Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar 21. nóvember 2024 13:30 Frelsi einstaklinga til skoðana og athafna er ekkert sérlega umdeilt lengur á Íslandi, sem betur fer. En það þarf þó að standa vörð um það sem endranær. Þá setur að manni ugg þegar maður les um stórfelldar takmarkanir á einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum, sérstaklega gagnvart konum, en þangað var jú horft í miklum mæli áður þegar rætt var um einstaklingsfrelsi. Hvernig hægt var að rjúfa fimmtíu ára gamla sátt um þungunarrof fyrir skemmstu er í raun nánast óskiljanlegt fyrir okkur sem búum í frjálslyndu landi þar sem sjálfsagt þykir að konur ráði sér sjálfar án afskipta af stjórnvöldum. Sem betur fer hefur persónuvernd hér á landi aukist jafnt og þétt á síðustu árum og með sífellt fullkomnari auðkenningartækni hefur frelsi einstaklingsins tekið framförum í samræmi við það. Þá þykir sífellt sjálfsagðara að horfast í augu við að gamlar staðalímyndir eru á margan hátt barn síns tíma og úreltar sem slíkar. Viðreisn fagnar fjölbreytileikanum og tekur sérstaklega fram í stefnuskrá sinni að hver og einn fái að elska þann sem þeim sýnist og kemur það einfaldlega stjórnvöldum ekki við hvert ástin leitar. Hvað á barnið að heita? Þessari spurningu svara foreldrar best sjálfir. Frekar en mannanafnanefnd. Það má þó réttlæta það að halda til haga sem fjölbreyttustu tillögum um mannanöfn til fróðleiks og skoðunar, en í öllum meginatriðum ættu foreldrar að ráða ferðinni. Það má líka horfa til þess hvernig nafn beygist í íslenskri málfræði svona til hliðsjónar sem fróðleiksmola en ekki endilega úrslitaatriðis um nafngift. Nefnt er stundum að varast beri að skrá nöfn gild sem gætu valdið barninu áreiti og stríðni þegar fram líða stundir og má það til sanns vegar færa, en vísast er það afar óalgengt. Nú berast líka fréttir frá BNA þess efnis að sótt er að litríkum fána hinsegins samfélagsins og víða stungið upp á því að láta fjarlægja hann úr skólastofum þar sem mest ríkir fáfræðin. Það er dapurlegt ef satt reynist. Hér hjá okkur á litla Íslandi er hins vegar tekið til þess hversu viðurkenndan sess hann skipar í okkar samfélagi. Við lútum reyndar ansi ströngum fánalögum miðað við nágrannalönd og mætti kannski endurskoða þau til meira frjálsræðis. Varla verður hins vegar um það deilt að fánarnir okkar tveir, fara einstaklega vel saman og bæta við vel þeginni litadýrð í svartasta skammdeginu. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Frelsi einstaklinga til skoðana og athafna er ekkert sérlega umdeilt lengur á Íslandi, sem betur fer. En það þarf þó að standa vörð um það sem endranær. Þá setur að manni ugg þegar maður les um stórfelldar takmarkanir á einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum, sérstaklega gagnvart konum, en þangað var jú horft í miklum mæli áður þegar rætt var um einstaklingsfrelsi. Hvernig hægt var að rjúfa fimmtíu ára gamla sátt um þungunarrof fyrir skemmstu er í raun nánast óskiljanlegt fyrir okkur sem búum í frjálslyndu landi þar sem sjálfsagt þykir að konur ráði sér sjálfar án afskipta af stjórnvöldum. Sem betur fer hefur persónuvernd hér á landi aukist jafnt og þétt á síðustu árum og með sífellt fullkomnari auðkenningartækni hefur frelsi einstaklingsins tekið framförum í samræmi við það. Þá þykir sífellt sjálfsagðara að horfast í augu við að gamlar staðalímyndir eru á margan hátt barn síns tíma og úreltar sem slíkar. Viðreisn fagnar fjölbreytileikanum og tekur sérstaklega fram í stefnuskrá sinni að hver og einn fái að elska þann sem þeim sýnist og kemur það einfaldlega stjórnvöldum ekki við hvert ástin leitar. Hvað á barnið að heita? Þessari spurningu svara foreldrar best sjálfir. Frekar en mannanafnanefnd. Það má þó réttlæta það að halda til haga sem fjölbreyttustu tillögum um mannanöfn til fróðleiks og skoðunar, en í öllum meginatriðum ættu foreldrar að ráða ferðinni. Það má líka horfa til þess hvernig nafn beygist í íslenskri málfræði svona til hliðsjónar sem fróðleiksmola en ekki endilega úrslitaatriðis um nafngift. Nefnt er stundum að varast beri að skrá nöfn gild sem gætu valdið barninu áreiti og stríðni þegar fram líða stundir og má það til sanns vegar færa, en vísast er það afar óalgengt. Nú berast líka fréttir frá BNA þess efnis að sótt er að litríkum fána hinsegins samfélagsins og víða stungið upp á því að láta fjarlægja hann úr skólastofum þar sem mest ríkir fáfræðin. Það er dapurlegt ef satt reynist. Hér hjá okkur á litla Íslandi er hins vegar tekið til þess hversu viðurkenndan sess hann skipar í okkar samfélagi. Við lútum reyndar ansi ströngum fánalögum miðað við nágrannalönd og mætti kannski endurskoða þau til meira frjálsræðis. Varla verður hins vegar um það deilt að fánarnir okkar tveir, fara einstaklega vel saman og bæta við vel þeginni litadýrð í svartasta skammdeginu. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar