Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar 26. nóvember 2024 10:10 Ég bjó í Noregi að mestu frá 1967 til vors 1979. Þar voru á því tímabili tveir flokkar vinstra megin í stjórnmálum, Arbeiderpartiet og Sosialastisk venstreparti. Ég var alinn upp í Bústaðahverfinu af foreldrum sem líklega kusu Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að þeim fannst hann hafa gert mikið fyrir þau að fá litla íbúð á Hólmgarðinum og þau voru ættuð úr Gnúpverjahreppnum þar sem fólk kaus annað hvort Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Þá gerðist það á árum mínum í MR frá 1963 til ´67 að hugur minn fór að hneigjast til vinstri. Fyrsta hugsunin var að við þyrftum að losa okkur við bandarísku herstöðina og tókumst við pabbi á um það, hann var hallur undir Aronskuna (Aron Guðbrandsson). Vinstrimennska var þó alls ekki ríkjandi í MR. Í Osló sló hjartað vinstra megin, þar vorum við að mennta okkur til að vinna fyrir íslenskt samfélag sem þurfti á sérfræðiþekkingu að halda, hvort sem var jarðvísindi, dýralækningar, margvísleg líffræði eða huglæg vísindi eins og sagnfræði og málvísindi. Þessu fylgdi að við hneigðumst mörg til félagshyggju þ.e. sósíalisma. Þegar heim var komið tók við brauðstrit með búsetu í Kópavogi. Það var erfitt að koma sér upp húsnæði, húsbréfin voru seld með 25% afföllum. Allt hafðist þetta, en eftir skilnað sit ég enn þá eftir með húsnæðislán. Þó að ég hefði áhuga á stjórnmálum gekk ég ekki til liðs við neinn stjórnmálaflokk þó að bæjarmálapólitíkin hefði getað heillað, en ég flutti austur á Selfoss 1992. Það varð breyting á vinstri væng stjórnmálanna þegar gerð var tilraun til að sameina nokkrar stjórnmálahreyfingar. Þá var hópur sósíalista sem komu sér saman um að stofna hreyfingu sem væri til vinstri við samfylkingu kratanna. Ég gekk til liðs við þessa vinstrihreyfingu og var með í að stofna það sem varð Vinstrihreyfingin grænt framboð. Það sem heillaði var áberandi sósíalistísk hugsun sem samtvinnaðist umhverfisvernd og kynjajafnrétti og kvenfrelsi. Þegar stefnuskrá VG er skoðuð sést að ef eitthvað er hefur þessi stefna styrkst. Eftir kosningarnar 2017 var þröngt um valkosti að mynda ríkisstjórn eftir stutta stjórnarsetu fyrri ríkisstjórnar. Eini möguleikinn á 3 flokkastjórn var Sjálfstæðisflokkur, Framsóknaflokkur og VG. Stjórn án Sjálfstæðisflokks var tæpast möguleg nema með Framsókn sem hafði lýst yfir að vilja ekki starfa með Pírötum eða Viðreisn. Þá höfðu Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir þann kjark að bjóða félögum sínum í VG birginn og mynda stjórn með D og B, vitandi að það gæti dregið verulega úr fylgi VG. Sú stjórn undir forsæti Katrínar var farsæl og tókst vel á við kóronafaraldurinn og markað djúp spor t.d. með því að fá í gegn 3 skattþrep, stefnu í lofslagsmálum, friðlýsingar í náttúrunni, leggja drög að miðhálendisþjóðgarði og styrkja þá þjóðgarða sem þegar voru komnir, standa vörð um kynrænt jafnræði og margt fleira. Það fór reyndar svo að í kosningunum 2021 hélt ríkisstjórnin velli og VG var enn þá 3. stærsti flokkurinn á þingi. Nú var uppi sú staða að D og B gátu myndað þriggja flokka stjórn með öllum flokkum á Alþingi. Við þessar aðstæður lá nokkuð beint við að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfinu. Sú ríkisstjórn fékk í hendurnar mjög erfið mál, óðaverðbólgu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, mikinn flóttamannastraum frá Úkraínu og Venesúela, náttúrhamfarir í Grindavík. VG hefur þurft að berjast í þessari ríkisstjórn en mér er til efs að nein önnur stjórn hefði tekið betur á þessum málum. Kjarasamningar á almennum markaði tókust og eru lykillinn að því dregið hefur úr verðbólgu og nú hafa vextir verið lækkaðir. Þar skipti samtal Katrínar Jakobsdóttur við verkalýðshreyfinguna miklu máli. Unnið var að mjög mikilvægu lagafrumvarpi um sjávareldi sem því miður komst ekki áfram fyrst og fremst vegna hagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins. Svandís lét reyna á það hvort ný og nútímaleg dýravelferðarlög hefðu meira vægi en gömul og úrelt lög um hvalveiðar. Það bjargaði lífi á annað hundrað langreyða. Guðmundur Ingi kom í gegn gríðarlega mikilvægum lögum um réttindi öryrkja. Réttlætiskennd hans varð einnig til þess að langveikur drengur frá Palestínu slapp frá ómannúðlegum útflutningi og hefur nú fengið hæli hér á landi. Þátttaka VG í ríkisstjórn undanfarin 6 ár hefur skipt verulegu máli vegna þess að það hefur verið staðinn vörður um hagsmuni almennings og náttúrunnar. Þess vegna er mikilvægt að rödd VG heyrist áfram á Alþingi eftir kosningarna 30. nóvember. Höfundur er einn af stofnendum VG og er í 20. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég bjó í Noregi að mestu frá 1967 til vors 1979. Þar voru á því tímabili tveir flokkar vinstra megin í stjórnmálum, Arbeiderpartiet og Sosialastisk venstreparti. Ég var alinn upp í Bústaðahverfinu af foreldrum sem líklega kusu Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að þeim fannst hann hafa gert mikið fyrir þau að fá litla íbúð á Hólmgarðinum og þau voru ættuð úr Gnúpverjahreppnum þar sem fólk kaus annað hvort Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Þá gerðist það á árum mínum í MR frá 1963 til ´67 að hugur minn fór að hneigjast til vinstri. Fyrsta hugsunin var að við þyrftum að losa okkur við bandarísku herstöðina og tókumst við pabbi á um það, hann var hallur undir Aronskuna (Aron Guðbrandsson). Vinstrimennska var þó alls ekki ríkjandi í MR. Í Osló sló hjartað vinstra megin, þar vorum við að mennta okkur til að vinna fyrir íslenskt samfélag sem þurfti á sérfræðiþekkingu að halda, hvort sem var jarðvísindi, dýralækningar, margvísleg líffræði eða huglæg vísindi eins og sagnfræði og málvísindi. Þessu fylgdi að við hneigðumst mörg til félagshyggju þ.e. sósíalisma. Þegar heim var komið tók við brauðstrit með búsetu í Kópavogi. Það var erfitt að koma sér upp húsnæði, húsbréfin voru seld með 25% afföllum. Allt hafðist þetta, en eftir skilnað sit ég enn þá eftir með húsnæðislán. Þó að ég hefði áhuga á stjórnmálum gekk ég ekki til liðs við neinn stjórnmálaflokk þó að bæjarmálapólitíkin hefði getað heillað, en ég flutti austur á Selfoss 1992. Það varð breyting á vinstri væng stjórnmálanna þegar gerð var tilraun til að sameina nokkrar stjórnmálahreyfingar. Þá var hópur sósíalista sem komu sér saman um að stofna hreyfingu sem væri til vinstri við samfylkingu kratanna. Ég gekk til liðs við þessa vinstrihreyfingu og var með í að stofna það sem varð Vinstrihreyfingin grænt framboð. Það sem heillaði var áberandi sósíalistísk hugsun sem samtvinnaðist umhverfisvernd og kynjajafnrétti og kvenfrelsi. Þegar stefnuskrá VG er skoðuð sést að ef eitthvað er hefur þessi stefna styrkst. Eftir kosningarnar 2017 var þröngt um valkosti að mynda ríkisstjórn eftir stutta stjórnarsetu fyrri ríkisstjórnar. Eini möguleikinn á 3 flokkastjórn var Sjálfstæðisflokkur, Framsóknaflokkur og VG. Stjórn án Sjálfstæðisflokks var tæpast möguleg nema með Framsókn sem hafði lýst yfir að vilja ekki starfa með Pírötum eða Viðreisn. Þá höfðu Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir þann kjark að bjóða félögum sínum í VG birginn og mynda stjórn með D og B, vitandi að það gæti dregið verulega úr fylgi VG. Sú stjórn undir forsæti Katrínar var farsæl og tókst vel á við kóronafaraldurinn og markað djúp spor t.d. með því að fá í gegn 3 skattþrep, stefnu í lofslagsmálum, friðlýsingar í náttúrunni, leggja drög að miðhálendisþjóðgarði og styrkja þá þjóðgarða sem þegar voru komnir, standa vörð um kynrænt jafnræði og margt fleira. Það fór reyndar svo að í kosningunum 2021 hélt ríkisstjórnin velli og VG var enn þá 3. stærsti flokkurinn á þingi. Nú var uppi sú staða að D og B gátu myndað þriggja flokka stjórn með öllum flokkum á Alþingi. Við þessar aðstæður lá nokkuð beint við að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfinu. Sú ríkisstjórn fékk í hendurnar mjög erfið mál, óðaverðbólgu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, mikinn flóttamannastraum frá Úkraínu og Venesúela, náttúrhamfarir í Grindavík. VG hefur þurft að berjast í þessari ríkisstjórn en mér er til efs að nein önnur stjórn hefði tekið betur á þessum málum. Kjarasamningar á almennum markaði tókust og eru lykillinn að því dregið hefur úr verðbólgu og nú hafa vextir verið lækkaðir. Þar skipti samtal Katrínar Jakobsdóttur við verkalýðshreyfinguna miklu máli. Unnið var að mjög mikilvægu lagafrumvarpi um sjávareldi sem því miður komst ekki áfram fyrst og fremst vegna hagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins. Svandís lét reyna á það hvort ný og nútímaleg dýravelferðarlög hefðu meira vægi en gömul og úrelt lög um hvalveiðar. Það bjargaði lífi á annað hundrað langreyða. Guðmundur Ingi kom í gegn gríðarlega mikilvægum lögum um réttindi öryrkja. Réttlætiskennd hans varð einnig til þess að langveikur drengur frá Palestínu slapp frá ómannúðlegum útflutningi og hefur nú fengið hæli hér á landi. Þátttaka VG í ríkisstjórn undanfarin 6 ár hefur skipt verulegu máli vegna þess að það hefur verið staðinn vörður um hagsmuni almennings og náttúrunnar. Þess vegna er mikilvægt að rödd VG heyrist áfram á Alþingi eftir kosningarna 30. nóvember. Höfundur er einn af stofnendum VG og er í 20. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun