Að minnsta kosti einn ökumaður til viðbótar var handtekinn þar sem hann reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum og er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
Einnig barst tilkynning um slagsmál og komu lögregluþjónar þar að æstum aðila sem hafði í hótunum við fólk. Hann var handtekinn og segir í dagbók lögreglu að hann hafi verið með öllu óviðræðuhæfur. Því var hann vistaður í fangageymslu yfir nóttina.
Lögregluþjónar sinntu mörgum aðstoðarbeiðnum vegna ölvunarástands í gærkvöldi og í nótt.