Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. nóvember 2024 23:01 Amorim er mættur til leiks. Ash Donelon/Getty Images Rúben Amorim sagði alla réttu hlutina og sjálfstraustið hreinlega lak af hinum 39 ára gamla Portúgala þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir leik Manchester United og Ipswich Town í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Amorim tók eins og flest sem fylgjast með knattspyrnu vita við stjórnartaumunum á Old Trafford nú í landsleikjahléinu sem er nýlokið. Eftir að Erik ten Hag var látinn taka poka sinn tók Ruud van Nistelrooy við tímabundið og stóð sig með prýði. Framherjinn fyrrverandi er hins vegar horfinn á braut og nú er komið að Amorim. Á hann að reyna snúa gengi liðsins við, eitthvað sem David Moyes, Ryan Giggs, Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, Michael Carrick, Ralf Rangnick og Erik ten Hag tókst ekki. „Það hafa verið mismunandi þjálfarar en sama niðurstaðan. Við munum reyna að fara Ineos-leiðina (eigendur félagsins), mína leið,“ sagði Amorim meðal annars á blaðamannafundinum. Portúgalinn er mikill aðdáandi José Mourinho og var spurður út í hvað þeir ættu sameiginlegt. Þjálfarinn hrósaði Mourinho en tók fram að „ég er annar maður.“ Jafnframt benti hann á hversu ungur hann væri og það gæti hjálpað honum að tengja við nýja kynslóð leikmanna. Amorim var þó ekki eingöngu jákvæðnin uppmáluð og benti á að leikmenn liðsins þyrftu að vera duglegri að hlaupa til baka. „Ég vil taka smá áhættu. Ég trúi á leikstílinn og hvernig við viljum spila. Leikmennirnir munu trúa leika, það er engin önnur leið. Við munum aðlaga leikmenn að því sem við viljum. Á sunnudag munuð þið ekki sjá mikla breytingu á byrjunarliðinu en þið munuð sjá mun í leiknum. Hvernig leikmenn staðsetja sig og hvernig þeir taka við boltanum.“ Amorim náði hins vegar ekki að tjá sig um meidda leikmenn Rauðu djöflanna en Kobbie Mainoo sást á fyrstu æfingum Portúgalans en enski miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli. Leikur nýliða Ipswich Town og Man Utd fer fram klukkan 16.30 á sunnudaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Amorim tók eins og flest sem fylgjast með knattspyrnu vita við stjórnartaumunum á Old Trafford nú í landsleikjahléinu sem er nýlokið. Eftir að Erik ten Hag var látinn taka poka sinn tók Ruud van Nistelrooy við tímabundið og stóð sig með prýði. Framherjinn fyrrverandi er hins vegar horfinn á braut og nú er komið að Amorim. Á hann að reyna snúa gengi liðsins við, eitthvað sem David Moyes, Ryan Giggs, Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, Michael Carrick, Ralf Rangnick og Erik ten Hag tókst ekki. „Það hafa verið mismunandi þjálfarar en sama niðurstaðan. Við munum reyna að fara Ineos-leiðina (eigendur félagsins), mína leið,“ sagði Amorim meðal annars á blaðamannafundinum. Portúgalinn er mikill aðdáandi José Mourinho og var spurður út í hvað þeir ættu sameiginlegt. Þjálfarinn hrósaði Mourinho en tók fram að „ég er annar maður.“ Jafnframt benti hann á hversu ungur hann væri og það gæti hjálpað honum að tengja við nýja kynslóð leikmanna. Amorim var þó ekki eingöngu jákvæðnin uppmáluð og benti á að leikmenn liðsins þyrftu að vera duglegri að hlaupa til baka. „Ég vil taka smá áhættu. Ég trúi á leikstílinn og hvernig við viljum spila. Leikmennirnir munu trúa leika, það er engin önnur leið. Við munum aðlaga leikmenn að því sem við viljum. Á sunnudag munuð þið ekki sjá mikla breytingu á byrjunarliðinu en þið munuð sjá mun í leiknum. Hvernig leikmenn staðsetja sig og hvernig þeir taka við boltanum.“ Amorim náði hins vegar ekki að tjá sig um meidda leikmenn Rauðu djöflanna en Kobbie Mainoo sást á fyrstu æfingum Portúgalans en enski miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli. Leikur nýliða Ipswich Town og Man Utd fer fram klukkan 16.30 á sunnudaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira