Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:10 Kosningar verða yfirstaðnar eftir viku. Þegar fólk gengur til kosninga þá langar mig til þess að minna fólk á hvaða flokkar það voru sem samþykktu 3ja orkupakkann á Alþingi 2019. Það var Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Vinstri Grænir, Viðreisn, Samfylking og Píratar sem samþykktu þetta, þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga innan Orkunnar okkar. Það var fróðlegt að taka þátt í samtökunum Orkunni okkar, sem var stofnuð með það fyrir augum að fræða almenning um 3ja orkupakkann og reyna að hindra það að Alþingismenn samþykktu hann. Greinarhöfundur var formaður samtakanna á þessum tíma. Það var fróðlegt að upplifa það að vera kölluð kverúlant, sjálfskipaður fullveldissinni, einangrunarsinni, Trumpisti, sviðsljósafíkil, þjóðernisremba, afturhaldssinni, popúlísti svo að eitthvað sé nefnt. Það var fróðlegt að upplifa það að RÚV, ríkisútvarpið, brást skyldu sinni, en RÚV á lögum samkvæmt (lög nr.23, 3.gr) að „Vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varðar“ Það var fróðlegt að upplifa það að flokkarnir Vinstri grænir, Píratar og Samfylking vildu markaðsvæða raforkuna, sem þýðir að millliðum fjölgar frá framleiðanda til neytenda, sem þýðir að verð hækkar. Það var fróðlegt að upplifa það að í fréttum RUV var sagt að raforkuverð myndi ekki hækka. Það þarf ekki mjög gáfaðan einstakling til að sjá að ef milliliðum fjölgar þá hefur það áhrif á vöruverð. Það mun hækka og það er einmitt það sem við erum að sjá að er að rætast 5 árum eftir samþykkt orkupakka 3. Eiga heimilin í landinu líka von á 25 % verðhækkun á rafmagni? Það var fróðlegt að upplifa það að mörgum er alveg sama um hvort við missum valdið yfir orkumálum til erlendra aðila. Viljum við fá vindorkutúrbínuver upp um öll fjöll í eigu erlendra aðila, en á teikniborðinu eru um 40 slík verkefni? Verði bókun 35 samþykkt á Alþingi þá munu lög ESB verða rétthærri íslenskum lögum, sem þýðir að við ráðum okkur ekki lengur sjálf. Sjálfstæðismenn hafa lagt ríka áherslu á að bókun 35 verði samþykkt. Viðreisn leggur núna ríka áherslu á að Ísland sæki um aðild að ESB, eða “kíkja í pakkann” eins og sagt er. Það er einhver meinvilla í gangi með að kíkja í þennan ESB pakka og að þar verði einhverjar sér undanþágur fyrir Ísland, en því miður þá eru engar varanlegar undanþágur í ESB. Samfylkingin vill líka sækja um ESB en passar sig á að tala ekki um það því þá missa þeir atkvæði. Ef það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta málefni þá verður spurningin að vera rétt. Viltu að Ísland gangi í ESB? Og svarið er þá annað hvort já eða nei. Ef þú ert í vafa um hvað þú átt að kjósa, gefðu þá Lýðræðisflokki og Arnari Þór möguleika á að breyta hlutunum til batnaðar, heiðarlegri mann er erfitt að finna. Arnar Þór barðist ötullega við hlið Orkunnar okkar árið 2019, og hefur gert það síðan. Eitt af baráttumálum x-L er að standa vörð um fullveldi Íslands á öllum sviðum. Gáðu að því hvar þú setur þitt x á kosningardaginn. www.kjosumxl.is. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, frumkvöðull og í framboði fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður, 3. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Kosningar verða yfirstaðnar eftir viku. Þegar fólk gengur til kosninga þá langar mig til þess að minna fólk á hvaða flokkar það voru sem samþykktu 3ja orkupakkann á Alþingi 2019. Það var Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Vinstri Grænir, Viðreisn, Samfylking og Píratar sem samþykktu þetta, þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga innan Orkunnar okkar. Það var fróðlegt að taka þátt í samtökunum Orkunni okkar, sem var stofnuð með það fyrir augum að fræða almenning um 3ja orkupakkann og reyna að hindra það að Alþingismenn samþykktu hann. Greinarhöfundur var formaður samtakanna á þessum tíma. Það var fróðlegt að upplifa það að vera kölluð kverúlant, sjálfskipaður fullveldissinni, einangrunarsinni, Trumpisti, sviðsljósafíkil, þjóðernisremba, afturhaldssinni, popúlísti svo að eitthvað sé nefnt. Það var fróðlegt að upplifa það að RÚV, ríkisútvarpið, brást skyldu sinni, en RÚV á lögum samkvæmt (lög nr.23, 3.gr) að „Vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varðar“ Það var fróðlegt að upplifa það að flokkarnir Vinstri grænir, Píratar og Samfylking vildu markaðsvæða raforkuna, sem þýðir að millliðum fjölgar frá framleiðanda til neytenda, sem þýðir að verð hækkar. Það var fróðlegt að upplifa það að í fréttum RUV var sagt að raforkuverð myndi ekki hækka. Það þarf ekki mjög gáfaðan einstakling til að sjá að ef milliliðum fjölgar þá hefur það áhrif á vöruverð. Það mun hækka og það er einmitt það sem við erum að sjá að er að rætast 5 árum eftir samþykkt orkupakka 3. Eiga heimilin í landinu líka von á 25 % verðhækkun á rafmagni? Það var fróðlegt að upplifa það að mörgum er alveg sama um hvort við missum valdið yfir orkumálum til erlendra aðila. Viljum við fá vindorkutúrbínuver upp um öll fjöll í eigu erlendra aðila, en á teikniborðinu eru um 40 slík verkefni? Verði bókun 35 samþykkt á Alþingi þá munu lög ESB verða rétthærri íslenskum lögum, sem þýðir að við ráðum okkur ekki lengur sjálf. Sjálfstæðismenn hafa lagt ríka áherslu á að bókun 35 verði samþykkt. Viðreisn leggur núna ríka áherslu á að Ísland sæki um aðild að ESB, eða “kíkja í pakkann” eins og sagt er. Það er einhver meinvilla í gangi með að kíkja í þennan ESB pakka og að þar verði einhverjar sér undanþágur fyrir Ísland, en því miður þá eru engar varanlegar undanþágur í ESB. Samfylkingin vill líka sækja um ESB en passar sig á að tala ekki um það því þá missa þeir atkvæði. Ef það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta málefni þá verður spurningin að vera rétt. Viltu að Ísland gangi í ESB? Og svarið er þá annað hvort já eða nei. Ef þú ert í vafa um hvað þú átt að kjósa, gefðu þá Lýðræðisflokki og Arnari Þór möguleika á að breyta hlutunum til batnaðar, heiðarlegri mann er erfitt að finna. Arnar Þór barðist ötullega við hlið Orkunnar okkar árið 2019, og hefur gert það síðan. Eitt af baráttumálum x-L er að standa vörð um fullveldi Íslands á öllum sviðum. Gáðu að því hvar þú setur þitt x á kosningardaginn. www.kjosumxl.is. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, frumkvöðull og í framboði fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður, 3. sæti.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun