Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2024 10:46 Frá undirritun samnings upp á tuttugu milljarða. Frá vinstri: Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Landsvirkjun, Uli Schulze Südhoff, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Enercon, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Steinunn Pálmadóttir, lögmaður hjá Landsvirkjun. Landsvirkjun Landsvirkjun hefur samið við þýska vindmylluframleiðandann Enercon um kaup, uppsetningu og rekstur á 28 vindmyllum sem settar verða upp í Búrfellslundi við Vaðöldu. Vindmyllurnar 28 kosta tuttugu milljarða króna. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að fjórtán vindmillur verði reistar snemma árs árs 2026 og gangsettar seinna um árið. Reiknað sé með að vindorkuverið verði að fullu tilbúið og komið í rekstur fyrir lok ársins 2027. 140 milljónir evra Landsvirkjun hafi auglýst útboð á vindmyllunum í janúar síðastliðnum með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Útboðsgögnin og öll vinna við útboðsferil og samningagerð hafi verið unnin með ráðgjöfum Landsvirkjunar, dönsku lögfræðiskrifstofunni Kromann Reumert og alþjóðlegu verkfræðistofunni Afry. Öll nauðsynleg leyfi hafi legið fyrir í október síðastliðnum. Þrír framleiðendur hafi tekið þátt í útboðsferlinu. Enercon GmbH hafi átt hagkvæmasta tilboðið, 140 milljónir evra. Það gerir rúmlega tuttugu milljarða króna. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun greiddi eiganda sínum, íslenska ríkinu, þrjátíu milljarða króna í arð í ár. Þegar komin reynsla á vindmyllur frá Enercon Í tilkynningu segir að framleiðandi vindmyllanna, Enercon, hafi reynslu af uppbyggingu og rekstri vindmylla hér á landi. Fyrirtækið hafi framleitt vindmyllurnar sem Landsvirkjun hefur rekið í tilraunaskyni á Hafinu, hraunsléttu norðan Búrfells, frá 2013, auk þess sem vindmyllur í Þykkvabæ séu frá Enercon komnar. Í samningi Landsvirkjunar og Enercon felist hönnun, framleiðsla, flutningur, uppsetning og prófanir á 28 vindmyllum. Þegar vindorkuverið verður fullbúið taki við þjónustusamningur til í það minnsta fimmtán ára. Áður en til kasta Enercon kemur verði lokið við vegagerð á svæðinu við Vaðöldu, auk þess sem byggja þurfi vindmylluplön, smíða undirstöður undir vindmyllurnar og fleira. Sú mannvirkjagerð hefjist á næsta ári, en stefnt sé að útboði þess verks fyrir lok ársins. Samhliða uppbyggingu vindorkuversins við Vaðöldu hyggist Landsvirkjun reisa þjónustubyggingu fyrir vindorkuverið á Hellu. Landsvirkjun Vindorka Vindorkuver í Búrfellslundi Vindmyllur í Þykkvabæ Orkumál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að fjórtán vindmillur verði reistar snemma árs árs 2026 og gangsettar seinna um árið. Reiknað sé með að vindorkuverið verði að fullu tilbúið og komið í rekstur fyrir lok ársins 2027. 140 milljónir evra Landsvirkjun hafi auglýst útboð á vindmyllunum í janúar síðastliðnum með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Útboðsgögnin og öll vinna við útboðsferil og samningagerð hafi verið unnin með ráðgjöfum Landsvirkjunar, dönsku lögfræðiskrifstofunni Kromann Reumert og alþjóðlegu verkfræðistofunni Afry. Öll nauðsynleg leyfi hafi legið fyrir í október síðastliðnum. Þrír framleiðendur hafi tekið þátt í útboðsferlinu. Enercon GmbH hafi átt hagkvæmasta tilboðið, 140 milljónir evra. Það gerir rúmlega tuttugu milljarða króna. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun greiddi eiganda sínum, íslenska ríkinu, þrjátíu milljarða króna í arð í ár. Þegar komin reynsla á vindmyllur frá Enercon Í tilkynningu segir að framleiðandi vindmyllanna, Enercon, hafi reynslu af uppbyggingu og rekstri vindmylla hér á landi. Fyrirtækið hafi framleitt vindmyllurnar sem Landsvirkjun hefur rekið í tilraunaskyni á Hafinu, hraunsléttu norðan Búrfells, frá 2013, auk þess sem vindmyllur í Þykkvabæ séu frá Enercon komnar. Í samningi Landsvirkjunar og Enercon felist hönnun, framleiðsla, flutningur, uppsetning og prófanir á 28 vindmyllum. Þegar vindorkuverið verður fullbúið taki við þjónustusamningur til í það minnsta fimmtán ára. Áður en til kasta Enercon kemur verði lokið við vegagerð á svæðinu við Vaðöldu, auk þess sem byggja þurfi vindmylluplön, smíða undirstöður undir vindmyllurnar og fleira. Sú mannvirkjagerð hefjist á næsta ári, en stefnt sé að útboði þess verks fyrir lok ársins. Samhliða uppbyggingu vindorkuversins við Vaðöldu hyggist Landsvirkjun reisa þjónustubyggingu fyrir vindorkuverið á Hellu.
Landsvirkjun Vindorka Vindorkuver í Búrfellslundi Vindmyllur í Þykkvabæ Orkumál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira