Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 10:01 Landsvirkjun hefur nú hafist handa við gerð Hvammsvirkjunar í Þjórsá og byggingu vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. Miklar framkvæmdir verða í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi næstu árin og íbúar nágrannasveitarfélaga þeirra verða einnig varir við ýmsar framkvæmdir og flutninga. Vindmyllurnar sjálfar rísa á árunum 2026 og 2027 og verða fyrstu vindmyllur gangsettar síðla sumars 2026. Þá er áætlað að hefja stækkun Sigölduvirkjunar næsta vor en henni á að vera lokið haustið 2028. Gangi allt að óskum verður Hvammsvirkjun gangsett undir lok árs 2029. Við hjá Landsvirkjun hittum íbúa Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps á tveimur fundum nú í vikunni til að fara yfir næstu skref og við hverju megi búast á svæðinu. Fundirnir voru vel sóttir, við fengum tækifæri til að varpa ljósi á framkvæmdirnar og íbúarnir að leita frekari upplýsinga og skýringa. Við ætlum okkur að veita ítarlegar upplýsingar jafn óðum, eftir því sem framkvæmdum vindur fram. Allar nýjustu fréttir af gangi mála verða raktar á vefsíðunum hvammsvirkjun.is og burfellslundur.is. Nýir vegir og brýr Af framkvæmdum má fyrst nefna vega- og brúargerð Vegagerðarinnar sem samfélagið hefur lengi beðið eftir. Nýr 8 km langur Búðafossvegur verður lagður frá Landvegi að Þjórsárdalsvegi með rúmlega 200 metra langri brú yfir Þjórsá. Efni úr væntanlegum frárennslisskurði Hvammsvirkjunar verður nýtt til vegagerðarinnar. Þessi nýja leið gagnast okkur vel við framkvæmdir en mun einnig nýtast heimafólki um ókomin ár, enda styttir hún vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða Skeiða- og Gnúpverjahrepps að vestanverðu og Rangárþings ytra að austanverðu. Á næsta ári áformum við hjá Landsvirkjun að leggja 3 km aðkomuveg inn á virkjunarsvæði Hvammsvirkjunar. Þá mun Vegagerðin einnig sjá um að færa og styrkja Þjórsárdalsveg og Gnúpverjaveg meðfram fyrirhuguðu Hagalóni og gera nýja brú yfir Þverá. Búrfellslundur kallar einnig á töluverðar vegaframkvæmdir. Við þurfum að leggja um 22 km af vegslóðum innan framkvæmdasvæðisins til að tryggja aðkomu að sérhverri vindmyllu. Þá eru hafnar viðræður við Vegagerðina um þörf á styrkingu vega vegna flutninga á tækjabúnaði fyrir vindmyllurnar. Um 250 ferðir með vindmyllur Flutningar um þjóðvegi í tengslum við framkvæmdirnar verða gríðarmiklir. Ef aðeins er litið til Búrfellslundar má geta þess að vindmyllurnar verða 28 talsins og 150 metrar að hæð þegar spaðar eru í hæstu stöðu. Hlutir í hverja vindmyllu verða fluttir með allt að tíu flutningabílum, á sérútbúnum vögnum sem verða fluttir til landsins. Lengsti farmurinn verður 70 metra spaðar og fara þarf 84 ferðir með þá. Í heildina þarf yfir 250 ferðir til þess eins að koma vindmyllum inn á svæðið. Þessir flutningar hefjast vorið 2026. 650 manns á verkstað Töluverðar jarðvegsframkvæmdir og mannvirkjagerð fylgja þessum virkjunum. Við munum reisa steypustöðvar á svæðinu til að koma í veg fyrir steypuflutninga um þjóðvegi.Við hvetjum verktaka til að nálgast framkvæmdir með lágmörkun kolefnisspors í huga og tökum mið af því við val á verktökum. Framkvæmdir af þessum toga kalla á fjölda starfsfólks. Við gerum ráð fyrir að framkvæmdir við vindorkuverið nái hámarki 2026 og að þá verði allt að 150 manns á verkstað. Framkvæmdir við Hvammsvirkjun verða enn umfangsmeiri. Á jörð okkar, Hvammi 3, verða reistar nýjar vinnubúðir og við reiknum með að þar verði 400 manns þegar flest verður árið 2027. Framkvæmdir við stækkun Sigöldu hefjast á næsta ári. Þær ná hámarki á árinu 2026 og gerum við ráð fyrir að þá verði um 100 manns á verkstað og hafi aðstöðu í vinnubúðum þar. Við ætlum að vanda okkur Við hjá Landsvirkjun höfum unnið lengi að undirbúningi þessara stórframkvæmda á Þjórsársvæðinu. Íbúar munu verða varir við þessar framkvæmdir á næstu árum, hvort sem það er vegna flutninga um þjóðvegi með aðföng ýmiss konar, vélar og tæki, eða ferðalög starfsfólks til og frá vinnu. Við kappkostum, nú sem fyrr, að leysa þetta verkefni af hendi á faglegan og ábyrgan hátt, með sem allra minnstu raski fyrir íbúa og umhverfi. Við ætlum að vanda okkur við hvert skref verklegra framkvæmda sem fram undan er, en ekki síður við að upplýsa íbúa sveitarfélaganna, og alla eigendur orkufyrirtækis þjóðarinnar, um framvindu mála. Höfundur er framkvæmdastjóri Framkvæmda hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur nú hafist handa við gerð Hvammsvirkjunar í Þjórsá og byggingu vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. Miklar framkvæmdir verða í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi næstu árin og íbúar nágrannasveitarfélaga þeirra verða einnig varir við ýmsar framkvæmdir og flutninga. Vindmyllurnar sjálfar rísa á árunum 2026 og 2027 og verða fyrstu vindmyllur gangsettar síðla sumars 2026. Þá er áætlað að hefja stækkun Sigölduvirkjunar næsta vor en henni á að vera lokið haustið 2028. Gangi allt að óskum verður Hvammsvirkjun gangsett undir lok árs 2029. Við hjá Landsvirkjun hittum íbúa Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps á tveimur fundum nú í vikunni til að fara yfir næstu skref og við hverju megi búast á svæðinu. Fundirnir voru vel sóttir, við fengum tækifæri til að varpa ljósi á framkvæmdirnar og íbúarnir að leita frekari upplýsinga og skýringa. Við ætlum okkur að veita ítarlegar upplýsingar jafn óðum, eftir því sem framkvæmdum vindur fram. Allar nýjustu fréttir af gangi mála verða raktar á vefsíðunum hvammsvirkjun.is og burfellslundur.is. Nýir vegir og brýr Af framkvæmdum má fyrst nefna vega- og brúargerð Vegagerðarinnar sem samfélagið hefur lengi beðið eftir. Nýr 8 km langur Búðafossvegur verður lagður frá Landvegi að Þjórsárdalsvegi með rúmlega 200 metra langri brú yfir Þjórsá. Efni úr væntanlegum frárennslisskurði Hvammsvirkjunar verður nýtt til vegagerðarinnar. Þessi nýja leið gagnast okkur vel við framkvæmdir en mun einnig nýtast heimafólki um ókomin ár, enda styttir hún vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða Skeiða- og Gnúpverjahrepps að vestanverðu og Rangárþings ytra að austanverðu. Á næsta ári áformum við hjá Landsvirkjun að leggja 3 km aðkomuveg inn á virkjunarsvæði Hvammsvirkjunar. Þá mun Vegagerðin einnig sjá um að færa og styrkja Þjórsárdalsveg og Gnúpverjaveg meðfram fyrirhuguðu Hagalóni og gera nýja brú yfir Þverá. Búrfellslundur kallar einnig á töluverðar vegaframkvæmdir. Við þurfum að leggja um 22 km af vegslóðum innan framkvæmdasvæðisins til að tryggja aðkomu að sérhverri vindmyllu. Þá eru hafnar viðræður við Vegagerðina um þörf á styrkingu vega vegna flutninga á tækjabúnaði fyrir vindmyllurnar. Um 250 ferðir með vindmyllur Flutningar um þjóðvegi í tengslum við framkvæmdirnar verða gríðarmiklir. Ef aðeins er litið til Búrfellslundar má geta þess að vindmyllurnar verða 28 talsins og 150 metrar að hæð þegar spaðar eru í hæstu stöðu. Hlutir í hverja vindmyllu verða fluttir með allt að tíu flutningabílum, á sérútbúnum vögnum sem verða fluttir til landsins. Lengsti farmurinn verður 70 metra spaðar og fara þarf 84 ferðir með þá. Í heildina þarf yfir 250 ferðir til þess eins að koma vindmyllum inn á svæðið. Þessir flutningar hefjast vorið 2026. 650 manns á verkstað Töluverðar jarðvegsframkvæmdir og mannvirkjagerð fylgja þessum virkjunum. Við munum reisa steypustöðvar á svæðinu til að koma í veg fyrir steypuflutninga um þjóðvegi.Við hvetjum verktaka til að nálgast framkvæmdir með lágmörkun kolefnisspors í huga og tökum mið af því við val á verktökum. Framkvæmdir af þessum toga kalla á fjölda starfsfólks. Við gerum ráð fyrir að framkvæmdir við vindorkuverið nái hámarki 2026 og að þá verði allt að 150 manns á verkstað. Framkvæmdir við Hvammsvirkjun verða enn umfangsmeiri. Á jörð okkar, Hvammi 3, verða reistar nýjar vinnubúðir og við reiknum með að þar verði 400 manns þegar flest verður árið 2027. Framkvæmdir við stækkun Sigöldu hefjast á næsta ári. Þær ná hámarki á árinu 2026 og gerum við ráð fyrir að þá verði um 100 manns á verkstað og hafi aðstöðu í vinnubúðum þar. Við ætlum að vanda okkur Við hjá Landsvirkjun höfum unnið lengi að undirbúningi þessara stórframkvæmda á Þjórsársvæðinu. Íbúar munu verða varir við þessar framkvæmdir á næstu árum, hvort sem það er vegna flutninga um þjóðvegi með aðföng ýmiss konar, vélar og tæki, eða ferðalög starfsfólks til og frá vinnu. Við kappkostum, nú sem fyrr, að leysa þetta verkefni af hendi á faglegan og ábyrgan hátt, með sem allra minnstu raski fyrir íbúa og umhverfi. Við ætlum að vanda okkur við hvert skref verklegra framkvæmda sem fram undan er, en ekki síður við að upplýsa íbúa sveitarfélaganna, og alla eigendur orkufyrirtækis þjóðarinnar, um framvindu mála. Höfundur er framkvæmdastjóri Framkvæmda hjá Landsvirkjun.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun