Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 12:33 Hörður Björgvin Magnússon hefur mátt þola afar erfiðan tíma hjá Panathinaikos, vegna meiðsla. Getty/Jose Manuel Alvarez Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, mun ekki geta spilað að nýju fyrr en næsta vor en þá verður eitt og hálft ár liðið síðan að hann sleit krossband í hné. Fótbolti.net greinir frá þessu og segir að Hörður hafi nýverið neyðst til að fara í aðra aðgerð vegna verks í hné, eftir að hafa verið kominn aftur á ferðina í haust eftir hið langa og erfiða endurhæfingarferli sem fylgir krossbandsslitum. Hörður er leikmaður Panathinaikos og hann sleit upphaflega krossband í hné í leik við AEK Aþenu í grísku úrvalsdeildinni, í september 2023. Harðar hefur verið saknað í íslenska landsliðinu en þar hefur hann spilað 49 leiki, þar á meðal alla þrjá leikina á HM 2018. Gæti snúið aftur rétt áður en samningur rennur út Þessi 31 árs gamli varnarmaður fór samkvæmt frétt Fótbolta.net í seinni hnéaðgerðina í Barcelona, hjá spænska lækninum Ramon Cugat sem er sá sami og sá um aðgerðina fyrir Manchester City-manninn Rodri, handhafa Gullknattarins. „Hörður fór í liðspeglun og var hugað að sinabólgu til að ná stöðugleika á hnéð,“ segir í fréttinni og er talið að Hörður gæti snúið aftur til leiks í apríl eða maí á næsta ári. Það yrði þá rétt áður en núgildandi samningur Harðar við Panathinaikos á að renna út, en hann gildir út júní á næsta ári. Hörður hefur verið leikmaður Panathinaikos frá árinu 2022 en var áður hjá CSKA Moskvu í fjögur ár. Þar áður lék hann með Bristol City eftir að hafa byrjað atvinnumannsferil sinn sem leikmaður Juventus, þó hann hafi ekki spilað fyrir aðallið félagsins. Hann lék sem lánsmaður með Spezia og Cesena á Ítalíu áður en hann fór til Bristol árið 2016, eftir að hafa verið í EM-hópi Íslands í Frakklandi það ár. Landslið karla í fótbolta Gríski boltinn Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira
Fótbolti.net greinir frá þessu og segir að Hörður hafi nýverið neyðst til að fara í aðra aðgerð vegna verks í hné, eftir að hafa verið kominn aftur á ferðina í haust eftir hið langa og erfiða endurhæfingarferli sem fylgir krossbandsslitum. Hörður er leikmaður Panathinaikos og hann sleit upphaflega krossband í hné í leik við AEK Aþenu í grísku úrvalsdeildinni, í september 2023. Harðar hefur verið saknað í íslenska landsliðinu en þar hefur hann spilað 49 leiki, þar á meðal alla þrjá leikina á HM 2018. Gæti snúið aftur rétt áður en samningur rennur út Þessi 31 árs gamli varnarmaður fór samkvæmt frétt Fótbolta.net í seinni hnéaðgerðina í Barcelona, hjá spænska lækninum Ramon Cugat sem er sá sami og sá um aðgerðina fyrir Manchester City-manninn Rodri, handhafa Gullknattarins. „Hörður fór í liðspeglun og var hugað að sinabólgu til að ná stöðugleika á hnéð,“ segir í fréttinni og er talið að Hörður gæti snúið aftur til leiks í apríl eða maí á næsta ári. Það yrði þá rétt áður en núgildandi samningur Harðar við Panathinaikos á að renna út, en hann gildir út júní á næsta ári. Hörður hefur verið leikmaður Panathinaikos frá árinu 2022 en var áður hjá CSKA Moskvu í fjögur ár. Þar áður lék hann með Bristol City eftir að hafa byrjað atvinnumannsferil sinn sem leikmaður Juventus, þó hann hafi ekki spilað fyrir aðallið félagsins. Hann lék sem lánsmaður með Spezia og Cesena á Ítalíu áður en hann fór til Bristol árið 2016, eftir að hafa verið í EM-hópi Íslands í Frakklandi það ár.
Landslið karla í fótbolta Gríski boltinn Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira