Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:14 Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur Íslands hefur sýknað íslenska ríkið af nokkurra milljarða króna kröfu Reykjavíkurborgar í tengslum við framlög ríkisins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna, sem borgin sagði vangoldið framlag úr svokölluðum Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ágreiningurinn snerist um hvort íslenska ríkið hefði mátt undanskilja Reykjavíkurborg frá jöfnunarframlagi vegna reksturs grunnskóla og framlagi vegna nýbúafræðslu með reglugerð árin 2015 til 2019. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok síðasta árs en dómstóllinn dæmdi íslenska ríkið til að greiða borginni 3,4 milljarða króna vegna ógreiddra framlaga úr sjóðnum. Héraðsdómari taldi ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Ríkið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem sneri dóminum við. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Reykjavíkurborg teldi fyrirmæli reglugerðar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum í andstöðu við Stjórnarskrána. Í 78. grein stjórnarskrárinnar segir að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum. Reglugerðin sem um ræðir tók gildi árið 2002 og átti stoð í lögum frá 1996 um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Með lögunum var rekstur grunnskóla færður frá ríki til sveitarfélaga. Hæstaréttardómari rakti aðdraganda flutningsins og tók fram að það hafi verið ótvíræð forsenda fyrir flutningi grunnskóla til sveitarfélaga árið 1996 að kostnaðarauki Reykjavíkurborgar vegna grunnskólanna yrði að fullu fjármagnaður með hækkun útsvars og hann undanskilinn framlögum úr Jöfnunarsjóði. Vegna þeirra forsendna hefðu jöfnunarframlög til Reykjavíkurborgar aldrei verið reiknuð út og engin stjórnvaldsfyrirmæli sett um að fella þau niður. Því taldi Hæstiréttur ekki að löggjafinn hefði framselt ráðherra vald til að meta hvort eða á hvaða grunni Reykjavíkurborg ætti rétt til að njóta framlaganna. Þá féllst Hæstiréttur ekki á það með Reykjavíkurborg að fyrirmæli reglugerðarinnar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum hafi skort stoð í lögum og verið í andstöðu við 78. grein stjórnarskrárinnar. Íslenska ríkið var því sem fyrr segir sýknað af kröfum Reykjavíkurborgar og var borginni gert að greiða fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Dómsmál Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna, sem borgin sagði vangoldið framlag úr svokölluðum Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ágreiningurinn snerist um hvort íslenska ríkið hefði mátt undanskilja Reykjavíkurborg frá jöfnunarframlagi vegna reksturs grunnskóla og framlagi vegna nýbúafræðslu með reglugerð árin 2015 til 2019. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok síðasta árs en dómstóllinn dæmdi íslenska ríkið til að greiða borginni 3,4 milljarða króna vegna ógreiddra framlaga úr sjóðnum. Héraðsdómari taldi ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Ríkið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem sneri dóminum við. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Reykjavíkurborg teldi fyrirmæli reglugerðar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum í andstöðu við Stjórnarskrána. Í 78. grein stjórnarskrárinnar segir að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum. Reglugerðin sem um ræðir tók gildi árið 2002 og átti stoð í lögum frá 1996 um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Með lögunum var rekstur grunnskóla færður frá ríki til sveitarfélaga. Hæstaréttardómari rakti aðdraganda flutningsins og tók fram að það hafi verið ótvíræð forsenda fyrir flutningi grunnskóla til sveitarfélaga árið 1996 að kostnaðarauki Reykjavíkurborgar vegna grunnskólanna yrði að fullu fjármagnaður með hækkun útsvars og hann undanskilinn framlögum úr Jöfnunarsjóði. Vegna þeirra forsendna hefðu jöfnunarframlög til Reykjavíkurborgar aldrei verið reiknuð út og engin stjórnvaldsfyrirmæli sett um að fella þau niður. Því taldi Hæstiréttur ekki að löggjafinn hefði framselt ráðherra vald til að meta hvort eða á hvaða grunni Reykjavíkurborg ætti rétt til að njóta framlaganna. Þá féllst Hæstiréttur ekki á það með Reykjavíkurborg að fyrirmæli reglugerðarinnar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum hafi skort stoð í lögum og verið í andstöðu við 78. grein stjórnarskrárinnar. Íslenska ríkið var því sem fyrr segir sýknað af kröfum Reykjavíkurborgar og var borginni gert að greiða fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Dómsmál Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira