Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2024 17:05 Ásgeir Jónsson er formaður peningastefnunefndar og Finnbjörn er formaður ASÍ. Vísir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur aldrei komið saman á sérstökum aukafundi til þess að hækka stýrivexti. Forseti ASÍ hélt hinu gagnstæða fram í dag. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að hann vildi að peningastefnunefnd kæmi saman og lækkaði stýrivexti í ljósi þess að verðbólga hjaðnaði milli mánaða. Hjöðnunin var þó minni á milli mánaða en viðskiptabankarnir höfðu spáð og að sögn greiningardeildar Landsbankans er aðhald Seðlabankans raunar minna nú en fyrir síðasta fund peningastefnunefndar. Ekki rétt Finnbjörn vildi ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að Seðlabankinn verði við ákalli um aukafund. En hann sagði það vissulega ekki algengt að boðað sé til slíkra funda. „Þeir hafa gert það þegar þeir hafa þurft að hækka vexti. Þeir eru seinni til þegar kemur að lækkunum.“ Að sögn Stefáns Jóhanns Stefánsson, ritstjóra Seðlabankans, er það hreinlega rangt. Nefndin hafi aldri komið saman til að hækka stýrivexti. Nokkrir aukafundir í Covid Aukafundir hafi verið boðaður í fáein skipti, til að mynda árið 2009. Nefndin hafi síðast komið saman á aukafundum í miðjum heimsfaraldri Covid-19 árið 2020, alls fjórum sinnum. Á einum þeirra hafi vextir verið lækkaðir, á öðrum tilkynnt um magnbundna íhlutun, á þriðja hafi verið tilkynnt um sérstaka lánafyrirgreiðslu (útvíkkun veðlistans) tengt tilmælum fjármálastöðugleikanefndar og á fjórða hafi verið sameiginleg yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar og peningastefnunefndar um tímabundna veðlánarammann. Verðlag Seðlabankinn Stéttarfélög Efnahagsmál Tengdar fréttir Gæti reynst „langhlaup“ að koma verðbólgunni alla leið niður í markmið Hægari hjöðnun undirliggjandi verðbólgu kann að benda til þess að mögulega muni „síðasta mílan“ reynast peningastefnunefnd óþægur ljár í þúfu, að mati hagfræðings Kviku banka, og það verði langhlaup að koma verðbólgunni alla leið niður í 2,5 prósenta markmið. Þrátt fyrir að verðbólgulækkunin í nóvember hafi verið minni en spár greinenda gerðu ráð fyrir þá breytir það ekki væntingum um allt að hundrað punkta vaxtalækkun á fyrstu tveimur fundum nefndarinnar á nýju ári. 28. nóvember 2024 16:20 Verðbólgan komin undir fimm prósent Verðbólga mælist nú 4,8 prósent og hefur ekki verið minni síðan í október árið 2021. Hún hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða. 28. nóvember 2024 09:05 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að hann vildi að peningastefnunefnd kæmi saman og lækkaði stýrivexti í ljósi þess að verðbólga hjaðnaði milli mánaða. Hjöðnunin var þó minni á milli mánaða en viðskiptabankarnir höfðu spáð og að sögn greiningardeildar Landsbankans er aðhald Seðlabankans raunar minna nú en fyrir síðasta fund peningastefnunefndar. Ekki rétt Finnbjörn vildi ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að Seðlabankinn verði við ákalli um aukafund. En hann sagði það vissulega ekki algengt að boðað sé til slíkra funda. „Þeir hafa gert það þegar þeir hafa þurft að hækka vexti. Þeir eru seinni til þegar kemur að lækkunum.“ Að sögn Stefáns Jóhanns Stefánsson, ritstjóra Seðlabankans, er það hreinlega rangt. Nefndin hafi aldri komið saman til að hækka stýrivexti. Nokkrir aukafundir í Covid Aukafundir hafi verið boðaður í fáein skipti, til að mynda árið 2009. Nefndin hafi síðast komið saman á aukafundum í miðjum heimsfaraldri Covid-19 árið 2020, alls fjórum sinnum. Á einum þeirra hafi vextir verið lækkaðir, á öðrum tilkynnt um magnbundna íhlutun, á þriðja hafi verið tilkynnt um sérstaka lánafyrirgreiðslu (útvíkkun veðlistans) tengt tilmælum fjármálastöðugleikanefndar og á fjórða hafi verið sameiginleg yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar og peningastefnunefndar um tímabundna veðlánarammann.
Verðlag Seðlabankinn Stéttarfélög Efnahagsmál Tengdar fréttir Gæti reynst „langhlaup“ að koma verðbólgunni alla leið niður í markmið Hægari hjöðnun undirliggjandi verðbólgu kann að benda til þess að mögulega muni „síðasta mílan“ reynast peningastefnunefnd óþægur ljár í þúfu, að mati hagfræðings Kviku banka, og það verði langhlaup að koma verðbólgunni alla leið niður í 2,5 prósenta markmið. Þrátt fyrir að verðbólgulækkunin í nóvember hafi verið minni en spár greinenda gerðu ráð fyrir þá breytir það ekki væntingum um allt að hundrað punkta vaxtalækkun á fyrstu tveimur fundum nefndarinnar á nýju ári. 28. nóvember 2024 16:20 Verðbólgan komin undir fimm prósent Verðbólga mælist nú 4,8 prósent og hefur ekki verið minni síðan í október árið 2021. Hún hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða. 28. nóvember 2024 09:05 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Gæti reynst „langhlaup“ að koma verðbólgunni alla leið niður í markmið Hægari hjöðnun undirliggjandi verðbólgu kann að benda til þess að mögulega muni „síðasta mílan“ reynast peningastefnunefnd óþægur ljár í þúfu, að mati hagfræðings Kviku banka, og það verði langhlaup að koma verðbólgunni alla leið niður í 2,5 prósenta markmið. Þrátt fyrir að verðbólgulækkunin í nóvember hafi verið minni en spár greinenda gerðu ráð fyrir þá breytir það ekki væntingum um allt að hundrað punkta vaxtalækkun á fyrstu tveimur fundum nefndarinnar á nýju ári. 28. nóvember 2024 16:20
Verðbólgan komin undir fimm prósent Verðbólga mælist nú 4,8 prósent og hefur ekki verið minni síðan í október árið 2021. Hún hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða. 28. nóvember 2024 09:05