United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar 27. nóvember 2024 14:12 Hugmyndir þýska iðnaðarrisans Heidelberg um að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn kalla óneitanlega fram ákveðin hugrenningartengsl við annað stórt iðnaðarverkefni í nágrannasveitarfélagi sem fór út um þúfur með miklum fjárhagslegum- og samfélagslegum tilkostnaði. Verkefnið sem um ræðir er kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík í Reykjanesbæ. Spyrjum spurninga Heidelberg verkefnið krefst þess að við spyrjum þeirra spurninga sem gleymdist að spyrja í tilviki United Silicon. Spurningar um umhverfisáhrif fyrir nærsamfélagið, samfélagsleg áhrif af slíkri uppbyggingu og hvernig slíkar stórskala hugmyndir samræmast framtíðarsýn um sjálfbæra atvinnuuppbyggingu í Ölfusi. Meirihlutinn í bæjarstjórn Ölfuss hefur gefið sig út fyrir að vera afstöðulaus í málinu, nokkuð sem skýtur skökku við þegar horft er til aðdraganda málsins og málflutnings þeirra sem bera pólitíska ábyrgð í sveitarfélaginu. Reynslan af United Silicon í Helguvík Það voru miklar vonir bundnar við uppbyggingu kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík á sínum tíma. Mikilvægt er að hafa í huga að þegar þær hugmyndir voru að kvikna var mikið samdráttarskeið á Suðurnesjum og atvinnuleysi búið að vera viðvarandi á svæðinu. Tíðarandinn og atvinnuástandið var því allt annað en við í Ölfusi búum við í dag. United Silicon hóf þannig starfsemi með miklum loforðum um efnahagslega uppbyggingu. Aðdragandinn og orðræða fyrirtækisins auk þeirra sem studdu verkefnið var alls ekki ósvipuð því sem við sjáum nú í tilviki mölunarverksmiðju Heidelberg. Lofað var vel launuðum störfum, að mengun yrði innan marka og að verksmiðjan myndi hafa jákvæð áhrif á rekstur bæjarfélagsins. Allt saman kunnugleg stef. En verkefnið þróaðist í að verða hreinn skaðvaldur fyrir nærsamfélagið. Alvarlegir tæknilegir gallar, fjárhagsörðugleikar og loftmengun gerðu reksturinn óviðunandi og sköpuðu ólíðandi aðstæður fyrir íbúa á svæðinu. United Silicon varð að lokum gjaldþrota og stærsti lánadrottinn félagsins sat uppi með verðlausa eign og íbúar með risastór mannvirki í túnfætinum sem engin prýði er af. Það kom líka á daginn að Suðurnesjamenn höfðu ekki áhuga á að vinna í þessari verksmiðju. Þegar viðsnúningur varð á atvinnuástandi á svæðinu til hins betra þurfti að flytja inn erlent vinnuafl í stórum stíl með tilheyrandi þrýstingi á húsnæðismarkað á svæðinu. Það sama mun væntanlega gerast hér í Ölfusi. Hér er næga vinnu að fá og mikil uppbygging framundan í fjölbreyttum atvinnugreinum. Þessi reynsla nágrannasveitarfélagsins er þörf áminning um mikilvægi þess að tryggja gagnsæi, skýra og rétta upplýsingagjöf og samfélagslega sátt áður en farið er af stað með svo risavaxin verkefni. Umhverfisáhrif mölunarverksmiðju Heidelberg Íbúar í Reykjanesbæ þurftu að takast á við mengun og ólykt sem barst frá kísilverksmiðjunni og var fólki með öndunarfærasjúkdóma ráðlagt að halda sig innandyra þegar mengunin var sem mest, foreldrum var ráðlagt að láta ungabörn ekki sofa utandyra og börnum á leikskólum var haldið innandyra. Vissulega hafa forráðamenn Heidelberg staðhæft að starfsemi mölunarverksmiðjunnar verði í „lokuðu kerfi“ og þannig verði rykmengun gagnvart íbúum Þorlákshafnar lágmörkuð. En umferð 110 vörubíla á degi hverjum um svæðið, grjótmölun allan sólarhringinn og sú staðreynd að staðsetning fyrirhugaðrar verksmiðju er einungis 2,5 km frá nýju íbúðahverfi og leikskóla, vekur óneitanlega upp spurningar og skrefin hræða. Sjónmengun og ásýndarbreytingar Í umsögn Skipulagsstofnunar um fyrirhugaðar framkvæmdir kemur fram að mölunarverksmiðju Heidelberg fylgi „gríðarmiklar ásýndarbreytingar“ fyrir svæðið. Gert er ráð fyrir allt að 18 sílóum sem verða hvert um sig allt að 52 metrar að hæð. Til samanburðar má nefna að turn Hallgrímskirkju er 75 metra hár. Í sömu umsögn kemur fram að „framkvæmdin muni hafa bein, varanleg áhrif á ásýnd í allt að 20 km fjarlægð frá verksmiðjunni“. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á að framkvæmdin muni hafa mikil áhrif á bæjarbrag Þorlákshafnar og að um sé að ræða stóra verksmiðju við bæjarmörkin sem verði í gangi allan sólarhringinn með tilheyrandi hávaða og umferð. Í Þorlákshöfn og nágrenni, sem státar af einstaklega fallegu og tiltölulega ósnortnu landslagi, gæti slíkt mannvirki orðið mjög áberandi og dregið úr aðdráttarafli staðarins fyrir ferðamenn og íbúa. Risavaxin síló, stór verksmiðjuhús og ljósmengun frá iðnaðarsvæðinu yrðu áberandi í gerbreyttu útsýni. Framtíðarsýn og skortur á samfélagssátt Fyrirhuguð mölunarverksmiðja hefur vakið hörð viðbrögð meðal íbúa í Þorlákshöfn. Íbúar hafa lýst yfir áhyggjum af áhrifum á lífsgæði, loftgæði og hljóðvist. Þá hafa forsvarsmenn landeldisfyrirtækisins First Water gert alvarlegar athugasemdir við staðsetningu mölunarverksmiðju svo skammt frá viðkvæmri starfsemi félagsins. Þorlákshöfn hefur sterka stöðu til að verða miðstöð landeldis á Íslandi. Landeldisfyrirtæki á svæðinu eru leiðandi í vistvænni matvælaframleiðslu og uppbygging iðnaðar sem gæti haft neikvæð áhrif á þessa starfsemi stangast á við langtíma atvinnustefnu svæðisins. Hafrannsóknarstofnun hefur einnig lýst yfir miklum efasemdum um umfangsmikla efnistöku sem fyrirhuguð er af hálfu Heidelberg undan strönd Landeyja- og Eyjafjallasands þar sem um er að ræða viðkvæm uppeldis- og hrygningarsvæði mikilvægra fiskistofna. Afleiðingar slíkrar efnistöku séu mjög óljósar og því óréttlætanlegar. Drögum lærdóm af reynslunni Okkur ber að draga lærdóm af reynslunni og kjörnir fulltrúar geta ekki vikið sér undan pólitískri ábyrgð þegar svo risavaxið verkefni er annars vegar. Aðdragandi, uppbygging og starfsemi United Silicon í Reykjanesbæ á að vera okkur víti til varnaðar. Að styðja sjálfbæra atvinnustarfsemi sem eflir lífsgæði og verndar náttúruna er skynsamlegra heldur en að taka áhættu með framkvæmd sem gæti haft varanleg neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa í Ölfusi. Með því að kjósa gegn mölunarverksmiðju Heidelberg geta íbúar Ölfuss varið náttúruna, samfélagið og staðið vörð um framtíðarsýn sem byggir á sjálfbærri atvinnustefnu og tryggir að Ölfus verður áfram lögheimili hamingjunnar á Íslandi. Höfndur er varamaður H-lista í bæjarstjórn Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein United Silicon Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Reykjanesbær Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hugmyndir þýska iðnaðarrisans Heidelberg um að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn kalla óneitanlega fram ákveðin hugrenningartengsl við annað stórt iðnaðarverkefni í nágrannasveitarfélagi sem fór út um þúfur með miklum fjárhagslegum- og samfélagslegum tilkostnaði. Verkefnið sem um ræðir er kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík í Reykjanesbæ. Spyrjum spurninga Heidelberg verkefnið krefst þess að við spyrjum þeirra spurninga sem gleymdist að spyrja í tilviki United Silicon. Spurningar um umhverfisáhrif fyrir nærsamfélagið, samfélagsleg áhrif af slíkri uppbyggingu og hvernig slíkar stórskala hugmyndir samræmast framtíðarsýn um sjálfbæra atvinnuuppbyggingu í Ölfusi. Meirihlutinn í bæjarstjórn Ölfuss hefur gefið sig út fyrir að vera afstöðulaus í málinu, nokkuð sem skýtur skökku við þegar horft er til aðdraganda málsins og málflutnings þeirra sem bera pólitíska ábyrgð í sveitarfélaginu. Reynslan af United Silicon í Helguvík Það voru miklar vonir bundnar við uppbyggingu kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík á sínum tíma. Mikilvægt er að hafa í huga að þegar þær hugmyndir voru að kvikna var mikið samdráttarskeið á Suðurnesjum og atvinnuleysi búið að vera viðvarandi á svæðinu. Tíðarandinn og atvinnuástandið var því allt annað en við í Ölfusi búum við í dag. United Silicon hóf þannig starfsemi með miklum loforðum um efnahagslega uppbyggingu. Aðdragandinn og orðræða fyrirtækisins auk þeirra sem studdu verkefnið var alls ekki ósvipuð því sem við sjáum nú í tilviki mölunarverksmiðju Heidelberg. Lofað var vel launuðum störfum, að mengun yrði innan marka og að verksmiðjan myndi hafa jákvæð áhrif á rekstur bæjarfélagsins. Allt saman kunnugleg stef. En verkefnið þróaðist í að verða hreinn skaðvaldur fyrir nærsamfélagið. Alvarlegir tæknilegir gallar, fjárhagsörðugleikar og loftmengun gerðu reksturinn óviðunandi og sköpuðu ólíðandi aðstæður fyrir íbúa á svæðinu. United Silicon varð að lokum gjaldþrota og stærsti lánadrottinn félagsins sat uppi með verðlausa eign og íbúar með risastór mannvirki í túnfætinum sem engin prýði er af. Það kom líka á daginn að Suðurnesjamenn höfðu ekki áhuga á að vinna í þessari verksmiðju. Þegar viðsnúningur varð á atvinnuástandi á svæðinu til hins betra þurfti að flytja inn erlent vinnuafl í stórum stíl með tilheyrandi þrýstingi á húsnæðismarkað á svæðinu. Það sama mun væntanlega gerast hér í Ölfusi. Hér er næga vinnu að fá og mikil uppbygging framundan í fjölbreyttum atvinnugreinum. Þessi reynsla nágrannasveitarfélagsins er þörf áminning um mikilvægi þess að tryggja gagnsæi, skýra og rétta upplýsingagjöf og samfélagslega sátt áður en farið er af stað með svo risavaxin verkefni. Umhverfisáhrif mölunarverksmiðju Heidelberg Íbúar í Reykjanesbæ þurftu að takast á við mengun og ólykt sem barst frá kísilverksmiðjunni og var fólki með öndunarfærasjúkdóma ráðlagt að halda sig innandyra þegar mengunin var sem mest, foreldrum var ráðlagt að láta ungabörn ekki sofa utandyra og börnum á leikskólum var haldið innandyra. Vissulega hafa forráðamenn Heidelberg staðhæft að starfsemi mölunarverksmiðjunnar verði í „lokuðu kerfi“ og þannig verði rykmengun gagnvart íbúum Þorlákshafnar lágmörkuð. En umferð 110 vörubíla á degi hverjum um svæðið, grjótmölun allan sólarhringinn og sú staðreynd að staðsetning fyrirhugaðrar verksmiðju er einungis 2,5 km frá nýju íbúðahverfi og leikskóla, vekur óneitanlega upp spurningar og skrefin hræða. Sjónmengun og ásýndarbreytingar Í umsögn Skipulagsstofnunar um fyrirhugaðar framkvæmdir kemur fram að mölunarverksmiðju Heidelberg fylgi „gríðarmiklar ásýndarbreytingar“ fyrir svæðið. Gert er ráð fyrir allt að 18 sílóum sem verða hvert um sig allt að 52 metrar að hæð. Til samanburðar má nefna að turn Hallgrímskirkju er 75 metra hár. Í sömu umsögn kemur fram að „framkvæmdin muni hafa bein, varanleg áhrif á ásýnd í allt að 20 km fjarlægð frá verksmiðjunni“. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á að framkvæmdin muni hafa mikil áhrif á bæjarbrag Þorlákshafnar og að um sé að ræða stóra verksmiðju við bæjarmörkin sem verði í gangi allan sólarhringinn með tilheyrandi hávaða og umferð. Í Þorlákshöfn og nágrenni, sem státar af einstaklega fallegu og tiltölulega ósnortnu landslagi, gæti slíkt mannvirki orðið mjög áberandi og dregið úr aðdráttarafli staðarins fyrir ferðamenn og íbúa. Risavaxin síló, stór verksmiðjuhús og ljósmengun frá iðnaðarsvæðinu yrðu áberandi í gerbreyttu útsýni. Framtíðarsýn og skortur á samfélagssátt Fyrirhuguð mölunarverksmiðja hefur vakið hörð viðbrögð meðal íbúa í Þorlákshöfn. Íbúar hafa lýst yfir áhyggjum af áhrifum á lífsgæði, loftgæði og hljóðvist. Þá hafa forsvarsmenn landeldisfyrirtækisins First Water gert alvarlegar athugasemdir við staðsetningu mölunarverksmiðju svo skammt frá viðkvæmri starfsemi félagsins. Þorlákshöfn hefur sterka stöðu til að verða miðstöð landeldis á Íslandi. Landeldisfyrirtæki á svæðinu eru leiðandi í vistvænni matvælaframleiðslu og uppbygging iðnaðar sem gæti haft neikvæð áhrif á þessa starfsemi stangast á við langtíma atvinnustefnu svæðisins. Hafrannsóknarstofnun hefur einnig lýst yfir miklum efasemdum um umfangsmikla efnistöku sem fyrirhuguð er af hálfu Heidelberg undan strönd Landeyja- og Eyjafjallasands þar sem um er að ræða viðkvæm uppeldis- og hrygningarsvæði mikilvægra fiskistofna. Afleiðingar slíkrar efnistöku séu mjög óljósar og því óréttlætanlegar. Drögum lærdóm af reynslunni Okkur ber að draga lærdóm af reynslunni og kjörnir fulltrúar geta ekki vikið sér undan pólitískri ábyrgð þegar svo risavaxið verkefni er annars vegar. Aðdragandi, uppbygging og starfsemi United Silicon í Reykjanesbæ á að vera okkur víti til varnaðar. Að styðja sjálfbæra atvinnustarfsemi sem eflir lífsgæði og verndar náttúruna er skynsamlegra heldur en að taka áhættu með framkvæmd sem gæti haft varanleg neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa í Ölfusi. Með því að kjósa gegn mölunarverksmiðju Heidelberg geta íbúar Ölfuss varið náttúruna, samfélagið og staðið vörð um framtíðarsýn sem byggir á sjálfbærri atvinnustefnu og tryggir að Ölfus verður áfram lögheimili hamingjunnar á Íslandi. Höfndur er varamaður H-lista í bæjarstjórn Ölfuss.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun