Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2024 12:22 Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir kynferðislega áreitni gagnvart konu á salerni skemmtistaðar á Suðurlandi árið 2022. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst 2022, á salerni skemmtistaðar haldið annarri hendi konunnar fastri upp við vegg salernisins, káfað á brjóstum hennar utan klæða, kysst háls hennar og sleikt hægra eyra, og farið með hendi sína inn undir kjól hennar og niður fyrir buxnastreng sokkabuxna sem hún var íklædd. Mætti ekki Þess hafi verið krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu sakarkostnaðar. Maðurinn hafi hvorki mætt við þingfestingu málsins né síðari fyrirtöku þess þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 2. september sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að manninum fjarstöddum. Því var málið dómtekið án þess að maðurinn héldi uppi vörnum og útivistardómur gekk í því. Sannað hafi verið að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir og hann því sakfelldur. Hæfileg refsing hafi verið metin níutíu daga fangelsi en þar sem hann hefði ekki hlotið refsingu áður þætti rétt að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára. Vildi tvær milljónir en fær 600 þúsund Þá hafi konan krafist tveggja milljóna króna í miskabætur úr hendi mannsins en hæfilegt væri að hann greiddi konunni 600 þúsund krónur. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, samtals 918 þúsund krónur. Þar af er þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola 862 þúsund krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Næturlíf Veitingastaðir Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst 2022, á salerni skemmtistaðar haldið annarri hendi konunnar fastri upp við vegg salernisins, káfað á brjóstum hennar utan klæða, kysst háls hennar og sleikt hægra eyra, og farið með hendi sína inn undir kjól hennar og niður fyrir buxnastreng sokkabuxna sem hún var íklædd. Mætti ekki Þess hafi verið krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu sakarkostnaðar. Maðurinn hafi hvorki mætt við þingfestingu málsins né síðari fyrirtöku þess þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 2. september sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að manninum fjarstöddum. Því var málið dómtekið án þess að maðurinn héldi uppi vörnum og útivistardómur gekk í því. Sannað hafi verið að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir og hann því sakfelldur. Hæfileg refsing hafi verið metin níutíu daga fangelsi en þar sem hann hefði ekki hlotið refsingu áður þætti rétt að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára. Vildi tvær milljónir en fær 600 þúsund Þá hafi konan krafist tveggja milljóna króna í miskabætur úr hendi mannsins en hæfilegt væri að hann greiddi konunni 600 þúsund krónur. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, samtals 918 þúsund krónur. Þar af er þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola 862 þúsund krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts.
Næturlíf Veitingastaðir Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira