Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. nóvember 2024 23:01 Amorim er mættur til leiks. Ash Donelon/Getty Images Rúben Amorim sagði alla réttu hlutina og sjálfstraustið hreinlega lak af hinum 39 ára gamla Portúgala þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir leik Manchester United og Ipswich Town í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Amorim tók eins og flest sem fylgjast með knattspyrnu vita við stjórnartaumunum á Old Trafford nú í landsleikjahléinu sem er nýlokið. Eftir að Erik ten Hag var látinn taka poka sinn tók Ruud van Nistelrooy við tímabundið og stóð sig með prýði. Framherjinn fyrrverandi er hins vegar horfinn á braut og nú er komið að Amorim. Á hann að reyna snúa gengi liðsins við, eitthvað sem David Moyes, Ryan Giggs, Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, Michael Carrick, Ralf Rangnick og Erik ten Hag tókst ekki. „Það hafa verið mismunandi þjálfarar en sama niðurstaðan. Við munum reyna að fara Ineos-leiðina (eigendur félagsins), mína leið,“ sagði Amorim meðal annars á blaðamannafundinum. Portúgalinn er mikill aðdáandi José Mourinho og var spurður út í hvað þeir ættu sameiginlegt. Þjálfarinn hrósaði Mourinho en tók fram að „ég er annar maður.“ Jafnframt benti hann á hversu ungur hann væri og það gæti hjálpað honum að tengja við nýja kynslóð leikmanna. Amorim var þó ekki eingöngu jákvæðnin uppmáluð og benti á að leikmenn liðsins þyrftu að vera duglegri að hlaupa til baka. „Ég vil taka smá áhættu. Ég trúi á leikstílinn og hvernig við viljum spila. Leikmennirnir munu trúa leika, það er engin önnur leið. Við munum aðlaga leikmenn að því sem við viljum. Á sunnudag munuð þið ekki sjá mikla breytingu á byrjunarliðinu en þið munuð sjá mun í leiknum. Hvernig leikmenn staðsetja sig og hvernig þeir taka við boltanum.“ Amorim náði hins vegar ekki að tjá sig um meidda leikmenn Rauðu djöflanna en Kobbie Mainoo sást á fyrstu æfingum Portúgalans en enski miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli. Leikur nýliða Ipswich Town og Man Utd fer fram klukkan 16.30 á sunnudaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Amorim tók eins og flest sem fylgjast með knattspyrnu vita við stjórnartaumunum á Old Trafford nú í landsleikjahléinu sem er nýlokið. Eftir að Erik ten Hag var látinn taka poka sinn tók Ruud van Nistelrooy við tímabundið og stóð sig með prýði. Framherjinn fyrrverandi er hins vegar horfinn á braut og nú er komið að Amorim. Á hann að reyna snúa gengi liðsins við, eitthvað sem David Moyes, Ryan Giggs, Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, Michael Carrick, Ralf Rangnick og Erik ten Hag tókst ekki. „Það hafa verið mismunandi þjálfarar en sama niðurstaðan. Við munum reyna að fara Ineos-leiðina (eigendur félagsins), mína leið,“ sagði Amorim meðal annars á blaðamannafundinum. Portúgalinn er mikill aðdáandi José Mourinho og var spurður út í hvað þeir ættu sameiginlegt. Þjálfarinn hrósaði Mourinho en tók fram að „ég er annar maður.“ Jafnframt benti hann á hversu ungur hann væri og það gæti hjálpað honum að tengja við nýja kynslóð leikmanna. Amorim var þó ekki eingöngu jákvæðnin uppmáluð og benti á að leikmenn liðsins þyrftu að vera duglegri að hlaupa til baka. „Ég vil taka smá áhættu. Ég trúi á leikstílinn og hvernig við viljum spila. Leikmennirnir munu trúa leika, það er engin önnur leið. Við munum aðlaga leikmenn að því sem við viljum. Á sunnudag munuð þið ekki sjá mikla breytingu á byrjunarliðinu en þið munuð sjá mun í leiknum. Hvernig leikmenn staðsetja sig og hvernig þeir taka við boltanum.“ Amorim náði hins vegar ekki að tjá sig um meidda leikmenn Rauðu djöflanna en Kobbie Mainoo sást á fyrstu æfingum Portúgalans en enski miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli. Leikur nýliða Ipswich Town og Man Utd fer fram klukkan 16.30 á sunnudaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira