Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:02 Kvennamorð eru hrottalegasta og grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn konum og stúlkum og bein afleiðing kynjamismununar, kynbundins ofbeldis og úreltra hugmynda um kynhlutverk. Í fyrra voru að minnsta kosti 51.100 konur myrtar af maka eða nákomnum ættingja, ein kona á tíu mínútna fresti. Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland. Árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Árið 2022 var kona drepin á 11 mínútna fresti. Árið 2021 var kona drepin á 12 mínútna fresti. Hvað eru kvennamorð, kunna sum að spyrja sig? Kvennamorð eru morð framin í nánum samböndum, nauðgunarmorð, heiðursmorð, morð framin vegna heimanmundar, morð á konum sem sakaðar eru um galdra, morð og pyntingar á konum á átakasvæðum (samanber Mjanmar og Sýrland), morð á þolendum mansals og konum í vændi. Í Evrópu er gerandinn í 64% tilfella einstaklingur sem tengist konunni fjölskylduböndum, til dæmis maki eða náinn ættingi. Oftast er líkamlegt, andlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi undanfari kvennamorða. Ungar stúlkur eru í sérstökum áhættuhópi þegar kemur að ofbeldi í nánum samböndum. Ein af hverjum fjórum unglingsstúlkum á heimsvísu hefur verið beitt líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi fyrir 19 ára aldur. Ný skýrsla á vegum UN Women og UNODC, Fíkniefna- og sakamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, um kvennamorð sem framin voru árið 2023 sýnir að af þeim 85.000 konum sem myrtar voru af ásettu ráði, voru 60% myrtar af maka eða öðrum nánum ættingja (föður, móður, frændum eða bræðrum), alls 51.100 konur. Gögn frá þremur ríkjum – Frakklandi, Suður-Afríku og Kólumbíu – sýna að marktækur hluti kvenna sem myrtar voru af maka (22-37%) höfðu áður tilkynnt heimilisofbeldi til yfirvalda. Þetta bendir til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða fjölda kvenna ef úrræðum á borð við nálgunarbann hefði verið beitt strax í upphafi. Aðstæður þar sem ofbeldi í nánum samböndum getur endað með kvennamorði hafa verið rannsakaðar af afbrotafræðingum. Þær rannsóknir sýna að saga um heimilisofbeldi, hótanir um ofbeldi og yfirvofandi sambandsslit eru talin til áhættuþátta. Þó viðvörunarbjöllurnar klingi lágt í fyrstu, fer hljómur þeirra stigmagnandi þar til afleiðingar ofbeldisins verða með öllu óafturkræfar. Það er á okkar ábyrgð sem samfélags að leggja við hlustir þegar viðvörunarbjöllurnar fara af stað og bregðast strax við. Ein kona er drepin af hendi maka eða náins ættingja á 10 mínútna fresti. Þetta er ekki aðeins sorgleg tölfræðileg staðreynd, þetta eru líf sem hægt hefði verið að bjarga ef kynbundið ofbeldi fengi ekki að viðgangast um allan heim eins og það hefur gert hingað til. 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi hefst í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Alþjóðleg yfirskrift 16 daga átaksins í ár er Every 10 Minutes, a woman is killed.#NoExcuse. UNiTE to End Violence against Women. Nú er tími til að sameinast í eitt skipti fyrir öll um það að kynbundið ofbeldi fái ekki að þrífast lengur! Ég hvet öll til að mæta í Ljósagöngu UN Women á Íslandi í dag klukkan 17:00 og sýna þannig samstöðu í verki. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Kvennamorð eru hrottalegasta og grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn konum og stúlkum og bein afleiðing kynjamismununar, kynbundins ofbeldis og úreltra hugmynda um kynhlutverk. Í fyrra voru að minnsta kosti 51.100 konur myrtar af maka eða nákomnum ættingja, ein kona á tíu mínútna fresti. Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland. Árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Árið 2022 var kona drepin á 11 mínútna fresti. Árið 2021 var kona drepin á 12 mínútna fresti. Hvað eru kvennamorð, kunna sum að spyrja sig? Kvennamorð eru morð framin í nánum samböndum, nauðgunarmorð, heiðursmorð, morð framin vegna heimanmundar, morð á konum sem sakaðar eru um galdra, morð og pyntingar á konum á átakasvæðum (samanber Mjanmar og Sýrland), morð á þolendum mansals og konum í vændi. Í Evrópu er gerandinn í 64% tilfella einstaklingur sem tengist konunni fjölskylduböndum, til dæmis maki eða náinn ættingi. Oftast er líkamlegt, andlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi undanfari kvennamorða. Ungar stúlkur eru í sérstökum áhættuhópi þegar kemur að ofbeldi í nánum samböndum. Ein af hverjum fjórum unglingsstúlkum á heimsvísu hefur verið beitt líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi fyrir 19 ára aldur. Ný skýrsla á vegum UN Women og UNODC, Fíkniefna- og sakamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, um kvennamorð sem framin voru árið 2023 sýnir að af þeim 85.000 konum sem myrtar voru af ásettu ráði, voru 60% myrtar af maka eða öðrum nánum ættingja (föður, móður, frændum eða bræðrum), alls 51.100 konur. Gögn frá þremur ríkjum – Frakklandi, Suður-Afríku og Kólumbíu – sýna að marktækur hluti kvenna sem myrtar voru af maka (22-37%) höfðu áður tilkynnt heimilisofbeldi til yfirvalda. Þetta bendir til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða fjölda kvenna ef úrræðum á borð við nálgunarbann hefði verið beitt strax í upphafi. Aðstæður þar sem ofbeldi í nánum samböndum getur endað með kvennamorði hafa verið rannsakaðar af afbrotafræðingum. Þær rannsóknir sýna að saga um heimilisofbeldi, hótanir um ofbeldi og yfirvofandi sambandsslit eru talin til áhættuþátta. Þó viðvörunarbjöllurnar klingi lágt í fyrstu, fer hljómur þeirra stigmagnandi þar til afleiðingar ofbeldisins verða með öllu óafturkræfar. Það er á okkar ábyrgð sem samfélags að leggja við hlustir þegar viðvörunarbjöllurnar fara af stað og bregðast strax við. Ein kona er drepin af hendi maka eða náins ættingja á 10 mínútna fresti. Þetta er ekki aðeins sorgleg tölfræðileg staðreynd, þetta eru líf sem hægt hefði verið að bjarga ef kynbundið ofbeldi fengi ekki að viðgangast um allan heim eins og það hefur gert hingað til. 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi hefst í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Alþjóðleg yfirskrift 16 daga átaksins í ár er Every 10 Minutes, a woman is killed.#NoExcuse. UNiTE to End Violence against Women. Nú er tími til að sameinast í eitt skipti fyrir öll um það að kynbundið ofbeldi fái ekki að þrífast lengur! Ég hvet öll til að mæta í Ljósagöngu UN Women á Íslandi í dag klukkan 17:00 og sýna þannig samstöðu í verki. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun