Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 16:12 Formaður félags pípulagningameistara, sem einnig á sæti á framboðslista Miðflokksins, notar stöðu sína í pólitískum tilgangi á síðustu dögum kosningabaráttunnar og snýr hlutum á hvolf í nýlegri grein um iðnnám. Grein hans er í besta falli mjög misvísandi en mér er ljúft og skylt að svara henni málefnalega. Engar áætlanir eða aðgerðir hafa verið í þá átt að slá af þeim kröfum sem við gerum til þess starfsfólks sem sinnir ákveðnum störfum, þá síst iðnaðarmönnum. Ég hef engu breytt varðandi kröfur á undanförnum árum þó ég hafi einfaldað ferla almennt svo fólk sem hingað kemur og starfar með nám að baki sem sálfræðingar, læknar eða iðnaðarmenn geti starfað hér á landi. Ferlið hefur verið gert rafrænt og skýrt svo að fólk fái svör hvað því vantar upp á í stað þess að fá aðeins neitun frá kerfinu. Við höfðum áður fengið athugasemdir frá Eftirlitsstofnun EFTA um að kerfið okkar uppfyllti ekki kröfur um skýrleika - hvergi væri að finna leiðbeiningar né upplýsingar á einum stað um kröfurnar sem eru gerðar til viðurkenningar á menntun eða hæfi, né um ferlið. Um það snerust breytingarnar. Málið sem um ræðir snýst um pólskan pípulagningameistara sem lauk iðnmeistaraprófi samkvæmt þeim reglum sem gilda í heimalandinu og sótti um meistarabréf hér á landi. Umsóknin fór hefðbundna leið frá ENIC NARIC (E/N) skrifstofunni til IÐUNNAR-fræðsluseturs (þar sem fulltrúar SI sitja - þar eru fagaðilarnir sem leggja mat) sem veitti jákvæða umsögn um erindið. E/N afgreiddi erindið skv. þeirri niðurstöðu. Síðar var beðið um breytingu á því án rökstuðnings. Ráðherra stígur ekki inn í slíkt og hefur ekki heimildir til þess fyrr en það koma efnislegar athugasemdir og kæra, þá kemur það til meðferðar til ráðuneytisins. Ekki er hægt að tjá sig nánar um einstök mál. Ég hef alltaf staðið með iðnmenntun og iðnaðarmönnum og ætla því ekki að sitja undir ámælum um annað. Eitt fyrsta frumvarpið mitt sem óbreyttur þingmaður var að greiða leið iðnmenntaðra í háskóla, til þess að eyða þeirri mýtu foreldra að börnin þeirra þyrftu stúdentspróf til að geta menntað sig meira. Ég hef alltaf verið skýr um hve mikilvægt er að menntakerfið svari eftirspurninni eftir iðnnámi og að menntakerfið mennti fyrir samfélagið og ekki síst atvinnulífið, að eldri nemendur fái pláss í kvöld- og helgarnámsskeiðum og svo framvegis. Það er partur af menntastefnu Sjálfstæðisflokksins. Kosningarnar á laugardaginn skipta miklu máli, ekki síst fyrir harðduglegt vinnandi fólk. Það fólk situr nú undir ámæli frá Samfylkingunni sem vill skattleggja það meira en nú þegar er gert. Formaður Félags pípulagningarmanna ætti að frekar að verja kröftum sínum í að verjast þeim skattahækkunum sem kunna að vera framundan ef vinstri menn setjast hér við völd. Það eru gild rök fyrir því að píparar, smiður, rafvirkjar, hárgreiðslumeistarar, bakarar og aðrir iðnaðarmenn stofni einkahlutafélag utan um þjónustu sína eða rekstur. Við skulum gera fólki kleift að skapa, taka áhættu og ná árangri í störfum sínum. Við eigum fyrst og fremst að bera virðingu fyrir vinnandi fólki og mikilvægu framlagi þess til samfélagsins. En ekki boða „plön” sem þeim er síðan ætlað að greiða fyrir með hærri sköttum. Til þess þurfum við ríkisstjórn á hægrivæng stjórnmálanna og eina leiðin til þess er að Sjálfstæðisflokkurinn verði stærri á laugardaginn. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Formaður félags pípulagningameistara, sem einnig á sæti á framboðslista Miðflokksins, notar stöðu sína í pólitískum tilgangi á síðustu dögum kosningabaráttunnar og snýr hlutum á hvolf í nýlegri grein um iðnnám. Grein hans er í besta falli mjög misvísandi en mér er ljúft og skylt að svara henni málefnalega. Engar áætlanir eða aðgerðir hafa verið í þá átt að slá af þeim kröfum sem við gerum til þess starfsfólks sem sinnir ákveðnum störfum, þá síst iðnaðarmönnum. Ég hef engu breytt varðandi kröfur á undanförnum árum þó ég hafi einfaldað ferla almennt svo fólk sem hingað kemur og starfar með nám að baki sem sálfræðingar, læknar eða iðnaðarmenn geti starfað hér á landi. Ferlið hefur verið gert rafrænt og skýrt svo að fólk fái svör hvað því vantar upp á í stað þess að fá aðeins neitun frá kerfinu. Við höfðum áður fengið athugasemdir frá Eftirlitsstofnun EFTA um að kerfið okkar uppfyllti ekki kröfur um skýrleika - hvergi væri að finna leiðbeiningar né upplýsingar á einum stað um kröfurnar sem eru gerðar til viðurkenningar á menntun eða hæfi, né um ferlið. Um það snerust breytingarnar. Málið sem um ræðir snýst um pólskan pípulagningameistara sem lauk iðnmeistaraprófi samkvæmt þeim reglum sem gilda í heimalandinu og sótti um meistarabréf hér á landi. Umsóknin fór hefðbundna leið frá ENIC NARIC (E/N) skrifstofunni til IÐUNNAR-fræðsluseturs (þar sem fulltrúar SI sitja - þar eru fagaðilarnir sem leggja mat) sem veitti jákvæða umsögn um erindið. E/N afgreiddi erindið skv. þeirri niðurstöðu. Síðar var beðið um breytingu á því án rökstuðnings. Ráðherra stígur ekki inn í slíkt og hefur ekki heimildir til þess fyrr en það koma efnislegar athugasemdir og kæra, þá kemur það til meðferðar til ráðuneytisins. Ekki er hægt að tjá sig nánar um einstök mál. Ég hef alltaf staðið með iðnmenntun og iðnaðarmönnum og ætla því ekki að sitja undir ámælum um annað. Eitt fyrsta frumvarpið mitt sem óbreyttur þingmaður var að greiða leið iðnmenntaðra í háskóla, til þess að eyða þeirri mýtu foreldra að börnin þeirra þyrftu stúdentspróf til að geta menntað sig meira. Ég hef alltaf verið skýr um hve mikilvægt er að menntakerfið svari eftirspurninni eftir iðnnámi og að menntakerfið mennti fyrir samfélagið og ekki síst atvinnulífið, að eldri nemendur fái pláss í kvöld- og helgarnámsskeiðum og svo framvegis. Það er partur af menntastefnu Sjálfstæðisflokksins. Kosningarnar á laugardaginn skipta miklu máli, ekki síst fyrir harðduglegt vinnandi fólk. Það fólk situr nú undir ámæli frá Samfylkingunni sem vill skattleggja það meira en nú þegar er gert. Formaður Félags pípulagningarmanna ætti að frekar að verja kröftum sínum í að verjast þeim skattahækkunum sem kunna að vera framundan ef vinstri menn setjast hér við völd. Það eru gild rök fyrir því að píparar, smiður, rafvirkjar, hárgreiðslumeistarar, bakarar og aðrir iðnaðarmenn stofni einkahlutafélag utan um þjónustu sína eða rekstur. Við skulum gera fólki kleift að skapa, taka áhættu og ná árangri í störfum sínum. Við eigum fyrst og fremst að bera virðingu fyrir vinnandi fólki og mikilvægu framlagi þess til samfélagsins. En ekki boða „plön” sem þeim er síðan ætlað að greiða fyrir með hærri sköttum. Til þess þurfum við ríkisstjórn á hægrivæng stjórnmálanna og eina leiðin til þess er að Sjálfstæðisflokkurinn verði stærri á laugardaginn. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun