Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 20:31 Fjárfesting í tækni í heilbrigðiskerfinu leiðir til betri heilsu, aukinnar skilvirkni og sparnaðar, sem skilar sér í lægri kostnaði og betri nýtingu fjármuna. Miðflokkurinn vill sjá að sjúkrahúsin verði efld verulega meðal annars með nútíma tækjabúnaði, ásamt því að standa vörð um aðgengi íbúa landsins að góðri heilbrigðisþjónustu. Í því samhengi tel ég mikilvægt að efla til dæmis rafræna miðlæga sjúkraskrá til að tryggja samhæfðar upplýsingar á milli stofnana. Það myndi auðvelda sérfræðingum aðgang að mikilvægum upplýsingum um sjúklinga á skilvirkan og öruggan hátt. Tækni gæti svo einnig hjálpað við að safna greina og mæla heilsufarsgögn. Ég myndi einnig vilja sjá að gervigreind væri notuð í auknum mæli fyrir myndgreiningu, s.s. í röntgenmyndum, segulómun eða öðrum myndgreiningartækjum, og greina sjúkdóma fyrr og með meiri nákvæmni. Þá væri hægt að skipuleggja með auknum hætti viðveru sjúklinga, reikna út meðferðartíma, og bæta samskipti en ég sé líka fyrir mér að hægt væri að meta betur bæði sjúklinga- og starfsánægju, eitthvað sem aðrar þjóðir hafa gert í áratugi. Það er mikilvægt að minnast þess að því mikilvægari sem heilbrigðisgögnin eru, því mikilvægara er að tryggja öryggi og friðhelgi gagnanna. Fjárfesting í öflugum öryggiskerfum og tækni til að vernda gögn gegn netárásum er grundvallaratriði þegar við ræðum aukna tækni í heilbrigðiskerfinu. Aukin samvinna milli einkaaðila og opinberra stofnana Ég vil sjá aukna samvinnu milli einkaaðila, t.d. hugbúnaðarhúsa, sprotafyrirtækja og heilbrigðisstofnana, þannig að nýjar tæknilausnir séu þróaðar og prófaðar á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar, slíkt gæti nýst innanlands sem og utanlands sem nýsköpun. Samvinna getur stuðlað að hraðari innleiðingu nýrrar tækni og aðlögun að breyttum þörfum í heilbrigðiskerfinu. Í heildina er mikilvægt að nýta tæknina til að bæta aðgengi, árangur og öryggi í heilbrigðiskerfinu. Við þurfum fleiri frumkvöðla og tæknitröll í heilbrigðiskerfið. Setjum x við M á kjördag, við viljum efla heilbrigðiskerfið! Áfram Ísland! Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Fjárfesting í tækni í heilbrigðiskerfinu leiðir til betri heilsu, aukinnar skilvirkni og sparnaðar, sem skilar sér í lægri kostnaði og betri nýtingu fjármuna. Miðflokkurinn vill sjá að sjúkrahúsin verði efld verulega meðal annars með nútíma tækjabúnaði, ásamt því að standa vörð um aðgengi íbúa landsins að góðri heilbrigðisþjónustu. Í því samhengi tel ég mikilvægt að efla til dæmis rafræna miðlæga sjúkraskrá til að tryggja samhæfðar upplýsingar á milli stofnana. Það myndi auðvelda sérfræðingum aðgang að mikilvægum upplýsingum um sjúklinga á skilvirkan og öruggan hátt. Tækni gæti svo einnig hjálpað við að safna greina og mæla heilsufarsgögn. Ég myndi einnig vilja sjá að gervigreind væri notuð í auknum mæli fyrir myndgreiningu, s.s. í röntgenmyndum, segulómun eða öðrum myndgreiningartækjum, og greina sjúkdóma fyrr og með meiri nákvæmni. Þá væri hægt að skipuleggja með auknum hætti viðveru sjúklinga, reikna út meðferðartíma, og bæta samskipti en ég sé líka fyrir mér að hægt væri að meta betur bæði sjúklinga- og starfsánægju, eitthvað sem aðrar þjóðir hafa gert í áratugi. Það er mikilvægt að minnast þess að því mikilvægari sem heilbrigðisgögnin eru, því mikilvægara er að tryggja öryggi og friðhelgi gagnanna. Fjárfesting í öflugum öryggiskerfum og tækni til að vernda gögn gegn netárásum er grundvallaratriði þegar við ræðum aukna tækni í heilbrigðiskerfinu. Aukin samvinna milli einkaaðila og opinberra stofnana Ég vil sjá aukna samvinnu milli einkaaðila, t.d. hugbúnaðarhúsa, sprotafyrirtækja og heilbrigðisstofnana, þannig að nýjar tæknilausnir séu þróaðar og prófaðar á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar, slíkt gæti nýst innanlands sem og utanlands sem nýsköpun. Samvinna getur stuðlað að hraðari innleiðingu nýrrar tækni og aðlögun að breyttum þörfum í heilbrigðiskerfinu. Í heildina er mikilvægt að nýta tæknina til að bæta aðgengi, árangur og öryggi í heilbrigðiskerfinu. Við þurfum fleiri frumkvöðla og tæknitröll í heilbrigðiskerfið. Setjum x við M á kjördag, við viljum efla heilbrigðiskerfið! Áfram Ísland! Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar