við þurfum að sýna þeim skilning og stuðning. Með góðri móttöku flóttabarna og fjölskyldna þeirra höfum við tækifæri til að dýpka og auðga fjölbreytt samfélag en við erum að missa það úr höndunum á okkur. Inngilding þeirra í samfélagið þarf fjármagn, þekkingu og forgangsröðun. Á meðan við erum að rífast um hver hafi það verst, líða æskuár þessa barna. Aldrei hafa jafn mörg börn verið á flótta í heiminum vegna til dæmis stríða, jarðhræringa, fátæktar, loftslagsbreytinga og pólitískra ofsókna. Mjög lítill fjöldi þeirra endar á Íslandi og er einungis lítið brot af þeim sem flytja til landsins. Við getum gert mikið betur. Í dag eru 35 ár síðan Barnasáttmálinn var samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Í dag er Barnasáttmálinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims en einungis eitt ríki innan Sameinuðu þjóðanna hefur ekki samþykkt hann og það eru Bandaríkin. Í ár ákváðum við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, að einblína á 22. grein Barnasáttmálans. Greinin segir að börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eigi rétt á vernd og stuðningi til að nýta sér sjálfsögð mannréttindi í nýju landi samkvæmt Barnasáttmálanum. Við berum öll ábyrgð á því að vernda börn, bæta lífskjör þeirra og framtíðarhorfur. Í tengslum við daginn höfum við hjá Barnaheillum útbúið stutt myndband þar sem meðal annars er rætt við drenginn sem ég vitna í hér ofar sem og önnur börn sem öll eiga það sameiginlegt að hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ég hvet ykkur öll til að horfa á myndbandið og hlusta á börn og ungmenni sem hafa þurft að flýja heimili sín, innanlands sem utan, segja frá sínum veruleika á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun