„Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Stefán Marteinn skrifar 26. nóvember 2024 21:47 Einar Árni Jóhannsson er þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Diego Njarðvík tók á móti Val í IceMar höllinni í kvöld þegar áttunda umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Njarðvík var búið að vera á flugi fyrir leikinn í kvöld og þær héldu sigurgöngu sinni áfram og unnu sinn fimmta leik í röð þegar þær lögðu Val af velli 77-67. „Ánægður með tvö dýrmæt stig fyrst og síðast. Margt jákvætt í okkar leik og við förum ánægð frá þessu,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Leikurinn var virkilega jafn í fyrri hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks tók Njarðvík alla stjórn og náði að sigla fram úr Val. „Hrós á Valsliðið í fyrri hálfleik. Augljóslega lið sem er búið að vera í smá brekku. Þær komu áræðnar og af krafti. Þær áttu fyrstu höggin varnarlega og okkur vantaði meiri áræðni á hringinn. Við komum okkur ekki einu sinni á vítalínuna í fyrri hálfleik. Þær eru að setja góð skot, Dagbjört stígur vel upp og svo bara dugnaður eins og Sara Líf hérna út um allt í sóknarfráköstum í fyrri hálfleik.“ „Við náðum að klippa á þessa hluti bæði sóknarfráköst og Brit [Brittany Dinkins] gerði miklu betur á Dagbjörtu í síðari hálfleik og stelpurnar sem voru að dekka Cerino [Alyssa Marie Cerino] voru náttúrlega bara frábærar. Hún skorar einhver átta, níu stig og þurfti að hafa mikið fyrir þeim.“ Emilie Hesseldal var frábær í liði Njarðvíkur og var með sannkallaða tröllatvennu en hún tók 24 fráköst auk þess að skora 16 stig. „Ég er bara svo ánægður með að hún hafi hitt út vítunum sínum. Við erum búin að vera hundóánægð með það bæði hvað hún er búin að vera í lágri prósentu þar og hún steig upp þar. Hún hefur verið dugleg að æfa þegar aðrir hópar hafa verið að koma inn á eftir okkur og sú extra vinna er að skila sér.” “Ég bað hana um að taka tuttugu fráköst í dag og hún fór ríflega í það og ég er ánægður með það. Valsliðið er án Ástu Júlíu og það vantar mikið í teygin þar þannig auðvitað á hún bara að eiga frákasta baráttuna sem að hún og gerði.“ Njarðvíkurliðið er í hörku baráttu við topp deildarinnar. „Vonandi getum við byggt ofan á þetta. Við erum að fara í hrikalega erfitt prógram. Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins. Við erum að fara á Akureyri í næsta leik, svo kemur bikarleikur og svo erum við að fara í Smáran á móti Grindavík og svo fáum við Keflavík hingað og við byrjum á Króknum eftir áramót. Við eigum bara risa leiki og krefjandi verkefni framundan.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
„Ánægður með tvö dýrmæt stig fyrst og síðast. Margt jákvætt í okkar leik og við förum ánægð frá þessu,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Leikurinn var virkilega jafn í fyrri hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks tók Njarðvík alla stjórn og náði að sigla fram úr Val. „Hrós á Valsliðið í fyrri hálfleik. Augljóslega lið sem er búið að vera í smá brekku. Þær komu áræðnar og af krafti. Þær áttu fyrstu höggin varnarlega og okkur vantaði meiri áræðni á hringinn. Við komum okkur ekki einu sinni á vítalínuna í fyrri hálfleik. Þær eru að setja góð skot, Dagbjört stígur vel upp og svo bara dugnaður eins og Sara Líf hérna út um allt í sóknarfráköstum í fyrri hálfleik.“ „Við náðum að klippa á þessa hluti bæði sóknarfráköst og Brit [Brittany Dinkins] gerði miklu betur á Dagbjörtu í síðari hálfleik og stelpurnar sem voru að dekka Cerino [Alyssa Marie Cerino] voru náttúrlega bara frábærar. Hún skorar einhver átta, níu stig og þurfti að hafa mikið fyrir þeim.“ Emilie Hesseldal var frábær í liði Njarðvíkur og var með sannkallaða tröllatvennu en hún tók 24 fráköst auk þess að skora 16 stig. „Ég er bara svo ánægður með að hún hafi hitt út vítunum sínum. Við erum búin að vera hundóánægð með það bæði hvað hún er búin að vera í lágri prósentu þar og hún steig upp þar. Hún hefur verið dugleg að æfa þegar aðrir hópar hafa verið að koma inn á eftir okkur og sú extra vinna er að skila sér.” “Ég bað hana um að taka tuttugu fráköst í dag og hún fór ríflega í það og ég er ánægður með það. Valsliðið er án Ástu Júlíu og það vantar mikið í teygin þar þannig auðvitað á hún bara að eiga frákasta baráttuna sem að hún og gerði.“ Njarðvíkurliðið er í hörku baráttu við topp deildarinnar. „Vonandi getum við byggt ofan á þetta. Við erum að fara í hrikalega erfitt prógram. Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins. Við erum að fara á Akureyri í næsta leik, svo kemur bikarleikur og svo erum við að fara í Smáran á móti Grindavík og svo fáum við Keflavík hingað og við byrjum á Króknum eftir áramót. Við eigum bara risa leiki og krefjandi verkefni framundan.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira