Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 19:33 Kæra strandveiðifólk. Nýverið spurði Kjartan Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, alla stjórnmálaflokka um afstöðu þeirra til strandveiða. Píratar vilja svo sannarlega styrkja strandveiðar og hafa verið með samþykkta stefnu um frjálsar handfæraveiðar allt frá árinu 2016. Þær eru umhverfisvænar og myndu styrkja byggð um land allt – og styðja við þær 700 fjölskyldur sem hafa beina afkomu af strandveiðum. Jafnframt myndu afleidd störf bætast við, þjónusta eflast og fiskmarkaðir lifna við. Þar sem lausnir okkar Pírata felast í róttækum breytingum þá höfum við þrepaskipt leiðinni að frjálsum handfæraveiðum og styrkingu strandveiðikerfisins. Margt þarf að lagfæra hér á landi við fiskveiðistjórnun í heild sinni, á borð við kvótakerfið, strandveiðar og byggðakvóta. Sumt af því er mjög einfalt – annað flóknara. 12 dagar – ekkert stopp Fyrst þarf að tryggja hverjum bát á strandveiðum 12 veiðidaga í þá mánuði sem vertíðin stendur yfir, án stöðvunarheimildar. Þetta tryggir jafnræði milli landsvæða og alls strandveiðifólks, ásamt því að auka fyrirsjáanleika og öryggi. Allir eru með 48 dagana trygga og freistast því ekki út á sjó í brælu til að ná sem mestu fyrir stopp. Stöðvunarheimildin er eitur og verður að fara strax. Við vöruðum við ójafnræði núverandi kerfis á milli svæða inni á þingi og í atvinnuveganefnd þingsins þegar því var komið á fót árið 2018. Lengri vertíð Síðan mætti lengja vertíðina í sex mánuði því fiskgengdin er þannig að þau fyrir vestan vilja jafnvel byrja fyrr en í maí, á meðan þau sem róa fyrir norðaustan og sunnan vildu gjarnan veiða lengur en út ágúst. Hálfs árs vertíð með 48 til 60 örugga veiðidaga væri kærkomin í stað núverandi kerfis. Banndagana í burtu Við teljum einnig að strandveiðifólk eigi að geta valið hvenær er róið. Í núverandi kerfi er bannað að róa á föstudögum, um helgar og á almennum frídögum. Margir ná aldrei 12 dögum í júní vegna þessara takmarkana. Stuttur mánuður, margir frídagar og oft bræla. Þá kemur aftur freistingin til að róa þegar vont er í sjóinn. Stærri skip út fyrir 12 mílur Ein forsendan fyrir því að hægt sé að gefa handfæraveiðar frjálsar er að banna stærri skipum og togurum að veiða innan 12 mílna. Leyfum minni bátunum að veiða nær landi. Það eyðileggur hafsbotninn að leyfa stærri skipum að toga svo nærri landi. Ofveiði frjálsra handfæraveiða er ómöguleg vegna þess að veiðigetan er lítil. Hræðslan við að öll þjóðin hendi sér á handfæraveiðar er óþörf. Þetta er erfiðisvinna og alls ekki fyrir alla. Þorskstofninn hrynur ekki við þessar breytingar. Áfram umhverfisvænar strandveiðar Við teljum þetta vel hægt en stórútgerðin vill engar breytingar og á meðan við kjósum sömu stjórnmálaflokkana sem hlusta og trúa einungis áróðri SFS, þá breytist ekkert. Sama óvissan. Sama kapphlaupið vegna stöðvunarheimildarinnar. Sama bixið. Allir vita að byggðakvótinn virkar ekki en enginn gerir neitt. Gangi ykkur vel í ykkar hagsmunabaráttu innan Strandveiðifélags Íslands, við Píratar erum svo sannarlega með ykkur í liði! Áfram strandveiðar! Höfundur skipar 2. sæti hjá Pírötum í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Kæra strandveiðifólk. Nýverið spurði Kjartan Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, alla stjórnmálaflokka um afstöðu þeirra til strandveiða. Píratar vilja svo sannarlega styrkja strandveiðar og hafa verið með samþykkta stefnu um frjálsar handfæraveiðar allt frá árinu 2016. Þær eru umhverfisvænar og myndu styrkja byggð um land allt – og styðja við þær 700 fjölskyldur sem hafa beina afkomu af strandveiðum. Jafnframt myndu afleidd störf bætast við, þjónusta eflast og fiskmarkaðir lifna við. Þar sem lausnir okkar Pírata felast í róttækum breytingum þá höfum við þrepaskipt leiðinni að frjálsum handfæraveiðum og styrkingu strandveiðikerfisins. Margt þarf að lagfæra hér á landi við fiskveiðistjórnun í heild sinni, á borð við kvótakerfið, strandveiðar og byggðakvóta. Sumt af því er mjög einfalt – annað flóknara. 12 dagar – ekkert stopp Fyrst þarf að tryggja hverjum bát á strandveiðum 12 veiðidaga í þá mánuði sem vertíðin stendur yfir, án stöðvunarheimildar. Þetta tryggir jafnræði milli landsvæða og alls strandveiðifólks, ásamt því að auka fyrirsjáanleika og öryggi. Allir eru með 48 dagana trygga og freistast því ekki út á sjó í brælu til að ná sem mestu fyrir stopp. Stöðvunarheimildin er eitur og verður að fara strax. Við vöruðum við ójafnræði núverandi kerfis á milli svæða inni á þingi og í atvinnuveganefnd þingsins þegar því var komið á fót árið 2018. Lengri vertíð Síðan mætti lengja vertíðina í sex mánuði því fiskgengdin er þannig að þau fyrir vestan vilja jafnvel byrja fyrr en í maí, á meðan þau sem róa fyrir norðaustan og sunnan vildu gjarnan veiða lengur en út ágúst. Hálfs árs vertíð með 48 til 60 örugga veiðidaga væri kærkomin í stað núverandi kerfis. Banndagana í burtu Við teljum einnig að strandveiðifólk eigi að geta valið hvenær er róið. Í núverandi kerfi er bannað að róa á föstudögum, um helgar og á almennum frídögum. Margir ná aldrei 12 dögum í júní vegna þessara takmarkana. Stuttur mánuður, margir frídagar og oft bræla. Þá kemur aftur freistingin til að róa þegar vont er í sjóinn. Stærri skip út fyrir 12 mílur Ein forsendan fyrir því að hægt sé að gefa handfæraveiðar frjálsar er að banna stærri skipum og togurum að veiða innan 12 mílna. Leyfum minni bátunum að veiða nær landi. Það eyðileggur hafsbotninn að leyfa stærri skipum að toga svo nærri landi. Ofveiði frjálsra handfæraveiða er ómöguleg vegna þess að veiðigetan er lítil. Hræðslan við að öll þjóðin hendi sér á handfæraveiðar er óþörf. Þetta er erfiðisvinna og alls ekki fyrir alla. Þorskstofninn hrynur ekki við þessar breytingar. Áfram umhverfisvænar strandveiðar Við teljum þetta vel hægt en stórútgerðin vill engar breytingar og á meðan við kjósum sömu stjórnmálaflokkana sem hlusta og trúa einungis áróðri SFS, þá breytist ekkert. Sama óvissan. Sama kapphlaupið vegna stöðvunarheimildarinnar. Sama bixið. Allir vita að byggðakvótinn virkar ekki en enginn gerir neitt. Gangi ykkur vel í ykkar hagsmunabaráttu innan Strandveiðifélags Íslands, við Píratar erum svo sannarlega með ykkur í liði! Áfram strandveiðar! Höfundur skipar 2. sæti hjá Pírötum í Suðurkjördæmi.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun