Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar 20. nóvember 2024 13:00 Almenningsbókasöfn gegna lykilhlutverki og eru lífæð nútímasamfélags sem styður við menntun, menningu og lýðræði. Fjárfesting í bókasöfnum er fjárfesting í samfélagi þar sem jafnræði, lýðræðisleg þátttaka og menningarleg fjölbreytni eru höfð að leiðarljósi. Það er skylda okkar sem samfélags að standa vörð um þessi verðmæti. Bókasöfnin hafa þróast í samfélagsmiðstöðvar sem efla menntun, menningu og félagsleg tengsl. Með lögum um bókasöfn frá 2012, sem leggja áherslu á jafnan aðgang að upplýsingum, lýðræðislega umræðu og varðveislu menningararfs, hafa bókasöfnin öðlast enn meiri þýðingu. Þrátt fyrir tæknibyltingu og aukið rafrænt aðgengi að upplýsingum, eru almenningsbókasöfn ómissandi fyrir lýðræðislegt og sjálfbært samfélag. Eitt helsta hlutverk bókasafna er að tryggja aðgang að upplýsingum. Þetta er ekki aðeins menntunarlegt verkefni, heldur stefna sem styrkir samfélagslegt réttlæti. Aðgengi að bókasöfnum er grundvallarréttur, sérstaklega fyrir þau sem ekki hafa fjárráð til bókakaupa eða greiða fyrir áskriftir að rafrænu efni. Með því að bjóða þessa þjónustu, stuðla bókasöfn að jöfnuði og koma í veg fyrir að efnahagsleg staða ráði aðgengi að upplýsingum og afþreyingu. Bókasöfn eru einnig vettvangur fyrir óhlutdrægar upplýsingar, sem er ómetanlegt í baráttunni gegn falsfréttum og rangfærslum. Í samfélagi þar sem pólitískur ágreiningur og skautun eru áberandi, er hlutlaust rými bókasafna mikilvægt til að tryggja að fólk hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum sem hjálpa þeim að taka upplýstar ákvarðanir. Á almenningsbókasöfnunum er boðið upp á safnkost og viðburði sem spegla fjölbreyttar raddir samfélagsins, þar með talið minnihlutahópa. Þetta hefur lýðræðislegt mikilvægi því það ýtir undir skilning, virðingu og víðsýni meðal fólks með ólíkan bakgrunn. Með því að bjóða upp á staði þar sem fólk getur komið saman, óháð stétt eða stöðu, styrkja bókasöfn félagsleg tengsl og efla samfélagslega samheldni. Í bókasafnalögum frá 2012 er sérstaklega tekið tillit til tæknibreytinga og kröfu um rafrænt aðgengi að efni. Bókasöfnin hafa aðlagast þessari þróun t.d með því að bjóða upp á rafbækur og hljóðbækur á Rafbókasafninu. Það opnar dyr að upplýsingum fyrir þau sem búa afskekkt, eiga erfitt með að komast á bókasafn eða fyrir þau sem ritaður texti er þröskuldur. Mörg, sérstaklega eldra fólk, nýta sér bókasöfn til að bæta þekkingu sína á snjalltækjum, samfélagsmiðlum og öðru sem er nauðsynlegt fyrir þátttöku í nútímasamfélagi. Aukin stafræn færni tryggir að fólk geti tekið fullan þátt í lýðræðislegum ferlum sem fara sífellt meira fram á netinu. Þrátt fyrir ómetanlegt gildi, standa bókasöfnin frammi fyrir áskorunum, ekki síst fjárhagslegum. Í bókasafnalögunum er kveðið á um að bæði ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á rekstri bókasafna, en niðurskurður og hagræðingarkröfur hafa oft sett starfsemi þeirra í hættu. Þetta er pólitískt álitamál sem snýr að forgangsröðun stjórnvalda. Þegar fjárhagsstaða bókasafna er veik, dregur úr getu þeirra til að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost, fræðslu og opið rými fyrir samfélagið. Því er mikilvægt að stjórnvöld líti á bókasöfn sem langtímafjárfestingu í menntun, menningu og lýðræði. Almenningsbókasöfnin eru ekki lúxus heldur nauðsyn fyrir samfélag sem vill standa vörð um jafnrétti, lýðræðislega þátttöku og menningarlega fjölbreytni. Með því að tryggja nægilegt fjármagn til bókasafna og stuðla að nýsköpun í starfsemi þeirra, geta stjórnvöld aukið menntunarstig, dregið úr félagslegri einangrun og styrkt lýðræðislegt umhverfi. Á tímum þar sem bæði efnahagslegt og pólitískt ójafnvægi er áberandi, eru bókasöfn mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Því er lykilatriði að stjórnvöld, sveitarfélög og almenningur átti sig á mikilvægi bókasafna og tryggi að þau fái það fjármagn og þann stuðning sem þau þurfa til að halda áfram að þjóna samfélaginu. Höfundur er deildarstjóri á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Söfn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Almenningsbókasöfn gegna lykilhlutverki og eru lífæð nútímasamfélags sem styður við menntun, menningu og lýðræði. Fjárfesting í bókasöfnum er fjárfesting í samfélagi þar sem jafnræði, lýðræðisleg þátttaka og menningarleg fjölbreytni eru höfð að leiðarljósi. Það er skylda okkar sem samfélags að standa vörð um þessi verðmæti. Bókasöfnin hafa þróast í samfélagsmiðstöðvar sem efla menntun, menningu og félagsleg tengsl. Með lögum um bókasöfn frá 2012, sem leggja áherslu á jafnan aðgang að upplýsingum, lýðræðislega umræðu og varðveislu menningararfs, hafa bókasöfnin öðlast enn meiri þýðingu. Þrátt fyrir tæknibyltingu og aukið rafrænt aðgengi að upplýsingum, eru almenningsbókasöfn ómissandi fyrir lýðræðislegt og sjálfbært samfélag. Eitt helsta hlutverk bókasafna er að tryggja aðgang að upplýsingum. Þetta er ekki aðeins menntunarlegt verkefni, heldur stefna sem styrkir samfélagslegt réttlæti. Aðgengi að bókasöfnum er grundvallarréttur, sérstaklega fyrir þau sem ekki hafa fjárráð til bókakaupa eða greiða fyrir áskriftir að rafrænu efni. Með því að bjóða þessa þjónustu, stuðla bókasöfn að jöfnuði og koma í veg fyrir að efnahagsleg staða ráði aðgengi að upplýsingum og afþreyingu. Bókasöfn eru einnig vettvangur fyrir óhlutdrægar upplýsingar, sem er ómetanlegt í baráttunni gegn falsfréttum og rangfærslum. Í samfélagi þar sem pólitískur ágreiningur og skautun eru áberandi, er hlutlaust rými bókasafna mikilvægt til að tryggja að fólk hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum sem hjálpa þeim að taka upplýstar ákvarðanir. Á almenningsbókasöfnunum er boðið upp á safnkost og viðburði sem spegla fjölbreyttar raddir samfélagsins, þar með talið minnihlutahópa. Þetta hefur lýðræðislegt mikilvægi því það ýtir undir skilning, virðingu og víðsýni meðal fólks með ólíkan bakgrunn. Með því að bjóða upp á staði þar sem fólk getur komið saman, óháð stétt eða stöðu, styrkja bókasöfn félagsleg tengsl og efla samfélagslega samheldni. Í bókasafnalögum frá 2012 er sérstaklega tekið tillit til tæknibreytinga og kröfu um rafrænt aðgengi að efni. Bókasöfnin hafa aðlagast þessari þróun t.d með því að bjóða upp á rafbækur og hljóðbækur á Rafbókasafninu. Það opnar dyr að upplýsingum fyrir þau sem búa afskekkt, eiga erfitt með að komast á bókasafn eða fyrir þau sem ritaður texti er þröskuldur. Mörg, sérstaklega eldra fólk, nýta sér bókasöfn til að bæta þekkingu sína á snjalltækjum, samfélagsmiðlum og öðru sem er nauðsynlegt fyrir þátttöku í nútímasamfélagi. Aukin stafræn færni tryggir að fólk geti tekið fullan þátt í lýðræðislegum ferlum sem fara sífellt meira fram á netinu. Þrátt fyrir ómetanlegt gildi, standa bókasöfnin frammi fyrir áskorunum, ekki síst fjárhagslegum. Í bókasafnalögunum er kveðið á um að bæði ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á rekstri bókasafna, en niðurskurður og hagræðingarkröfur hafa oft sett starfsemi þeirra í hættu. Þetta er pólitískt álitamál sem snýr að forgangsröðun stjórnvalda. Þegar fjárhagsstaða bókasafna er veik, dregur úr getu þeirra til að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost, fræðslu og opið rými fyrir samfélagið. Því er mikilvægt að stjórnvöld líti á bókasöfn sem langtímafjárfestingu í menntun, menningu og lýðræði. Almenningsbókasöfnin eru ekki lúxus heldur nauðsyn fyrir samfélag sem vill standa vörð um jafnrétti, lýðræðislega þátttöku og menningarlega fjölbreytni. Með því að tryggja nægilegt fjármagn til bókasafna og stuðla að nýsköpun í starfsemi þeirra, geta stjórnvöld aukið menntunarstig, dregið úr félagslegri einangrun og styrkt lýðræðislegt umhverfi. Á tímum þar sem bæði efnahagslegt og pólitískt ójafnvægi er áberandi, eru bókasöfn mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Því er lykilatriði að stjórnvöld, sveitarfélög og almenningur átti sig á mikilvægi bókasafna og tryggi að þau fái það fjármagn og þann stuðning sem þau þurfa til að halda áfram að þjóna samfélaginu. Höfundur er deildarstjóri á Borgarbókasafni Reykjavíkur.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun