Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2024 07:18 Sarah McBride og Nancy Mace. Getty Sarah McBride, fyrsta trans manneskjan til að vera kjörin á bandaríska þingið, sætir nú aðför af hálfu kollega sinna en fulltrúadeildarþingmaðurinn Nancy Mace frá Suður-Karólínu hyggst leggja fram tillögur að reglum um að banna trans konum að nota baðherbergi og skiptiklefa þinghússins fyrir konur. Samkvæmt New York Times hefur Mace, sem er Repúblikani, verið afar opin með það að tillögur hennar beinist bókstaflega gegn Demókratamnum McBride. „Sarah McBride fær engu um þetta ráðið,“ sagði hún við blaðamenn á mánudag. „Ég meina, líffræðilega er þetta karlmaður.“ Mace sagði McBride ekki eiga heim í rýmum fyrir konur. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, sem sjálfur er Repúblikani, hefur átt í mestu vandræðum með að svara því hvernig hann hyggst taka á málinu og hvorki svarað því af eða á hvort hann hyggst leggja tillögur Mace fram. I never thought we would need a sign for this, but women's restrooms are for BIOLOGICAL women. Not men. pic.twitter.com/42lOMhqHFT— Rep. Nancy Mace (@RepNancyMace) November 19, 2024 „Ég ætla ekki að taka þátt í kjánalegum umræðum um þetta,“ svaraði Johnson aðspurður á blaðamannafundi. Hann sagði nýja stöðu komna upp sem taka þyrfti á. Seinna sagði hann við blaðamenn: „Maður er maður og kona er kona. Og maður getur ekki orðið kona. Að því sögðu þá er það mín trú að við eigum að koma fram við alla af virðingu. Við getum gert bæði á sama tíma.“ McBride hefur ekki viljað svara spurningum um málið en sagðist á samfélagsmiðlum vonast til þess að kollegar hennar gætu fundið það hjá sér að gera eins og aðrir Bandaríkjamenn og starfa við hlið annarra hvers saga væri ólík þeirra eigin. Aðrir þingmenn Repúblikana hafa tekið undir með Mace en félagar McBride í Demókrataflokknum komið henni til varna. Þingmaðurinn Melanie Stansbury frá Nýju-Mexíkó komst við þegar hún sagði framgöngu Repúblikana hafa áhrif á milljónir hinsegin fólks sem væri uggandi um stöðu sína eftir kosningarnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Samkvæmt New York Times hefur Mace, sem er Repúblikani, verið afar opin með það að tillögur hennar beinist bókstaflega gegn Demókratamnum McBride. „Sarah McBride fær engu um þetta ráðið,“ sagði hún við blaðamenn á mánudag. „Ég meina, líffræðilega er þetta karlmaður.“ Mace sagði McBride ekki eiga heim í rýmum fyrir konur. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, sem sjálfur er Repúblikani, hefur átt í mestu vandræðum með að svara því hvernig hann hyggst taka á málinu og hvorki svarað því af eða á hvort hann hyggst leggja tillögur Mace fram. I never thought we would need a sign for this, but women's restrooms are for BIOLOGICAL women. Not men. pic.twitter.com/42lOMhqHFT— Rep. Nancy Mace (@RepNancyMace) November 19, 2024 „Ég ætla ekki að taka þátt í kjánalegum umræðum um þetta,“ svaraði Johnson aðspurður á blaðamannafundi. Hann sagði nýja stöðu komna upp sem taka þyrfti á. Seinna sagði hann við blaðamenn: „Maður er maður og kona er kona. Og maður getur ekki orðið kona. Að því sögðu þá er það mín trú að við eigum að koma fram við alla af virðingu. Við getum gert bæði á sama tíma.“ McBride hefur ekki viljað svara spurningum um málið en sagðist á samfélagsmiðlum vonast til þess að kollegar hennar gætu fundið það hjá sér að gera eins og aðrir Bandaríkjamenn og starfa við hlið annarra hvers saga væri ólík þeirra eigin. Aðrir þingmenn Repúblikana hafa tekið undir með Mace en félagar McBride í Demókrataflokknum komið henni til varna. Þingmaðurinn Melanie Stansbury frá Nýju-Mexíkó komst við þegar hún sagði framgöngu Repúblikana hafa áhrif á milljónir hinsegin fólks sem væri uggandi um stöðu sína eftir kosningarnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira