Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:02 Innflytjendur og aðgerðasinnar mótmæla fyrirætlunum Trump í New York. Getty/Stephanie Keith Ólöglegir og löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum flykkjast nú á námskeið til að fá ráðleggingar um hvað þeir geta gert til að freista þess að verða ekki fluttir úr landinu. Þá hafa háskólar ráðlagt erlendum nemendum að snúa aftur heim úr jólafríi áður en Donald Trump sver embættiseið í janúar. Frá þessu greinir New York Times og ræðir meðal annars við Yaneth Campuzano, 30 ára hugbúnaðarverkfræðing í Houston. Campuzano var aðeins tveggja mánaða gömul þegar hún kom til Bandaríkjanna og var ein þeirra sem féll undir Deferred Action for Childhood Arrivals (DACA), sem komið var á í stjórnartíð Barack Obama. Áætlunin gerði hundruðum þúsunda einstaklinga sem voru fluttir til landsins sem börn kleift að dvelja áfram á vinnuleyfi. DACA sætti hins vegar árásum í fyrri stjórnartíð Trump og málaferli standa yfir um áætlunina, sem gæti auðveldað Trump að afnema hana þegar hann sest aftur í Hvíta húsið. Eitt af stóru málunum í kosningabaráttu Trump var að koma ólöglegum innflytjendum úr landi og á dögunum sagðist hann hafa í hyggju að lýsa yfir neyðarástandi og beita hernum við brottflutninginn. Það eru hins vegar ekki aðeins ólöglegir innflytjendur sem eru uggandi um stöðu sína heldur einnig einstaklingar sem hafa fengið svokallað „græna kort“ en eru ekki ríkisborgarar. Sérfræðingar segja þá ekki síður leita ráðgjafar. Ólöglegir innflytjendur hyggist margir flýta brúðkaupum áður en Trump tekur við og einstaklingar með græna kortið að sækja um ríkisborgararétt. Búa sig undir það versta „Við erum óttaslegnari í þetta sinn, vegna alls þess sem Trump segist munu gera þegar hann öðlast vald á ný,“ segir Silvia Campos, ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó, sem býr í Bandaríkjunum með eiginmanni sínum og þremur börnum. Tvö barnanna eru bandarískir ríkisborgarar. Campos sótti fræðslufund á dögunum og skrifaði í kjölfarið upp á yfirlýsingu um að börnin hennar ættu að fara til systur hennar, sem er bandarískur ríkisborgari, ef hún yrði handtekin. Þá hefur hún átt samtal við börnin, sem eru á aldrinum 14 til 17 ára, til að útskýra fyrir þeim hvað gæti gerst. Þeir sem munu líklega fara fyrir málaflokknum í stjórnartíð Trump hafa sagt að það verði forgangsmál að senda úr landi glæpamenn og þá sem þegar hafa fengið tilkynningu um brottvísun. Hins vegar verði einnig ráðist í vinnustaðaheimsóknir og fleiri úrræði í kjölfarið. Yfirvöld í Texas hafa þegar boðið fram land undir umfangsmiklar úrvinnslustöðvar sem stendur til að reisa. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innflytjendamál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Þá hafa háskólar ráðlagt erlendum nemendum að snúa aftur heim úr jólafríi áður en Donald Trump sver embættiseið í janúar. Frá þessu greinir New York Times og ræðir meðal annars við Yaneth Campuzano, 30 ára hugbúnaðarverkfræðing í Houston. Campuzano var aðeins tveggja mánaða gömul þegar hún kom til Bandaríkjanna og var ein þeirra sem féll undir Deferred Action for Childhood Arrivals (DACA), sem komið var á í stjórnartíð Barack Obama. Áætlunin gerði hundruðum þúsunda einstaklinga sem voru fluttir til landsins sem börn kleift að dvelja áfram á vinnuleyfi. DACA sætti hins vegar árásum í fyrri stjórnartíð Trump og málaferli standa yfir um áætlunina, sem gæti auðveldað Trump að afnema hana þegar hann sest aftur í Hvíta húsið. Eitt af stóru málunum í kosningabaráttu Trump var að koma ólöglegum innflytjendum úr landi og á dögunum sagðist hann hafa í hyggju að lýsa yfir neyðarástandi og beita hernum við brottflutninginn. Það eru hins vegar ekki aðeins ólöglegir innflytjendur sem eru uggandi um stöðu sína heldur einnig einstaklingar sem hafa fengið svokallað „græna kort“ en eru ekki ríkisborgarar. Sérfræðingar segja þá ekki síður leita ráðgjafar. Ólöglegir innflytjendur hyggist margir flýta brúðkaupum áður en Trump tekur við og einstaklingar með græna kortið að sækja um ríkisborgararétt. Búa sig undir það versta „Við erum óttaslegnari í þetta sinn, vegna alls þess sem Trump segist munu gera þegar hann öðlast vald á ný,“ segir Silvia Campos, ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó, sem býr í Bandaríkjunum með eiginmanni sínum og þremur börnum. Tvö barnanna eru bandarískir ríkisborgarar. Campos sótti fræðslufund á dögunum og skrifaði í kjölfarið upp á yfirlýsingu um að börnin hennar ættu að fara til systur hennar, sem er bandarískur ríkisborgari, ef hún yrði handtekin. Þá hefur hún átt samtal við börnin, sem eru á aldrinum 14 til 17 ára, til að útskýra fyrir þeim hvað gæti gerst. Þeir sem munu líklega fara fyrir málaflokknum í stjórnartíð Trump hafa sagt að það verði forgangsmál að senda úr landi glæpamenn og þá sem þegar hafa fengið tilkynningu um brottvísun. Hins vegar verði einnig ráðist í vinnustaðaheimsóknir og fleiri úrræði í kjölfarið. Yfirvöld í Texas hafa þegar boðið fram land undir umfangsmiklar úrvinnslustöðvar sem stendur til að reisa. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innflytjendamál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira