Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar 28. nóvember 2024 13:03 Friðar- og afvopnunarmál hafa ekki farið hátt í kosningabaráttunni hingað til. Það er þó full ástæða til þess að veita þeim gaum því ófriðarbál loga víða og Ísland er ekki verða ósnortið af þeim átökum. Samtök hernaðarandstæðinga sendu því spurningalista til þeirra framboða sem bjóða fram á landsvísu og fengu svör frá öllum nema Flokk fólksins þó að sumir flokkar hafi ekki svarað öllum spurningum. Vopnakaup og herlaust land? Þar má tína til ýmislegt jákvætt, enginn flokkur vill t.d. stofna íslenskan her og flokkar frá Framsókn til Sósíalista nefna stuðning við mannréttindi og jafnréttismál á alþjóðavettvangi og Vinstri græn umhverfismálin að auki sem mikilvæg tæki til friðar. Flestir flokkar lýsa sig og hlynnta því að Ísland vinni að afvopnun og friðsamlegum samskiptum á vettvangi alþjóðastofnanna en Sjálfstæðisflokkurinn tekur sérstaklega fram að hann telji einhliða afvopnun ekki skynsamlega. Þar standa Píratar hinsvegar upp úr, þeir nefna sérstaklega stuðning sinn við Alþjóðasáttmálann um bann við kjarnorkuvopnum, vilja skýrari ákvæði um kjarnorkuvopnafriðlýsingu Íslands og gagnrýna aukna hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn eru tilbúin að tala fyrir vopnaflutningabanni og viðskiptaþvingunum gegn Ísrael og Samfylkingin fordæmir framferði Ísraelsríkið einnig harðlega. Athyglisvert er að enginn flokkur kannaðist við það að styðja vopnakaup til erlendra herja. Allir flokkar í fráfarandi ríkisstjórn sögðu að Ísland ætti ekki að leggja til hermenn eða vopn en þó voru þingmenn Pírata ásamt einum þingmanni Vinstri grænna þeir einu sem sátu hjá þegar kom að þeim hluta þingsályktunar um stuðning við Úkraínu sem snýr að vopnakaupum. Á grundvelli þessarar þingsályktunartillögu hefur Ísland nú þegar lofað hundruðum milljóna í vopnakaup til Úkraínska hersins. Ég velti því fyrir mér hvort að hér sé um stefnubreytingu að ræða eða undarlega túlkun á því hvað felist í því að leggja til vopn. Nató á tímum Trumps Þegar kemur að einu helsta baráttumáli Samtaka hernaðarandstæðinga eru bara tveir flokkar sem styðja úrsögn úr Nató. Vinstri græn hafa verið mótfallinn aðild frá upphafi og benda á að Nató er kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til að beita þeim að fyrra bragði. Sósíalistar vilja taka málið upp sem fyrst og nefna réttilega á að þjóðin var aldrei spurð um inngöngu. Píratar hafa ekki mótað sér afstöðu og eru opnir fyrir endurskoðun aðildar en vilja líkt og Lýðræðisflokkurinn einungis tilheyra Nató sem varnarbandalagi en ekki árásarbandalagi. Það er að mínu mati óskhyggja að ætla að velja sér hvernig bandalagi við ætlum að tilheyra því að það Nató sem við tilheyrum í dag er vissulega hernaðarbandalag sem hefur tekið þátt í fjölmörgum stríðsaðgerðum utan landamæra sinna. Aðrir flokkar tóku svo eindregna afstöðu með Nató-aðild. Í síðustu spurningu okkar til framboðanna bentum við svo á hina augljósu en vandræðalega staðreynd að Donald Trump mun senn taka við embætti forseta í lang-valdamesta ríki bandalagsins. Hann hefur ekki farið dult með andúð sína á framlagi annarra Nató-þjóða og hefur m.a. grínast með það að siga Rússum á þær þjóðir sem ekki borga sinn skerf. Þó að það gangi ekki eftir ættu stuðningsmenn Nató að spyrja sig hvort að þeir geti treyst bandalagi með Bandaríkjunum alfarið fyrir vörnum landsins eða hvort að þeir séu tilbúnir að standa undir þeim fjáraustri sem leiðtogar beggja vegna Atlantshafsins krefjast í hernaðarmál. Svar Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna er blessunarlega nei. Ég vil hvetja friðarsinna og áhugafólk um utanríkismál til þess að skoða svör flokkanna á vefnum fridur.is og gera svo upp við sig hvaða flokk er best treystandi til að standa gegn sívaxandi hervæðingu Evrópu, Norðurlandasamstarfs og Norðurslóða. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Friðar- og afvopnunarmál hafa ekki farið hátt í kosningabaráttunni hingað til. Það er þó full ástæða til þess að veita þeim gaum því ófriðarbál loga víða og Ísland er ekki verða ósnortið af þeim átökum. Samtök hernaðarandstæðinga sendu því spurningalista til þeirra framboða sem bjóða fram á landsvísu og fengu svör frá öllum nema Flokk fólksins þó að sumir flokkar hafi ekki svarað öllum spurningum. Vopnakaup og herlaust land? Þar má tína til ýmislegt jákvætt, enginn flokkur vill t.d. stofna íslenskan her og flokkar frá Framsókn til Sósíalista nefna stuðning við mannréttindi og jafnréttismál á alþjóðavettvangi og Vinstri græn umhverfismálin að auki sem mikilvæg tæki til friðar. Flestir flokkar lýsa sig og hlynnta því að Ísland vinni að afvopnun og friðsamlegum samskiptum á vettvangi alþjóðastofnanna en Sjálfstæðisflokkurinn tekur sérstaklega fram að hann telji einhliða afvopnun ekki skynsamlega. Þar standa Píratar hinsvegar upp úr, þeir nefna sérstaklega stuðning sinn við Alþjóðasáttmálann um bann við kjarnorkuvopnum, vilja skýrari ákvæði um kjarnorkuvopnafriðlýsingu Íslands og gagnrýna aukna hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn eru tilbúin að tala fyrir vopnaflutningabanni og viðskiptaþvingunum gegn Ísrael og Samfylkingin fordæmir framferði Ísraelsríkið einnig harðlega. Athyglisvert er að enginn flokkur kannaðist við það að styðja vopnakaup til erlendra herja. Allir flokkar í fráfarandi ríkisstjórn sögðu að Ísland ætti ekki að leggja til hermenn eða vopn en þó voru þingmenn Pírata ásamt einum þingmanni Vinstri grænna þeir einu sem sátu hjá þegar kom að þeim hluta þingsályktunar um stuðning við Úkraínu sem snýr að vopnakaupum. Á grundvelli þessarar þingsályktunartillögu hefur Ísland nú þegar lofað hundruðum milljóna í vopnakaup til Úkraínska hersins. Ég velti því fyrir mér hvort að hér sé um stefnubreytingu að ræða eða undarlega túlkun á því hvað felist í því að leggja til vopn. Nató á tímum Trumps Þegar kemur að einu helsta baráttumáli Samtaka hernaðarandstæðinga eru bara tveir flokkar sem styðja úrsögn úr Nató. Vinstri græn hafa verið mótfallinn aðild frá upphafi og benda á að Nató er kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til að beita þeim að fyrra bragði. Sósíalistar vilja taka málið upp sem fyrst og nefna réttilega á að þjóðin var aldrei spurð um inngöngu. Píratar hafa ekki mótað sér afstöðu og eru opnir fyrir endurskoðun aðildar en vilja líkt og Lýðræðisflokkurinn einungis tilheyra Nató sem varnarbandalagi en ekki árásarbandalagi. Það er að mínu mati óskhyggja að ætla að velja sér hvernig bandalagi við ætlum að tilheyra því að það Nató sem við tilheyrum í dag er vissulega hernaðarbandalag sem hefur tekið þátt í fjölmörgum stríðsaðgerðum utan landamæra sinna. Aðrir flokkar tóku svo eindregna afstöðu með Nató-aðild. Í síðustu spurningu okkar til framboðanna bentum við svo á hina augljósu en vandræðalega staðreynd að Donald Trump mun senn taka við embætti forseta í lang-valdamesta ríki bandalagsins. Hann hefur ekki farið dult með andúð sína á framlagi annarra Nató-þjóða og hefur m.a. grínast með það að siga Rússum á þær þjóðir sem ekki borga sinn skerf. Þó að það gangi ekki eftir ættu stuðningsmenn Nató að spyrja sig hvort að þeir geti treyst bandalagi með Bandaríkjunum alfarið fyrir vörnum landsins eða hvort að þeir séu tilbúnir að standa undir þeim fjáraustri sem leiðtogar beggja vegna Atlantshafsins krefjast í hernaðarmál. Svar Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna er blessunarlega nei. Ég vil hvetja friðarsinna og áhugafólk um utanríkismál til þess að skoða svör flokkanna á vefnum fridur.is og gera svo upp við sig hvaða flokk er best treystandi til að standa gegn sívaxandi hervæðingu Evrópu, Norðurlandasamstarfs og Norðurslóða. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun