Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2024 09:00 Eiður Gauti Sæbjörnsson, nýjasti leikmaður KR. Vísir/Bjarni Eiður Gauti Sæbjörnsson er nafn sem fáir knattspyrnuunnendur könnuðust við áður en hann hóf að leika fyrir HK í Bestu deildinni í sumar. Það er ekki furða enda hefur sá leikið fyrir Ými í 3. og 4. deild allan sinn feril. Nýlega færði Eiður sig um set og er nýjasti leikmaður KR. Eiður spilaði örfáa leiki fyrir HK í næst efstu deild sem ungur maður en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann var því orðinn leikmaður venslaliðsins Ýmis í 4. deildinni árið 2019, þegar hann var tvítugur. Eiður hafði skorað 79 mörk í 60 deildarleikjum fyrir Ými þegar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, hafði samband í sumar, en það var ekki í fyrsta sinn. „Ómar hafði hringt í mig einu sinni eða tvisvar áður. Ég hef ekki verið klár í slaginn, bæði út af skóla og vinnu og ég vildi ekki vera bundinn niður heilt tímabil. Að geta gert lítið. Svo kom þetta símtal í sumar og ég hugsaði að þetta væri síðasti séns að láta vaða,“ „Ég hugsaði þá bara fokk it og sé alls ekki eftir því. Það var aldrei það að ég vissi ekki að ég gæti spilað ofar, en það voru aðrir þættir sem héldu mér frá því að gera það. En ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá bjóst ég ekki við því að sjö, átta mánuðum væri maður að spila fyrir KR. Þetta hefur farið langt fram úr mínum væntingum“ segir Eiður Gauti í samtali við íþróttadeild. Leikur við KR sem breytti hugarfarinu Eiður stimplaði sig inn af krafti og skoraði meðal annars tvö mörk í fræknum 3-2 sigri á KR í Kórnum. „Það náttúrulega skemmir ekki fyrir að eiga svona öflugan leik á móti svona liði sem svo endar á að sækja mann. Það er bara stór plús. Þetta var kannski leikurinn sem breytti hugarfarinu mínu varðandi fótbolta, að vilja gera þetta alla leið. Tilfinningin eftir að skora tvö og vinna KR er góð. Þetta er tilfinning sem maður vonast til að sækja aftur,“ segir Eiður Gauti. Rútínan breytist Eiður hefur í nægu að snúast sem starfsmaður Arion banka en ljóst er að rútínan breytist aðeins frá því sem hann er vanur hjá Ými samhliða bankastörfunum undanfarin ár. „Sem betur fer er ég með góðan vinnuveitenda sem skilur vel hvernig þessi bransi virkar. Ég fæ leyfi til þess að mæta á æfingar í hádeginu og vinn svo bara lengur. Það er ekkert mál og bara vel tekið í það. Hann lengist aðeins, en í raun er þetta alveg það sama, æfing í hádeginu og vinna lengur í staðinn fyrir að fara á æfingu seinni partinn. Þetta er sitthvor hliðin á sama teningnum,“ segir Eiður Gauti. Fetar í fótspor föður síns og er kominn heim Þónokkur lið settu sig í samband við Eið Gauta eftir tímabilið en KR varð að endingu fyrir valinu. Faðir Eiðs, Sæbjörn Guðmundsson sem lék með KR á níunda áratugnum, fagnaði því mjög. Sæbjörn Guðmundsson, faðir Eiðs Gauta, er hér vinstra megin við Pétur Pétursson sem heldur á Reykjavíkurmótsbikarnum 1989.Skjáskot/Tímarit.is/Morgunblaðið „Hann vildi ekki setja neina pressu á mig. Hann sýndi það ekki, en ég veit að hann var mjög spenntur inni í sér,“ segir Eiður um viðbrögð föður síns. „Það skemmir ekki fyrir að fjölskyldan mín eru allir KR-ingar. Ég ólst upp við að vera KR-ingur í rauninni. Þó ég hafi aldrei spilað fyrir KR líður mér smá eins og ég sé að koma heim,“ bætir hann við. Fleira kemur fram í viðtalinu við Eið sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Klippa: Fór úr 3. deild í KR á örfáum mánuðum KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Eiður spilaði örfáa leiki fyrir HK í næst efstu deild sem ungur maður en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann var því orðinn leikmaður venslaliðsins Ýmis í 4. deildinni árið 2019, þegar hann var tvítugur. Eiður hafði skorað 79 mörk í 60 deildarleikjum fyrir Ými þegar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, hafði samband í sumar, en það var ekki í fyrsta sinn. „Ómar hafði hringt í mig einu sinni eða tvisvar áður. Ég hef ekki verið klár í slaginn, bæði út af skóla og vinnu og ég vildi ekki vera bundinn niður heilt tímabil. Að geta gert lítið. Svo kom þetta símtal í sumar og ég hugsaði að þetta væri síðasti séns að láta vaða,“ „Ég hugsaði þá bara fokk it og sé alls ekki eftir því. Það var aldrei það að ég vissi ekki að ég gæti spilað ofar, en það voru aðrir þættir sem héldu mér frá því að gera það. En ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá bjóst ég ekki við því að sjö, átta mánuðum væri maður að spila fyrir KR. Þetta hefur farið langt fram úr mínum væntingum“ segir Eiður Gauti í samtali við íþróttadeild. Leikur við KR sem breytti hugarfarinu Eiður stimplaði sig inn af krafti og skoraði meðal annars tvö mörk í fræknum 3-2 sigri á KR í Kórnum. „Það náttúrulega skemmir ekki fyrir að eiga svona öflugan leik á móti svona liði sem svo endar á að sækja mann. Það er bara stór plús. Þetta var kannski leikurinn sem breytti hugarfarinu mínu varðandi fótbolta, að vilja gera þetta alla leið. Tilfinningin eftir að skora tvö og vinna KR er góð. Þetta er tilfinning sem maður vonast til að sækja aftur,“ segir Eiður Gauti. Rútínan breytist Eiður hefur í nægu að snúast sem starfsmaður Arion banka en ljóst er að rútínan breytist aðeins frá því sem hann er vanur hjá Ými samhliða bankastörfunum undanfarin ár. „Sem betur fer er ég með góðan vinnuveitenda sem skilur vel hvernig þessi bransi virkar. Ég fæ leyfi til þess að mæta á æfingar í hádeginu og vinn svo bara lengur. Það er ekkert mál og bara vel tekið í það. Hann lengist aðeins, en í raun er þetta alveg það sama, æfing í hádeginu og vinna lengur í staðinn fyrir að fara á æfingu seinni partinn. Þetta er sitthvor hliðin á sama teningnum,“ segir Eiður Gauti. Fetar í fótspor föður síns og er kominn heim Þónokkur lið settu sig í samband við Eið Gauta eftir tímabilið en KR varð að endingu fyrir valinu. Faðir Eiðs, Sæbjörn Guðmundsson sem lék með KR á níunda áratugnum, fagnaði því mjög. Sæbjörn Guðmundsson, faðir Eiðs Gauta, er hér vinstra megin við Pétur Pétursson sem heldur á Reykjavíkurmótsbikarnum 1989.Skjáskot/Tímarit.is/Morgunblaðið „Hann vildi ekki setja neina pressu á mig. Hann sýndi það ekki, en ég veit að hann var mjög spenntur inni í sér,“ segir Eiður um viðbrögð föður síns. „Það skemmir ekki fyrir að fjölskyldan mín eru allir KR-ingar. Ég ólst upp við að vera KR-ingur í rauninni. Þó ég hafi aldrei spilað fyrir KR líður mér smá eins og ég sé að koma heim,“ bætir hann við. Fleira kemur fram í viðtalinu við Eið sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Klippa: Fór úr 3. deild í KR á örfáum mánuðum
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira