„Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Stefán Marteinn skrifar 26. nóvember 2024 21:47 Einar Árni Jóhannsson er þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Diego Njarðvík tók á móti Val í IceMar höllinni í kvöld þegar áttunda umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Njarðvík var búið að vera á flugi fyrir leikinn í kvöld og þær héldu sigurgöngu sinni áfram og unnu sinn fimmta leik í röð þegar þær lögðu Val af velli 77-67. „Ánægður með tvö dýrmæt stig fyrst og síðast. Margt jákvætt í okkar leik og við förum ánægð frá þessu,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Leikurinn var virkilega jafn í fyrri hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks tók Njarðvík alla stjórn og náði að sigla fram úr Val. „Hrós á Valsliðið í fyrri hálfleik. Augljóslega lið sem er búið að vera í smá brekku. Þær komu áræðnar og af krafti. Þær áttu fyrstu höggin varnarlega og okkur vantaði meiri áræðni á hringinn. Við komum okkur ekki einu sinni á vítalínuna í fyrri hálfleik. Þær eru að setja góð skot, Dagbjört stígur vel upp og svo bara dugnaður eins og Sara Líf hérna út um allt í sóknarfráköstum í fyrri hálfleik.“ „Við náðum að klippa á þessa hluti bæði sóknarfráköst og Brit [Brittany Dinkins] gerði miklu betur á Dagbjörtu í síðari hálfleik og stelpurnar sem voru að dekka Cerino [Alyssa Marie Cerino] voru náttúrlega bara frábærar. Hún skorar einhver átta, níu stig og þurfti að hafa mikið fyrir þeim.“ Emilie Hesseldal var frábær í liði Njarðvíkur og var með sannkallaða tröllatvennu en hún tók 24 fráköst auk þess að skora 16 stig. „Ég er bara svo ánægður með að hún hafi hitt út vítunum sínum. Við erum búin að vera hundóánægð með það bæði hvað hún er búin að vera í lágri prósentu þar og hún steig upp þar. Hún hefur verið dugleg að æfa þegar aðrir hópar hafa verið að koma inn á eftir okkur og sú extra vinna er að skila sér.” “Ég bað hana um að taka tuttugu fráköst í dag og hún fór ríflega í það og ég er ánægður með það. Valsliðið er án Ástu Júlíu og það vantar mikið í teygin þar þannig auðvitað á hún bara að eiga frákasta baráttuna sem að hún og gerði.“ Njarðvíkurliðið er í hörku baráttu við topp deildarinnar. „Vonandi getum við byggt ofan á þetta. Við erum að fara í hrikalega erfitt prógram. Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins. Við erum að fara á Akureyri í næsta leik, svo kemur bikarleikur og svo erum við að fara í Smáran á móti Grindavík og svo fáum við Keflavík hingað og við byrjum á Króknum eftir áramót. Við eigum bara risa leiki og krefjandi verkefni framundan.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
„Ánægður með tvö dýrmæt stig fyrst og síðast. Margt jákvætt í okkar leik og við förum ánægð frá þessu,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Leikurinn var virkilega jafn í fyrri hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks tók Njarðvík alla stjórn og náði að sigla fram úr Val. „Hrós á Valsliðið í fyrri hálfleik. Augljóslega lið sem er búið að vera í smá brekku. Þær komu áræðnar og af krafti. Þær áttu fyrstu höggin varnarlega og okkur vantaði meiri áræðni á hringinn. Við komum okkur ekki einu sinni á vítalínuna í fyrri hálfleik. Þær eru að setja góð skot, Dagbjört stígur vel upp og svo bara dugnaður eins og Sara Líf hérna út um allt í sóknarfráköstum í fyrri hálfleik.“ „Við náðum að klippa á þessa hluti bæði sóknarfráköst og Brit [Brittany Dinkins] gerði miklu betur á Dagbjörtu í síðari hálfleik og stelpurnar sem voru að dekka Cerino [Alyssa Marie Cerino] voru náttúrlega bara frábærar. Hún skorar einhver átta, níu stig og þurfti að hafa mikið fyrir þeim.“ Emilie Hesseldal var frábær í liði Njarðvíkur og var með sannkallaða tröllatvennu en hún tók 24 fráköst auk þess að skora 16 stig. „Ég er bara svo ánægður með að hún hafi hitt út vítunum sínum. Við erum búin að vera hundóánægð með það bæði hvað hún er búin að vera í lágri prósentu þar og hún steig upp þar. Hún hefur verið dugleg að æfa þegar aðrir hópar hafa verið að koma inn á eftir okkur og sú extra vinna er að skila sér.” “Ég bað hana um að taka tuttugu fráköst í dag og hún fór ríflega í það og ég er ánægður með það. Valsliðið er án Ástu Júlíu og það vantar mikið í teygin þar þannig auðvitað á hún bara að eiga frákasta baráttuna sem að hún og gerði.“ Njarðvíkurliðið er í hörku baráttu við topp deildarinnar. „Vonandi getum við byggt ofan á þetta. Við erum að fara í hrikalega erfitt prógram. Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins. Við erum að fara á Akureyri í næsta leik, svo kemur bikarleikur og svo erum við að fara í Smáran á móti Grindavík og svo fáum við Keflavík hingað og við byrjum á Króknum eftir áramót. Við eigum bara risa leiki og krefjandi verkefni framundan.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira