Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 16:00 Það hefur loðað við mig frá því ég bauð mig fram til Alþingis árið 2016, í þriðja sæti fyrir Framsókn í Reykjavík norður, að ég væri framsóknarmaður. Því fer reyndar fjarri í dag. Ég hef ekki verið flokksbundinn neinum flokki í nokkur ár þó ég sé giftur flokksbundnum framsóknarmanni. Ég hef oft verið ósammála forystu Framsóknar og fundist stefnumál flokksins óljós. Afstaða mín til Framsóknar breyttist þó fljótt eftir að ég hóf störf sem stjórnarformaður samtakanna Hugarafls. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Um er að ræða stærstu grasrótarsamtök fólks á Íslandi með andlegar áskoranir. Undanfarið hafa samtökin, ásamt stofnanda þeirra Auði Axelsdóttur, þurft að berjast fyrir tilvist sinni og skilningi á því hve mikilvægi þessi samtök eru. Fáir ráðherrar og þingmenn hafa sýnt Hugarafli og þessum málaflokki meiri áhuga og skilning en ráðherrarnir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Samtökin starfa því á vettvangi sem almennt heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Fráfarandi félagsmálaráðherra sýndi þó samtökunum lítinn áhuga. Ekki skal fullyrt hvort þar hafi haft áhrif að Hugarafl eru frjáls félagasamtök, stofnuð á grundvelli einkaframtaks og einstaklingsfrelsis. Einn ráðherra ber af og hefur framar öðrum mikinn skilning á stöðu þeirra sem undir eru í samfélaginu. Það er Ásmundur Einar Daðason. Úrlausnir hans þegar hann var félagsmálaráðherra voru til fyrirmyndar. Hann hefur unnið að lausnum sem hafa tekið mið af reynslu þeirra sem vinna í umræddum málaflokkum en ekki út frá kerfislægum lausnum sem embættismenn hafa fundið upp í gegnum tíðina. Hann hefur stigið fram og talað um eigin lífsreynslu og erfiðleika og miðlað af þeim í ýmsum málaflokkum innan félagsmála og barnamála og hefur verið opin fyrir nýjum leiðum og lausnum er varða félagsleg málefni, bæði varðandi börn og fullorðið fólk með ýmsar raskanir og skerðingar. Að tala við Ásmund Einar er eftirminnilegt sérstaklega þar sem hann hefur sjálfur frá svo miklu að miðla. Hans lífsreynsla gerir honum kleift að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að þessum málaflokki og þar af leiðandi hugsa í lausnum. Margt hefur verið sagt um Ásmund Einar og ég viðurkenni að ég hafði ekki miklar vonir þegar hann gekk í raðir framsóknarmanna, komandi úr öðrum flokki með aðrar áherslur en gengur og gerist í Framsókn. Ásmundur náði sér þó fljótt á strik og náði miklum árangri. Hann hefur sannað sig með svo miklum ágætum að það er vel hægt að lýsa því yfir að hann hafi verið einn besti félagsmálaráðherra, ef ekki sá besti sem við höfum átt. Þau stóru orð læt ég falla eftir að hafa upplifað sjálfur þá gríðarlegu vinnu sem hann hefur unnið að varðandi félagsmál, og ekki má gleyma þeim mannlega skilning og dýpt sem hann hefur sýnt á þeim vettvangi. Hann sjálfur sannar það með eigin eftirbreytni dag hvern og sýnir hvaða árangri hægt er að ná þegar tekist er á við eigin erfiðleika og þeir nýttir til þess að breyta til hins betra. Höfundur er stjórnarformaður Hugarafls og hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Það hefur loðað við mig frá því ég bauð mig fram til Alþingis árið 2016, í þriðja sæti fyrir Framsókn í Reykjavík norður, að ég væri framsóknarmaður. Því fer reyndar fjarri í dag. Ég hef ekki verið flokksbundinn neinum flokki í nokkur ár þó ég sé giftur flokksbundnum framsóknarmanni. Ég hef oft verið ósammála forystu Framsóknar og fundist stefnumál flokksins óljós. Afstaða mín til Framsóknar breyttist þó fljótt eftir að ég hóf störf sem stjórnarformaður samtakanna Hugarafls. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Um er að ræða stærstu grasrótarsamtök fólks á Íslandi með andlegar áskoranir. Undanfarið hafa samtökin, ásamt stofnanda þeirra Auði Axelsdóttur, þurft að berjast fyrir tilvist sinni og skilningi á því hve mikilvægi þessi samtök eru. Fáir ráðherrar og þingmenn hafa sýnt Hugarafli og þessum málaflokki meiri áhuga og skilning en ráðherrarnir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Samtökin starfa því á vettvangi sem almennt heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Fráfarandi félagsmálaráðherra sýndi þó samtökunum lítinn áhuga. Ekki skal fullyrt hvort þar hafi haft áhrif að Hugarafl eru frjáls félagasamtök, stofnuð á grundvelli einkaframtaks og einstaklingsfrelsis. Einn ráðherra ber af og hefur framar öðrum mikinn skilning á stöðu þeirra sem undir eru í samfélaginu. Það er Ásmundur Einar Daðason. Úrlausnir hans þegar hann var félagsmálaráðherra voru til fyrirmyndar. Hann hefur unnið að lausnum sem hafa tekið mið af reynslu þeirra sem vinna í umræddum málaflokkum en ekki út frá kerfislægum lausnum sem embættismenn hafa fundið upp í gegnum tíðina. Hann hefur stigið fram og talað um eigin lífsreynslu og erfiðleika og miðlað af þeim í ýmsum málaflokkum innan félagsmála og barnamála og hefur verið opin fyrir nýjum leiðum og lausnum er varða félagsleg málefni, bæði varðandi börn og fullorðið fólk með ýmsar raskanir og skerðingar. Að tala við Ásmund Einar er eftirminnilegt sérstaklega þar sem hann hefur sjálfur frá svo miklu að miðla. Hans lífsreynsla gerir honum kleift að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að þessum málaflokki og þar af leiðandi hugsa í lausnum. Margt hefur verið sagt um Ásmund Einar og ég viðurkenni að ég hafði ekki miklar vonir þegar hann gekk í raðir framsóknarmanna, komandi úr öðrum flokki með aðrar áherslur en gengur og gerist í Framsókn. Ásmundur náði sér þó fljótt á strik og náði miklum árangri. Hann hefur sannað sig með svo miklum ágætum að það er vel hægt að lýsa því yfir að hann hafi verið einn besti félagsmálaráðherra, ef ekki sá besti sem við höfum átt. Þau stóru orð læt ég falla eftir að hafa upplifað sjálfur þá gríðarlegu vinnu sem hann hefur unnið að varðandi félagsmál, og ekki má gleyma þeim mannlega skilning og dýpt sem hann hefur sýnt á þeim vettvangi. Hann sjálfur sannar það með eigin eftirbreytni dag hvern og sýnir hvaða árangri hægt er að ná þegar tekist er á við eigin erfiðleika og þeir nýttir til þess að breyta til hins betra. Höfundur er stjórnarformaður Hugarafls og hæstaréttarlögmaður.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun