Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar 24. nóvember 2024 14:30 Í kosningabaráttunni hafa stjórnmálaflokkar talað um að styrkja landamærin til að stöðva straum flóttamanna hingað til lands. En hvað með að stemma stigu við skipulagðri glæpastarfsemi? Það er ekki nóg að koma með yfirlýsingar í því samhengi heldur aðgerðir sem bíta. Það er ekki bara gert með þessum áþreifanlegu landamærum því skipulagðri glæpastarfsemi eru engar skorður settar þegar við erum komin út í stafræna heiminn því þar eru engin landamæri og þar þarf að styrkja lögregluna til muna að mínu viti. Mér leiðist þessi útlendingaumræða þegar það er búið að setja hana í rasískan búning; auðvitað veit ég að það hlýst afleiðukostnaður af flóttafólki og innflytjendum sem við skattgreiðendur höldum uppi hvort heldur í húsnæðiskerfinu, heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu. Við skulum heldur ekki gleyma því að langstærsti hópur innflytjenda borgar líka sína skatta og gjöld og drífur atvinnulífið áfram. Við skulum heldur ekki gleyma því að við höfum alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum skrifað undir sem við verðum að uppfylla og það er frjálst flæði vinnuafls í Evrópu sem við höfum jafnframt samþykkt. Ráfar um stefnulaust En ég ætla ekki að eyða orkunni í þetta viðkvæma mál sem þarf svo sannarlega að ræða að teknu tilliti til þess að ef við höldum ekki rétt á spöðunum í þessum málaflokki sköpum við stéttaskiptingu og það leiðir af sér meiri skipulagða glæpi. Við þurfum ekki nema að horfa til Norðurlandanna til að sjá það. Ég ætla frekar að skrifa um það sem ég hef virkilegar áhyggjur af í dag, það eru ungmennin okkar hér á landi sem eru villuráfandi og stefnulaus í frumskógi kerfisins hvort heldur þau eru íslensk eða af erlendum uppruna, af fyrstu kynslóð eða af annarri sem hafa komið hingað til lands. Á þeim þrjátíu árum sem ég hef unnið á vettvangi ungra afbrotamanna og olnbogabarna samfélagsins þá er það nýtt að við mig séu að hafa samband áhyggjufullir foreldrar af því að ungmenni þeirra sé orðið flækt í heim skipulagðra glæpasamtaka og þau tengsl ná alveg niður til Suður-Ameríku og um alla Evrópu. Hvort heldur þau eru að flytja fíkniefni eða þvo peninga fyrir þessa glæpahringi, hér á landi eða annars staðar í Evrópu. Ekki trúum við því að þessi veruleiki gæti ekki gerst hér á landi og það sem meira er að það er kominn vísir að slíkri starfsemi hér í dag og hún nær langt út fyrir okkar aumu landamæri. Hvað er þá til ráða? Jú, herða landamæragæslu og styrkja stafrænu deild lögreglunnar, og styrkja tengsl við önnur lönd því skipulögð glæpasamtök virða engin landamæri. Hvað er það annað en skipulögð glæpastarfsemi þegar ungmenni hér á landi eru send til Evrópu í þeim eina tilgangi að bera fíkniefni yfir landamæri innan Evrópu og þvo peninga hérna innan lands sem eru svo sendir út í formi rafmyntar sem er nánast órekjanlegt? Jú, þetta kallast skipulögð glæpastarfsemi þegar þetta er komið á þetta stig og þarna er engin miskunn í boði eða skilningur. Við erum ekki að tala eingöngu um innflytjendur eða hælisleitendur heldur íslensk ungmenni sem eru orðin flækt inn í þennan heim og hvað ætlum við að gera í því? Sænska ástandið Þegar það er búið að veiða þau í net skipulagðra glæpasamtaka og þau eru komin á vald slíkra samtaka þá er ekkert sem heitir elsku mamma og við þurfum ekki nema að horfa til Svíþjóðar í því samhengi og vitna ég enn og aftur í ályktun formanna lögreglufélaga á Norðurlöndum og grein í Vísi með heitinu „Sænska ástandið“ orðið að norrænu. Ef við setjum þetta í íslenskt samhengi þá hefur ofbeldi verið að aukast til muna hér á landi innan ákveðins hóps. Ekki heldur fólk að það sé tilviljunin ein sem ræður því og það er ekki eingöngu hægt að kenna samfélagsmiðlum um. Er þá ekki um að gera að stofna fleiri ráð og nefndir með fólki sem er í engum tengslum við þennan veruleika eins og alltaf, í staðinn fyrir að leita til fólks sem hefur áratuga reynslu á gólfinu. Hnífaburður, skotárásir og jafnvel morð er orðinn íslenskur veruleiki hjá ungmennum. Það er heldur engin tilviljun. Vopnuðum útköllum sérsveitar ríkislögreglustjóra fjölgaði tólffalt á tíu ára tímabili. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Fæst voru útköll sérsveitarinnar árið 2014, eða 38 talsins. Þeim hefur fjölgað ört síðan og voru tólf sinnum fleiri í fyrra eða 461 talsins. Alls voru 2.141 vopnuð útköll á árunum 2013-2023. Þetta gerðist ekki út af engu! Aðferðin Ef við skoðum þau stóru fíkniefnamál sem hafa verið að koma upp síðustu ár þá hefur verið hægt að rekja mörg þeirra til Suður-Ameríku og er það engin tilviljun sem ræður því? Hvernig er farið að svo að, jú, þér er boðið gull og grænir skór með því að gefa þér kost á því að lifa hátt og hafa aðgang að nógu af fíkniefnum? Stefnulaust ungmenni sem hefur tapað og er ekki að sjá fram á bjarta framtíð. Ungmenni með takmarkaðan lesskilning sem á ekki mikla möguleika í vélvæðingu framtíðar og fellur auðveldlega fyrir slíku gylliboði. Þegar kemur að skuldadögum þá er jafnvel búin til skuld á þig sem þú átt að endurgreiða með því að bera fíkniefnin milli landamæra annars staðar í Evrópu til að greiða til baka þessa uppgerðu skuld og ef þú gerir það ekki áttu á hættu að vera beittur grófu ofbeldi. Það kemur að því að við förum að horfa upp á það að menn borgi með sínu lífi. Ef það er ekki hafið nú þegar, gleymum því ekki að það hafa verið að fara ungmenni alla leið niður til Suður-Ameríku og hafa setið inni í hættulegum fangelsum og hafa jafnvel þurft að verja sig með tálkaðan tannbursta að vopni eða hreinlega horfið þar og það hefur aldrei spurst til þeirra aftur! Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Lögreglumál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Spurt er um málefni sveitarfélaga í aðdraganda alþingiskosninga Bragi Bjarnason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni hafa stjórnmálaflokkar talað um að styrkja landamærin til að stöðva straum flóttamanna hingað til lands. En hvað með að stemma stigu við skipulagðri glæpastarfsemi? Það er ekki nóg að koma með yfirlýsingar í því samhengi heldur aðgerðir sem bíta. Það er ekki bara gert með þessum áþreifanlegu landamærum því skipulagðri glæpastarfsemi eru engar skorður settar þegar við erum komin út í stafræna heiminn því þar eru engin landamæri og þar þarf að styrkja lögregluna til muna að mínu viti. Mér leiðist þessi útlendingaumræða þegar það er búið að setja hana í rasískan búning; auðvitað veit ég að það hlýst afleiðukostnaður af flóttafólki og innflytjendum sem við skattgreiðendur höldum uppi hvort heldur í húsnæðiskerfinu, heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu. Við skulum heldur ekki gleyma því að langstærsti hópur innflytjenda borgar líka sína skatta og gjöld og drífur atvinnulífið áfram. Við skulum heldur ekki gleyma því að við höfum alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum skrifað undir sem við verðum að uppfylla og það er frjálst flæði vinnuafls í Evrópu sem við höfum jafnframt samþykkt. Ráfar um stefnulaust En ég ætla ekki að eyða orkunni í þetta viðkvæma mál sem þarf svo sannarlega að ræða að teknu tilliti til þess að ef við höldum ekki rétt á spöðunum í þessum málaflokki sköpum við stéttaskiptingu og það leiðir af sér meiri skipulagða glæpi. Við þurfum ekki nema að horfa til Norðurlandanna til að sjá það. Ég ætla frekar að skrifa um það sem ég hef virkilegar áhyggjur af í dag, það eru ungmennin okkar hér á landi sem eru villuráfandi og stefnulaus í frumskógi kerfisins hvort heldur þau eru íslensk eða af erlendum uppruna, af fyrstu kynslóð eða af annarri sem hafa komið hingað til lands. Á þeim þrjátíu árum sem ég hef unnið á vettvangi ungra afbrotamanna og olnbogabarna samfélagsins þá er það nýtt að við mig séu að hafa samband áhyggjufullir foreldrar af því að ungmenni þeirra sé orðið flækt í heim skipulagðra glæpasamtaka og þau tengsl ná alveg niður til Suður-Ameríku og um alla Evrópu. Hvort heldur þau eru að flytja fíkniefni eða þvo peninga fyrir þessa glæpahringi, hér á landi eða annars staðar í Evrópu. Ekki trúum við því að þessi veruleiki gæti ekki gerst hér á landi og það sem meira er að það er kominn vísir að slíkri starfsemi hér í dag og hún nær langt út fyrir okkar aumu landamæri. Hvað er þá til ráða? Jú, herða landamæragæslu og styrkja stafrænu deild lögreglunnar, og styrkja tengsl við önnur lönd því skipulögð glæpasamtök virða engin landamæri. Hvað er það annað en skipulögð glæpastarfsemi þegar ungmenni hér á landi eru send til Evrópu í þeim eina tilgangi að bera fíkniefni yfir landamæri innan Evrópu og þvo peninga hérna innan lands sem eru svo sendir út í formi rafmyntar sem er nánast órekjanlegt? Jú, þetta kallast skipulögð glæpastarfsemi þegar þetta er komið á þetta stig og þarna er engin miskunn í boði eða skilningur. Við erum ekki að tala eingöngu um innflytjendur eða hælisleitendur heldur íslensk ungmenni sem eru orðin flækt inn í þennan heim og hvað ætlum við að gera í því? Sænska ástandið Þegar það er búið að veiða þau í net skipulagðra glæpasamtaka og þau eru komin á vald slíkra samtaka þá er ekkert sem heitir elsku mamma og við þurfum ekki nema að horfa til Svíþjóðar í því samhengi og vitna ég enn og aftur í ályktun formanna lögreglufélaga á Norðurlöndum og grein í Vísi með heitinu „Sænska ástandið“ orðið að norrænu. Ef við setjum þetta í íslenskt samhengi þá hefur ofbeldi verið að aukast til muna hér á landi innan ákveðins hóps. Ekki heldur fólk að það sé tilviljunin ein sem ræður því og það er ekki eingöngu hægt að kenna samfélagsmiðlum um. Er þá ekki um að gera að stofna fleiri ráð og nefndir með fólki sem er í engum tengslum við þennan veruleika eins og alltaf, í staðinn fyrir að leita til fólks sem hefur áratuga reynslu á gólfinu. Hnífaburður, skotárásir og jafnvel morð er orðinn íslenskur veruleiki hjá ungmennum. Það er heldur engin tilviljun. Vopnuðum útköllum sérsveitar ríkislögreglustjóra fjölgaði tólffalt á tíu ára tímabili. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Fæst voru útköll sérsveitarinnar árið 2014, eða 38 talsins. Þeim hefur fjölgað ört síðan og voru tólf sinnum fleiri í fyrra eða 461 talsins. Alls voru 2.141 vopnuð útköll á árunum 2013-2023. Þetta gerðist ekki út af engu! Aðferðin Ef við skoðum þau stóru fíkniefnamál sem hafa verið að koma upp síðustu ár þá hefur verið hægt að rekja mörg þeirra til Suður-Ameríku og er það engin tilviljun sem ræður því? Hvernig er farið að svo að, jú, þér er boðið gull og grænir skór með því að gefa þér kost á því að lifa hátt og hafa aðgang að nógu af fíkniefnum? Stefnulaust ungmenni sem hefur tapað og er ekki að sjá fram á bjarta framtíð. Ungmenni með takmarkaðan lesskilning sem á ekki mikla möguleika í vélvæðingu framtíðar og fellur auðveldlega fyrir slíku gylliboði. Þegar kemur að skuldadögum þá er jafnvel búin til skuld á þig sem þú átt að endurgreiða með því að bera fíkniefnin milli landamæra annars staðar í Evrópu til að greiða til baka þessa uppgerðu skuld og ef þú gerir það ekki áttu á hættu að vera beittur grófu ofbeldi. Það kemur að því að við förum að horfa upp á það að menn borgi með sínu lífi. Ef það er ekki hafið nú þegar, gleymum því ekki að það hafa verið að fara ungmenni alla leið niður til Suður-Ameríku og hafa setið inni í hættulegum fangelsum og hafa jafnvel þurft að verja sig með tálkaðan tannbursta að vopni eða hreinlega horfið þar og það hefur aldrei spurst til þeirra aftur! Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar